Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 31
The New York Times segir að Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sé ein af
níu athyglisverðustu bókum sem
koma út nú fyrir jólin í Banda-
ríkjunum. Blaðið birti um síð-
ustu helgi lista yfir þessar bækur
en þar eru fjögur skáldverk og
fimm bækur almenns efnis, þar á
meðal um hæstaréttardómarann
umdeilda Kavanaugh (Supreme
Ambition).
Sakramentið kom út vestan hafs
í gær en Ólafur Jóhann hefur nú
þegar áritað 1.000 eintök, meðal
annars f y rir stærsta leshring
Bandaríkjanna, Parnassus First
Editions Club, sem í eru 650 félagar.
Það er hvorki lítið verk né löður-
mannlegt fyrir rithöfund að árita
1.000 bækur. Blaðamaður náði tali
af Ólafi Jóhanni og spurði hvernig
hefði gengið. „Það er óhætt að segja
að ég hafi vanmetið þetta verkefni.
Ég gaf mér um tvo tíma í það en
athugaði ekki að það þýddi um tíu
bækur á mínútu. Það hefði verið
gott að vera jafnvígur á vinstri og
hægri. Og svo er rithöndin ekkert
til að monta sig af. Þegar ég var
strákur í Öldugötuskóla fékk ég
alltaf 5 í skrift og handrit mín getur
enginn lesið nema ég sjálfur,“ segir
Ólafur Jóhann. „En þetta hafðist og
allir voru ánægðir. Ég sat uppi með
stirða fingur en sá samt ekki neina
ástæðu til að vorkenna mér.“
– kb
Ólafur Jóhann
áritaði 1.000
bækur
Ég sat uppi með stirða fingur, segir Ólafur Jóhann, sem hér sést árita Sakra-
mentið í bókabúð í New York. The New York Times mælir með bókinni.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Miðvikudagur
hvar@frettabladid.is
4. DESEMBER 2019
Hvað? Höfundakvöld
Hvenær? 20.00
Hvar? Gunnarshús, Dyngjuvegi
Ásta Fanney Sigurðardóttir les úr
ljóðabókinni Eilífðarnón, Kristín
Eiríksdóttir úr ljóðabókinni Kær-
astinn er rjóður og Andri Snær
Magnason úr fræðibókinni Um
tímann og vatnið. Léttar veigar í
boði. Allir velkomnir.
Hvað? Teiknismiðja
Hvenær? 16.00-17.30
Hvar? Borgarbókasafnið/
Menningarhús Árbæ
Áhugasamir geta mætt
og teiknað saman. Kristin
Arngrímsdóttir, myndlistar-
maður og starfsmaður
bókasafnsins, verður
þátttakendum innan
handar. Ókeypis
þátttaka.
Hvað? Fagnaður á afmæli Hannesar
Hafstein
Hvenær? 18.00
Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg
Nýtt hefti um Fjalldrapann kemur
út, samnefnt ljóð Hannesar Haf-
stein hefur lifnað við í málverki
Eggerts Péturssonar, tónsmíð Þóru
Marteinsdóttur sem barnakór
úr Kópavogi frumflytur í enskri
þýðingu Julians Meldon D’Arcy.
Hvað? Heimildarmyndin UseLess
Hvenær? 20.00
Hvar? Bíó Paradís
Íslensk mynd sem bregður ljósi
á hvernig sóun matvæla og fatn-
aðar hefur orðið að samfélags- og
umhverfislegu vandamáli og hvað
við getum gert til að takast á við
það.
Hvað? Svona fólk – erindi og um-
ræður
Hvenær? 20.00
Hvar? Safnaðarheimili Neskirkju
Erindi f lytja: Jónína Leós-
dóttir rithöfundur, Björn
Þór Vilhjálmsson lektor
og Hafdís Erla Hafsteins-
dóttir sagnfræðingur.
Pallborðsumræður.
Félag íslenskra fræða
býður upp á léttar
veitingar.
Hvað? Spjall-
fundur um
jólin
Hvenær?
20.30
Hvar? Að
Háaleitisbraut
13 - IV. hæð
Kristín Eiríks-
dóttir er meðal
höfunda sem
lesa upp í Gunn-
arshúsi.
Þakblásarar
Í þakrennur eða vatnslagnir
Hitavír
Hljóðlátir
100 mm
Öflugir blásarar með þykkum koparpípum
og léttari hönnun.
Mikið úrval af stærðum og
gerðum.
blásarar
Dreifðu varmanum
-haltu loftinu á hreyfingu
Loftviftur
Hljóðlátar
baðvifturVatnshitablásarar
viftur.is
S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
Íshúsið - Loftræstibúðin á Smiðjuvegi 4a, Græn Gata
Verð frá 89.990 kr
Þurrktæki
Er rakastigið of hátt?
Verð
frá kr
39.990
Verð
frá kr/m1.450
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9