Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2019, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 10.12.2019, Qupperneq 18
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Eva Laufey segir á allra færi að töfra fram réttina hennar. MYNDIR/HEIÐDÍS GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR Eldamennskan er eins og allt annað; ef maður sýnir henni ást og umhyggju þá er líklegt að útkoman verði stórgóð,“ segir Eva Laufey sem safnaði saman sínum eftirlætis uppskriftum um langa hríð í glænýja matreiðslubók sem ber nafnið Í eldhúsi Evu. Bókin er þriðja matreiðslubók Evu Laufeyjar. Í henni er að finna yfir hundrað uppskriftir girnilegra rétta fyrir öll tilefni en uppskrift- irnar eiga sameiginlegt að vera fjöl- breyttar og afar aðgengilegar. „Það er á allra færi að töfra rétt- ina fram. Hver einasta uppskrift á sérstakan stað í hjarta mínu og ég vona að þið njótið vel,“ segir Eva Laufey sem hér gefur lesendum æðislega uppskrift að heilnæmum og gómsætum fiskrétti sem er til- valið að gleðja bragðlaukana með á aðventunni. Fiskur er ekki bara bráðhollur heldur er hann einnig algjört lost- æti og segist Eva Laufey fá sér fisk að lágmarki tvisvar í viku. „Mér finnst algjör snilld hvað það er hægt að útbúa marga og góða rétti þar sem fiskur er í aðal- hlutverki. Þessi uppskrift er afar vinsæl á mínu heimili og mér finnst langbest að nota þorskhnakka í þennan rétt enda er hann á pari við flottustu steikur í heimi,“ segir Eva Laufey og gjörið svo vel: Þorskhnakki með pekanhnetukrönsi 800 g þorskur, roðlaus og bein- hreinsaður 4 msk. sýrður rjómi 150 g pekanhnetur 2 msk. steinselja 1 tsk. sítrónubörkur Safi úr ½ sítrónu 30 g parmesanostur Salt og pipar 2 tsk. tímían 2 hvítlauksrif Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt) Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar og smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesanost, salt, pipar, timían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki. Smyrjið maukinu yfir fiskinn og rífið niður parmesanostinn og sáldrið yfir fiskinn. Setjið hann í ofn í 25 mínútur við 180°C. Berið fram með ofnbökuðum kartöflum og kaldri jógúrtsósu. Köld jógúrtsósa 3 msk. sýrður rjómi 4 msk. grískt jógúrt 1 hvítlauksrif 20 g parmesanostur 1 tsk. sítrónubörkur Safi úr hálfri sítrónu Salt og pipar 1 msk. steinselja 1 tsk. hunang Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið þar til sósan er orðin létt og fín. Ofnbakaðar kartöflur með fetaosti og radísuspírum 600 g kartöflur 1 tsk. ferskt smátt skorið rós- marín 1 tsk. ferskt smátt skorið tímían 1 msk. smátt skorin fersk stein- selja Salt og pipar Ólífuolía 1 dl hreinn fetaostur Radísuspírur Skerið kartöf lurnar í litla báta og setjið í eldfast mót. Saxið niður ferskar kryddjurtir og blandið þeim vel saman við kartöf lurnar ásamt salti, pipar og ólífuolíu. Setjið inn í ofn við 180°C í 30 til 35 mínútur, eða þar til kartöf lurnar eru eldaðar í gegn. Rífið niður hreinan fetaost og setjið yfir kartöf lurnar þegar þær eru komnar út úr ofninum ásamt fersk- um radísu- spírum. Töfrandi þorskhnakkar Evu Þorskhnakki með pekanhnetukrönsi er bráðhollur og einstaklega bragðgóður fiskréttur . Matur er ekki bara matur í augum sælkerakokksins og sjónvarps- gyðjunnar Evu Laufeyjar Kjaran Her- mannsdóttur. Í hennar huga er matur sameiningartákn fjölskyldu og vina. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.