Fréttablaðið - 10.12.2019, Page 14
FÓTBOLTI „Menn fóru í það fyrir
um hálfum mánuði síðan að taka á
þessum vanskilaskuldum við leik-
menn. Í dag er örlítið brot eftir af því
og það verður klárað fyrir jólin. Þá
getur FH sagt: Við skuldum engin
laun. En auðvitað er félagið ekki að
senda út tilkynningar um að það
skuldi ekki – það er bara eðlilegt að
skulda ekki laun. En þetta er búið
að vera þungt í nokkra mánuði og
menn kannski ekki nógu duglegir
að klára málin,“ segir Viðar Hall-
dórsson, formaður FH.
Í gær bárust fréttir af því að
barna- og unglingaráð knatt-
spyrnudeildar FH (BUR) hefði fyrr í
vikunni sagt sig frá öllum trúnaðar-
störfum fyrir knattspyrnudeildina
eftir að stjórn knattspyrnudeildar-
innar tók pening af reikningum sem
barna- og unglingaráð vildi ekki
lána. Fundað hefur verið um málið
og er unnið að sátt um ágreininginn.
Viðar segir að enginn peningur hafi
verið tekinn. „Þetta var lán, það var
ekki verið að taka neina peninga. En
þau sem voru í BUR vildu ekki lána
peninginn. Það var ágreiningur um
upphæðir. Smáar í mínum huga í
félagi sem hefur fjárstreymi upp á
einn og hálfan milljarð,“ segir Viðar.
Barna- og unglingaráð FH sendi
frá sér harðort bréf til foreldra. Þar
var sagt að ástæðan fyrir afsögn-
inni væri skoðanaágreiningur
við formann og framkvæmda-
stjórn knattspyrnudeildar og for-
mann félagsins, trúnaðarbrestur
og óásættanleg vinnubrögð þeirra
síðustu vikur. Nýrri tilkynning var
mildari þar sem talað var um að
verið væri að vinna sameiginlega að
sátt um ágreining aðila. Aðilar væru
staðráðnir í því að tryggja að starfið
fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara
haldist óbreytt.
Fjölmörg lið skulda
Fjármál FH hafa verið töluvert í
fréttum að undanförnu eftir að
Steven Lennon og Pétur Viðarsson
létu vita að þeir ættu inni laun.
Lennon birti mynd af syni sínum
á Instagram þar sem textinn var:
Sonur minn að leita að laununum
mínum, og Pétur Viðarsson sagði í
hlaðvarpsþættinum Fantasy Gand-
alf að vandamál FH hefðu auðveld-
að sér ákvörðun um að leggja skóna
á hilluna.
„Það þarf að fara í svona mál og
það var gert. Ég veit að fjölmörg
félög skulda leikmönnum laun,
hvort þau skulda jafn mikið veit ég
ekki, en fullt af félögum skulda laun
og hafa gert í lengri tíma. Það er ekk-
ert gaman að vita af því.“
Gert upp við leikmenn fyrir jól
Fjármál FH hafa verið í brennidepli frá lokum Pepsi-deildarinnar. Barna og unglingaráð sagði af sér eftir að félagið færði peninga
af reikningum til að greiða leikmönnum laun. Formaður félagsins og fyrrverandi formaður knattspyrnudeildarinnar fóru í málið.
Steven Lennon birti mynd af syni sínum á Instagram. Við myndina skrifaði Lennon að sonur hans væri að leita að laununum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Viðar Halldórsson sýnir hér uppbyggingarplön í Kaplakrika árið 2007.
Hann iðar í skinninu að skrifa undir eignaskiptasamning við Hafnarfjarð-
arbæ sem hefur legið á borði bæjarins síðan árið 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
6
milljónir voru fengnar að
láni frá barna og unglinga
ráði FH.
