Fréttablaðið - 10.12.2019, Page 8

Fréttablaðið - 10.12.2019, Page 8
G-rjómi geymist vel Laktósalaus G-rjómi er tilbúinn til notkunar þegar þér hentar. gottimatinn.is HEILBRIGÐISMÁL „Við reynum auð- vitað að vernda klíníska þjónustu og höfum stífari aðhaldsaðgerðir á stoðþjónustu. Þar að auki reynum við að nota starfsmannaveltu þar sem hægt er,“ segir Páll Matthías- son, forstjóri Landspítalans, um uppsagnir á starfsfólki spítalans. Í forstjórapistli sínum síðastlið- inn föstudag sagði Páll að aðhalds- aðgerðum og skipulagsbreytingum hefðu fylgt sársaukafullar uppsagn- ir á starfsfólki. Páll staðfestir að þar sé um fleiri starfsmenn að ræða en framkvæmdastjórana sem sagt var upp í sumar. „Við dreifum út hagræðingarkröf- unni og þá sérstaklega á stoðþjón- ustu. Síðan er það hvers yfirmanns að meta hvernig hann mætir henni. Hvort hann geri það með að ráða ekki í stað einhverra sem hætta, segja upp fólki jafnvel í einhverjum tilvikum eða grípa til annarra hag- ræðingaraðgerða.“ Hann segist ekki hafa tölur yfir þann fjölda sem sagt hefur verið upp. „Þegar fram í sækir munum við hafa þær tölur en það var okkar reynsla í hruninu að það þurfi að horfa á það hversu margir í raun hætta. Það er oft þannig að áður en þriggja mánaða uppsagnarfrestur- inn er liðinn er búið að bjóða fólki annað starf á spítalanum.“ Páll leggur áherslu á að rekstur flestra af hinum 200 einingum spít- alans gangi vel og sé í jafnvægi þótt auðvitað séu alltaf álagspunktar á vissum deildum. „Það er skiljanlegt að þegar við erum að hagræða, þótt við séum að reyna að verja klíníska starf- semi, taki það á. Við þurfum að beita aðhaldi í ýmsum þáttum sem snúa að launakjörum og umhverfi starfsfólks. Ég skynja það samt hjá mjög mörgum að fólk skilur mikil- vægi þess að við séum fjárhagslega sjálf bær.“ Þær aðgerðir sem farið hefur verið í eiga að skila tæplega millj- arði í sparnað á yfirstandandi ári og tæpum þremur milljörðum á næsta ári. Um tveir þriðju aðgerðanna snúist um launaliðinn enda séu laun um 70 prósent af kostnaði spítalans. Í nýrri skýrslu OECD um íslenska heilbrigðiskerfið kemur fram að framlög til kerfisins nemi 8,3 pró- sentum af vergri landsframleiðslu. Meðaltal OECD-ríkja er 8,8 prósent. Páll segir að sá samanburður segi kannski ekki alla söguna þar sem landsframleiðsla hafi aukist mikið. „En það er líka hægt að horfa til þeirrar fjárhæðar sem er varið á hvern íbúa. Þar erum við næst- neðst Norðurlanda, rétt fyrir ofan Finnland. Við erum samt í mjög litlu samfélagi þar sem mætti gera ráð fyrir að það væri ef eitthvað er dýrara að reka ýmislegt.“ Þjóðin sé að eldast sem muni leiða til vaxandi áskorana innan kerfisins á næstu áratugum. „Ef við ætlum að mæta þeim þörfum þarf að láta meira fé til heilbrigðismála. Þannig að verkefnið verður vænt- anlega á næstu áratugum annars vegar að reyna að reka þetta áfram á framúrskarandi hagkvæman hátt en hins vegar að finna leiðir til að láta stærri hluta af þjóðarkökunni renna til heilbrigðismála.“ sighvatur@frettabladid.is Umfang uppsagna liggur ekki fyrir Reynt er að vernda klíníska þjónustu með aðhaldsaðgerðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Forstjóri Landspítalans hefur enn ekki tölu yfir hversu mörgum hefur verið sagt upp á Land- spítalanum en reynt sé að nota starfsmanna- veltu til að milda áhrif- in. Aðhaldsaðgerðir sem snúi að launum og starfsumhverfi taki auðvitað á starfsfólk. Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák. NORDICPHOTOS/GETTY ÍÞRÓTTIR Draumaliðsleikurinn Fantasy Premier League nýtur mikilla vinsælda. Um sjö milljónir einstaklinga skráðu sig til leiks um heim allan. Hér á landi skemmta mörg þúsund Íslendingar sér við að velja lið fyrir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar og safna stig- um. Annar eins fjöldi Íslendinga skráði sig síðan til leiks en hætti f ljótlega að uppfæra liðið sitt eftir af leitt gengi. Vegleg verðlaun eru fyrir efstu sætin í leiknum en Íslendingar sem hugsa sér gott til glóðarinnar hafa eignast verðugan keppinaut, sjálfan heimsmeistarann í skák. Magnus Carlsen, sem margir telja besta skákmann sögunnar, hefur átt góðu gengi að fagna í leiknum vinsæla en hann situr í sjötta sæti leiksins þegar þessi orð eru skrifuð. Carlsen er mikill áhugamaður um knattspyrnu og eyðir drjúgum tíma í að fylgjast með ensku úrvals- deildinni. Uppáhaldsliðið hans er þó spænska stórliðið Real Madrid og sækir hann iðulega leiki liðsins heim sem heiðursgestur. Carlsen er stórstjarna í heima- landi sínu Noregi og hafa f jöl- miðlar ytra veitt gengi hans í Fan- tasy mikla athygli. Fyrst var greint frá því að hann væri í 162. sæti sem þóttu mikil tíðindi en síðan þá hefur heimsmeistarinn klifrað rólega upp listann. Í viðtölum hefur hann þó ekki viljað meina að mikil hugsun sé á bak við árangurinn heldur fyrst og fremst heppni. – bþ Heimsmeistarinn í skák nálgast toppinn í Fantasy-deildinni Magnus Carlsen er nú í 6. sæti af 7 milljónum. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.