Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 14
Íslenski verðbréfamark- aðurinn verður ekki flokk- aður sem vaxtarmarkaður hjá vísitölufyrirtækinu MSCI að svo stöddu. Málið verður tekið aftur upp í maí 2020. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang hordur@frettabladid.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Forvarsmenn Kauphallarinnar munu funda með forsvars­mönnum vísitölufyrirtækis­ ins MSCI í vikunni til þess að fá dýpri skilning á ákvörðun fyrir­ tækisins um að íslensk verðbréf verði ekki gjaldgeng í vísitölur fyr­ irtækisins að svo stöddu. Ákvörðun MSCI kom Kauphöllinni á óvart. „Ég get ekki neitað því að ákvörð­ unin kom okkur á óvart og olli okkur vonbrigðum. Samráðsferli eins og þetta er oftast sett í gang með það í huga að það verði af f lokkuninni,“ segir Magnús Harð­ arson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Markaðinn. Eins og greint var frá um síðustu helgi verður íslenski verðbréfa­ markaðurinn ekki f lokkaður sem vaxtarmarkaður hjá MSCI að svo stöddu. Þetta var niðurstaða MSCI eftir samráð við alþjóðlega stofnanafjárfesta en Ísland verður áfram á athugunarlista MSCI sem mun taka málið aftur upp í maí á næsta ári. „Við fengum engan andmæla­ rétt en það stendur til að funda með þeim í vikunni til að fá dýpri skilning á þeim atriðum sem vógu þyngst. Og eins til að átta okkur betur á því til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo að niðurstaðan verði jákvæð í maí,“ segir Magnús. Í samráðsferlinu lýstu erlendir fjárfestar áhyggj­ um yfir tilkynningarferli vegna gjaldeyrisviðskipta, aðgengi að miðlurum og því að gjaldeyrishöft hefðu aðeins nýlega verið afnumin. Magnús segir líklegt að at hu g a s e md i r u m gjaldeyrishöftin h a f i v e g i ð þungt. „Ég held að við getum fært góð rök fyrir því að það sé mjög ólíklegt að slíkum höftum verði aftur komið á í náinni framtíð miðað við stöðu íslenskra heimila, fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild sinni,“ segir Magnús. Þá er enn ekki ljóst hvort MSCI setji það fyrir sig að hér sé tilkynn­ ingarferli vegna gjaldeyrisvið­ skipta eða hvort ferlið sé of þungt í núverandi mynd. Um aðgengi að miðlurum segir Magnús að vissu­ lega hafi engin erlend verðbréfa­ fyrirtæki beina aðkomu að verð­ bréfaviðskiptum hér á landi eins og staðan er í dag. Hann bindur vonir við innleiðingu Nasdaq verð­ bréfamiðstöðvar á nýju uppgjörs­ kerfi sem mun auðvelda aðgengi erlendra f jármálafyrirtækja að íslenska markaðinum. Stefnt er að því að ljúka innleiðingunni í maí. „Á undanförnum mánuðum höfum við fundið fyrir meiri áhuga frá erlendum fjár­ málafyrirtækjum á því að eiga beina aðild að mark­ aðinum. Meiri áhuga en frá því fyrir hrun. Verð­ bréfauppgjör er hnífurinn sem stendur í kúnni og ég er þess vegna mjög bjart­ sýnn á að það muni brey t a heil­ miklu þegar ný t t ker f i v e r ð u r tekið upp,“ s e g i r Magnús. – þfh Ákvörðun MSCI kom Kauphöllinni á óvart Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. 10 Airbus-þotur stefnir Play á að hafa í flota sínum frá og með árinu 2022. 18 milljarðar króna er verðmat Goldman Sachs á Valitor sem er til sölu.  GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ráðleggur nú fjárfestum að kaupa í Arion banka en áður var fjárfestum ráðlagt að halda bréfum sínum í bankanum. Grein­ endur fjárfestingarbankans meta gengið á 80 krónur á hlut sem er tveimur prósentum hærra en mark­ aðsgengið var við lokun markaðar í gær. Greinendur Goldman Sachs telja tólf mánaða markgengi vera 97 krónur á hlut. Það er 21 prósenti hærra en markaðsgengið. Fjárfest­ ingarbankinn á 3,7 prósent í Arion. Samkvæmt greiningu Goldman Sachs, sem kom út á mánudaginn og Markaðurinn hefur undir höndum, er dótturfélagið Valitor sem er til sölu metið á um 18 milljarða en í reikningum Arion er bókfært virði þess 11,7 milljarðar. Virðið er sagt 10 krónur á hvern hlut í Arion banka og er fengið með kennitölumarg­ faldara. Takist að selja Valitor verð­ ur hægt að greiða andvirði sölunnar til hluthafa. Fram hefur komið að stjórnendur Arion banka horfa til þess að lána­ safn til fyrirtækja muni minnka um 20 prósent. Gangi það eftir horfa greinendur Goldman Sachs til þess að íslenski bankinn þurfi ekki að binda jafn mikið fé og því verði meira fé laust sem gæti ratað í hendur hluthafa. Eins og sakir standa eru vaxta­ greiðslur af skuldabréfum sem teljast til viðbótar við eiginfjárþátt 1 (AT1) ekki frádráttarbærar frá skatti. Skattyfirvöld hafa málið til skoðunar og væntir Arion banki niðurstöðu