Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 16
Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Dreifiveitum er ekki heimilt að einskorða r a fork u k aup sín vegna dreifitaps við tengd félög heldur er þeim skylt að bjóða kaupin út. Þetta er úrskurður kæru- nefndar útboðsmála en slík raforku- kaup dreifiveitna geta hlaupið á milljarði á hverju ári. Framkvæmda- stjóri smásölufyrirtækis á raforku- markaði segir úrskurðinn losa um mjög umfangsmikil viðskipti sem mikil leynd hefur hvílt yfir. „Það hafa miklir fjármunir verið að flæða á milli þessara tengdu fyrir- tækja sem áður voru eitt og sama fyrirtækið og við höfum ekki fundið dæmi um jafn umfangsmikil og vís- vitandi brot á lögum um opinber innkaup. Þarna er verið að losa um mjög umfangsmikil viðskipti sem mikil leynd hefur hvílt yfir,“ segir Magnús Júlíusson, framkvæmda- stjóri Íslenskrar orkumiðlunar, í samtali við Markaðinn. Dreifiveitur kaupa reglulega raf- magn á raforkumarkaði á hverju ári til að mæta dreifitapi í dreifikerfinu. Einnig kaupa fyrirtækin rafmagn á markaði sem þau nota til dæmis í hitaveitudælur og annað slíkt. Kærunefnd útboðsmála úrskurð- aði í lok síðasta mánaðar í máli Íslenskrar orkumiðlunar, sem selur raforku í smásölu á almennum markaði, gegn RARIK sem þarf að kaupa rafmagn á hverju ári til að mæta tapi í dreifikerfi sínu eins og aðrar dreifiveitur. RARIK hefur ein- göngu keypt rafmagnið af dóttur- félaginu Orkusölunni, sem starfar á sama markaði og Íslensk orkumiðl- un, samkvæmt samningi sem félögin gerðu árið 2008. Raforkukaup RARIK af Orku- sölunni hafa verið töluverð. Í sam- stæðureikningi RARIK kemur fram að innri sala vegna raforku hafi numið 804 milljónum króna árið 2017 og 502 milljónum króna árið 2018. Það jafngildir um 16 prósent- um af heildarveltu Orkusölunnar árið 2017 og 9 prósentum árið 2018. Viðskipti RARIK og Orkusölunnar eru ekki einsdæmi. Allar dreifiveit- ur, að Veitum undanskildum, hafa keypt rafmagn af tengdu félagi til að mæta dreifitapi án útboðs. Þá hefur Landsnet keypt raforku til að mæta tapi í f lutningskerfinu í gegnum útboðsferli um nokkurra ára skeið. Íslensk orkumiðlun kærði innkaup RARIK í vor og krafðist þess að því yrði gert að bjóða út kaup á raforku í samræmi við lög um opinber inn- kaup. Var niðurstaðan sú að RARIK yrði að bjóða raforkukaupin út. „Þessi úrskurður hefur þá þýðingu að á dreifiveitum hvílir ótvíræð skylda til að fara í útboð en það hefur allt verið reynt til þess að halda þess- um viðskiptum innandyra. Með því að fara ekki í útboð eru dreifiveit- urnar ekki að tryggja hagkvæmustu verð á hverjum tíma en kaupa þess í stað raforku af tengdum aðilum á uppsettum verðum. Það verð fer beint inn í gjaldskrá dreifiveitnanna sem gerir dreifikostnaðinn hærri en hann hefði þurft að vera. Á endanum eru það einstaklingar og fyrirtæki sem borga brúsann fyrir þessa ólög- mætu háttsemi,“ segir Magnús. Í málflutningi sínum dró Íslensk orkumiðlun fram upplýsingar um tap í f lutningskerfi Landsnets og meðalverð þess. Bent var á að meðal- verð RARIk vegna raforkukaupanna hefði verið 5,676 krónur á kílóvatt- stund árið 2017 á meðan Landsnet greiddi 4,572 krónur. Munar rétt tæplega 20 prósentum. RARIK bar fyrir sig að útboð væri flókið í framkvæmd og kæmi í veg fyrir að fyrirtækið gæti sinnt lög- bundnu hlutverki sínu. Íslensk orku- miðlun benti á að bæði Landsnet og Veitur hefðu ráðist í útboð um nokk- urra ára skeið án þess að upp hefðu komið vandamál sem ekki hefði verið hægt að yfirstíga. Taldi kæru- nefndin að ekki hefði verið sýnt fram á hvernig útboð kæmi í veg fyrir að RARIK gæti sinnt lögbundnu hlut- verki sínu eða að of f lókið væri að bjóða út innkaupin. Auk þess væri ekki að finna heimild í lögum til að víkja frá skyldu til útboðs á þeim grundvelli sem málatilbúnaður RARIK byggði á. Losnar um veruleg raforkuviðskipti Dreifiveitunni RARIK er gert skylt að fara með raforkukaup sín vegna dreifitaps í útboð. Áttu eingöngu í viðskiptum við dótturfyr- irtæki. Viðskipti dreifiveitna vegna dreifitaps hlaupa á hundruðum milljóna króna á ári. Mikil leynd hefur hvílt yfir samningum. Sögðust geta beitt eigandavaldi Raforkulög gera ráð fyrir að flutningur og dreifing rafmagns sé háð einkaleyfum en að framleiðsla og sala rafmagns sé hverjum sem er heimil og þar með sé um samkeppnis- starfsemi að ræða. Þegar lögin voru innleidd árið 2003 þurftu raforkufyrirtæki að skilja sér- leyfishlutann og samkeppnis- hlutann að. Íslensk orkumiðlun gerði athugasemdir við málflutning RARIK um að dreifiveitan gæti „beitt eigandavaldi sínu“ yfir Orkusölunni til að útvega raforku vegna orkutaps. „Mér finnst ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi en svo að RARIK hafi beitt eigandavaldi til þess að niðurgreiða samkeppnishlut- ann með sérleyfisstarfseminni,“ segir Magnús. ✿ Umfang raforkukaupa dreifiveitna vegna dreifitaps árið 2017 1. RARIK 650 milljónir kr. 2. Norðurorka 29 milljónir kr. 3. Rafveita Reyðarfjarðar 19 milljónir kr. 4. Orkubú Vestfjarða 72 milljónir kr. 5. HS veitur 180 milljónir kr. 6. Veitur 227 milljónir kr. Við höfum ekki fundið dæmi um jafn umfangsmikil og vísvitandi brot á lögum um opinber innkaup. Magnús Júlíusson, framkvæmda- stjóri Íslenskrar orkumiðlunar Dreifiveitur kaupa reglulega rafmagn á raforkumarkaði á hverju ári til að mæta tapi í dreifikerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 502 milljónir króna var innri sala RARIK-samstæð- unnar árið 2018. Suðurhraun 1 | 210 Garðabæ | Sími: 59 50 300 | www.isafold.is Nammidagar (í prentsmiðjunni) Nói Siríus er eitt af fjölmörgum matvælafyrirtækjum sem treysta okkur fyrir því skemmtilega verkefni að framleiða umbúðir fyrir þeirra góðu vörur. Þannig eru flestir dagar nammidagar hjá okkur. 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.