Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 8 3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is Glæsileiki Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Skemmtileg jólavara! Finndu okkur á Engihjalli Vesturberg Arnarbakki Glæsibær Staðarberg VIÐSKIPTI Dreif iveitum er ekki heimilt að einskorða raforkukaup sín vegna orkutaps í dreifikerfi sínu við tengd félög heldur er þeim skylt að bjóða kaupin út. Þetta var niðurstaða kærunefndar útboðs- mála í máli sem var höfðað gegn dreifiveitunni RARIK en viðskipti af þessu tagi hlaupa á hundruðum milljóna króna á hverju ári. „Það hafa miklir fjármunir verið að f læða á milli þessara tengdu fyrirtækja sem áður voru eitt og sama fyrirtækið og við höfum ekki fundið dæmi um jafn umfangsmik- il og vísvitandi brot á lögum um opinber innkaup. Þarna er verið að losa um mjög umfangsmikil viðskipti sem mikil leynd hefur hvílt yfir,“ segir Magnús Júlíus- son, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar, sem höfðaði málið gegn RARIK. Dreifiveitur kaupa reglulega raf- magn á raforkumarkaði á hverju ári til að mæta orkutapi í dreifikerfinu. RARIK hefur eingöngu keypt raf- magnið af dótturfélaginu Orkusöl- unni, sem starfar á sama markaði og Íslensk orkumiðlun. Niðurstaða kærunefndar var sú að RARIK yrði að bjóða raforkukaupin út. „Þessi úrskurður hefur þá þýð- ingu að á dreifiveitum hvílir ótví- ræð skylda til að fara í útboð en það hefur allt verið reynt til þess að halda þessum viðskiptum innan- dyra. Með því að fara ekki í útboð eru dreifiveiturnar ekki að tryggja hagkvæmustu verð á hverjum tíma en kaupa þess í stað raforku af tengdum aðilum á uppsettum verðum,“ segir Magnús. „Það verð fer beint inn í gjaldskrá dreifiveitnanna sem gerir dreifi- kostnaðinn hærri en hann hefði þurft að vera. Á endanum eru það einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem borga brúsann fyrir þessa ólög- mætu háttsemi.“ Viðskipti RARIK og Orkusöl- unnar eru þó ekki einsdæmi. Allar dreifiveitur, að Veitum undan- skildum, hafa keypt rafmagn af tengdu félagi til að mæta dreifitapi án útboðs. Þá hefur Landsnet keypt raforku til að mæta tapi í f lutnings- kerfinu í gegnum útboðsferli um nokkurra ára skeið. – þfh / sjá Markaðinn Orkukaup um árabil í trássi við lög Dreifiveitunni RARIK er gert skylt að fara með raforkukaup sín vegna dreifitaps í útboð samkvæmt úrskurði kærunefndar. Áttu eingöngu í viðskiptum við dótturfyrirtækið. Viðskipti dreifiveitna vegna orkutaps í dreifikerfum nema hundruðum milljóna á ári. Á endanum eru það einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem borga brúsann fyrir þessa ólögmætu háttsemi. Magnús Júlíusson, framkvæmda- stjóri Íslenskrar orkumiðlunar NEYTENDUR „Það er mjög bagalegt ef bæði 25 prósenta stuðningurinn og lægri virðisaukaskattur er ekki að skila sér til neytenda,“ segir Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna. Opinberar aðgerð- ir til stuðnings b ó k a ú t g á f u v i r ð a s t e k k i hafa skilað sér í læg ra bóka- verði. Útgefandi hjá Bjarti Veröld segir heildsölu- verð bóka hafa verið óbreytt í nokkur ár. – khg / sjá síðu 4 Bækur á sama verði þrátt fyrir ríkisstuðning Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti í gær brotthvarf Haraldar Johannessen úr embætti ríkislögreglustjóra og nýtt lögregluráð með lögreglustjórum auk ríkislögreglu- stjóra. Kjartan Þor kels son, lögreglustjóri á Suðurlandi, verður ríkislögreglustjóri tímabundið. Áslaug Arna starfaði sem lögreglumaður hjá Kjartani 2015-2016. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Breki Karlsson. VIÐSKIPTI Stjórnendur Play bjóðast nú til að minnka hlutdeild sína í 30 prósent á móti 70 prósenta eignar- hlut þeirra fjárfesta sem fást til að leggja félaginu til um 1.700 milljónir í hlutafé. Fyrri áform gerðu ráð fyrir að fjárfestar eignuðust helmingshlut fyrir hlutafjárframlag sitt. Hlutafjársöfnun Play hefur gengið erfiðlega og í lok síðustu viku var kannaður áhugi fjárfesta á að leggja Play til fjármagn til næstu mánaða, samanlagt hundruð milljóna, með því að kaupa skuldabréf til skamms tíma af félaginu sem myndi bera 20-25 prósenta vexti. Tilgangurinn væri að tryggja Play nægjanlegt rekstrarfé fram á næsta ár á meðan unnið yrði að því að ljúka hlutafjár- söfnun. – hae / sjá Markaðinn Bjóðast til að minnka hlut sinn í Play 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.