fyrir árslok. Heimili skattyf irvöld að slíkar vaxta­ greiðslur verði frádráttarbærar frá skatti telja greinendur Goldman Sachs að Arion banki muni gefa út slík skuldabréf og greiði andvirðið til hluthafa. Verði svar skattyfir­ valda neikvætt gætu stjórnendur bankans lækkað „stuðpúða“ sinn í eiginfjárhlutfallinu sem er til staðar ef gefur á bátinn. Hlutfallið er núna 1,5 prósent. – hvj Goldman mælir með kaupum í Arion Stjórnendur og stofnendur hins nýstof naða lág­gjaldaflugfélags Play, sem hafa síðustu vikur ásamt Íslenskum verðbréfum (ÍV) unnið að fjármögnun félagsins, bjóðast til að minnka hlut­ deild sína í Play í 30 prósent á móti 70 prósenta eignarhlut þeirra fjárfesta sem fást til að leggja félaginu til um 1.700 milljónir króna í nýtt hlutafé. Fyrri áform gerðu ráð fyrir að fjár­ festar myndu eignast helmingshlut í Play á móti stofnendum og starfs­ mönnum flugfélagsins fyrir hluta­ fjárframlag sitt. Þær hugmyndir hafa mætt mikilli andstöðu á fundum með fjárfestum og fyrirtækjum, sem leitað hefur verið til með fjármögn­ un, og hafa þeir sett sig alfarið upp á móti því að stofnendurnir eignist svo stóran hlut í félaginu. Samkvæmt heimildum Markaðar­ ins hafa forsvarsmenn Play og ÍV nú komið að hluta til móts við þá gagn­ rýni og bjóðast til að minnka hlut­ deild sína – úr 50 prósentum í 30 pró­ sent – í því skyni að freista þess að fá fjárfesta að félaginu en fjármögnun þess hefur gengið afar erfiðlega frá því að tilkynnt var um áform Play á blaðamannafundi í byrjun síðasta mánaðar. Upphaflega stóð þannig til að selja flugmiða nú um mánaða­ mótin en um liðna helgi sendi Play frá sér tilkynningu um að sölunni hefði verið frestað og er nú stefnt að því hefja miðasölu fyrir áramót. Ekki hafa fengist staðfestar upp­ lýsingar um fjárfesta sem hafa skuld­ bundið sig til að taka þátt í hlutafjár­ útboðinu. Í samtölum við mögulega fjárfesta í þarsíðustu viku, eins og sagt hefur verið frá í Markaðinum, kom fram í máli forsvarsmanna Play og ÍV að fjárfestar væru þá búnir að lýsa yfir áhuga (e. soft commitment) á að leggja félaginu til samtals um 700 til 800 milljónir. Sá áhugi, að sögn kunnugra, sé hins vegar skil­ yrtur við að það takist að fá kjöl­ festufjárfesti að hlutafjárútboðinu. Það hefur ekki tekist enda þótt enn sé unnið hörðum höndum að því að bóka fundi með fjárfestum í því skyni að afla þess hlutafjár sem til þarf til að koma flugfélaginu af stað. Auk þess að gagnrýna upphaf­ legar áætlanir stjórnenda og stofn­ enda Play, sem gerðu ráð fyrir að þeir myndu eignast helmingshlut í félag­ inu, hafa fjárfestar sömuleiðis sett spurningarmerki við takmarkaða f lugrekstrarreynslu stjórnenda­ teymisins og þá þykja viðskipta­ áætlanir Play um margt óraunhæfar. Þannig er gert ráð fyrir því að félag­ ið verði farið að skila um 70 milljóna hagnaði á fyrsta fjórðungi næsta árs. Í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, var kann­ aður áhugi hjá fjárfestum á því leggja Play til fjármagn til næstu mánaða, samanlagt hundruð milljóna króna, með því að kaupa skuldabréf til skamms tíma af félaginu sem myndi bera 20 til 25 prósenta vexti. Tilgang­ urinn, að sögn þeirra sem þekkja til, væri að tryggja flugfélaginu nægjan­ legt rekstrarfé fram á næsta ár á meðan áfram yrði unnið að því að ljúka hlutafjársöfnun þess. Fram kom á fundi með ferðaþjón­ ustufyrirtækjum í síðustu viku að 40 milljóna evra fjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun f lugrekstrarleyfis hjá Samgöngu­ stofu væri skilyrt við að Play takist að sækja sér 1.700 milljónir í hlutafé. „Þetta hangir allt saman,“ sagði Jóhann M. Ólafsson, framkvæmda­ stjóri ÍV. Var fundurinn meðal ann­ ars sóttur af stjórnendum Kynnis­ ferða, Kúkú Campers, bílaleigunnar Geysis, Mountaineers Iceland, Hóp­ bíla, Stracta Hótels og Eldingar. Ásamt því að biðla til fjölmargra einkafjárfesta, fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, og fjárfestingarfélaga er búið að leita til tryggingafélaga, sjóðastýringarfélaga, einkabanka­ þjónustu bankanna og þá hefur fjár­ festingin í Play verið kynnt lífeyris­ sjóðum. hordur@frettabladid.is Bjóðast til að minnka hlut sinn í 30 prósent  Stjórnendur biðla til fjárfesta um að koma að fjármögnun Play með því að leggja til að þeir fái 70 prósenta hlut í stað 50 prósenta fyrir hlutafjárframlag sitt. Kanna áhuga fjárfesta á að leggja Play til lánsfé á 20-25 prósenta vöxtum.   Flugfélagið hyggst flytja um 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á næstu þremur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.