Ekki byrjað að byggja í gær
FH hefur verið að byggja við Kapla-
krika undanfarin ár og tekið í
notkun bæði Dverginn og nú Skess-
una. Kaplakriki er orðinn eitt glæsi-
legasta íþróttasvæði landsins. Það
hefur kostað sitt en frá 1. nóvem-
ber náði félagið samkomulagi við
bæinn um þessi mannvirki. Var
samningur þess efnis lagður til við
bæjarráð Hafnarfjarðar á síðasta
fundi ráðsins þann 5. desember.
Viðar segir að nú séu 25 þúsund fer-
metrar af húsnæði og mannvirki
upp á hundruð milljóna króna á
svæðinu. Það eina sem eigi eftir að
gera sé að skrifa undir eignaskipta-
samning. „Það er búið að vera mein-
ingin að klára þann samning síðan
2002 en góðir hlutir gerast hægt.
Með þeim samningi verður ljóst
hvað bærinn á og hvað FH á.
Sumir hafa sagt að ég hafi farið
þetta á hnefanum en ég neita því og
segi að ég hafi verið að verja hags-
muni FH og standa á rétti þess. Ég
er ánægður með að við náðum því
sem við lögðum af stað með og þetta
mun skipta máli. Ég held líka að ef
menn horfa á byggingarsögu Kapla-
krika og framsýni og dug þeirra sem
hana byrjuðu, þá séu þeirra gjörðir
varðar. Við byrjuðum ekkert í gær
að byggja í Kaplakrika þó margir í
pólitíkinni haldi það.“
benediktboas@frettabladid.is
LYFJAHNEYKSLI Alþjóðalyfjaeftir-
litið, WADA, dæmdi Rússland í gær
í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum
íþróttakeppnum. Búist var við
harðari refsingu en árin fjögur eru
lágmarksrefsing. Rússar hafa þrjár
vikur til að áfrýja málinu en þeir
þykja hafa sloppið vel samkvæmt
erlendum fréttum.
Það verður því enginn kepp-
andi undir merkjum Rússlands á
Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta
ári sem dæmi en þeir íþróttamenn
sem standast lyfjapróf mega keppa,
en þá undir hlutlausum merkjum.
Á Vetrarólympíuleikunum í fyrra
unnu rússneskir hlutlausir íþrótta-
menn 13 gullverðlaun sem dæmi.
Rússar geta ekki sent lið til
keppni á HM í Katar árið 2022 en
verða þó með á EM á næsta ári þar
sem keppt verður í Sankti Péturs-
borg meðal annars. Skilgreinir
WADA ekki UEFA og EM í fótbolta
sem stórmót. FIFA á eftir að taka
ákvörðun um hvort Rússum verði
hleypt inn í undankeppnina fyrir
HM í Katar sem rúllar af stað í mars
2021. Þá mun Rússland ekki keppa
undir merkjum Rússlands heldur
sem nafnlaust lið.
Alþjóðalyfjaeftirlitið tók þessa
ákvörðun þar sem rússneska lyfja-
eftirlitið var talið hafa átt við gögn
sem það sendi til Alþjóðalyfjaeftir-
litsins í janúar síðastliðnum.
Þeim gögnum urðu Rússarnir að
skila sem eftirfylgni vegna lyfja-
hneykslisins sem komst upp um
árið 2015.
Þá kom í ljós víðfeðm og skipu-
leg lyf jamisnotkun rússneskra
íþróttamanna á Ólympíuleikunum
sem haldnir voru í Sotsjí í Rúss-
landi árið 2014.
Í kjölfar þess voru rússneskir
íþróttamenn settir í þriggja ára
bann og meiri kröfur gerðar til
rússneska lyfjaeftirlitsins um að
skila inn gögnum til Alþjóðalyfja-
eftirlitsins. – bb
Rússar fengu lágmarksrefsingu
Brunað í Sotsjí árið 2014 á Vetrarólympíuleikum. Ári síðar kom skipulögð
lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna í ljós. NORDICPHOTOS/GETTY
1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT