Fréttablaðið - 10.12.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 10.12.2019, Síða 24
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Þegar fólk er fast í umferðar-teppu er mjög algengt að finna til streitu. Ýmislegt getur farið úrskeiðis í akstri sem veldur hraðari hjartslætti og hækkun á blóðþrýstingi. Rann- sóknir benda til að streita í dag- legu lífi til langs tíma geti tekið sinn toll af heilsunni. Streita við akstur líkt og önnur streita er talin auka áhættu á bæði hjartasjúk- dómum og hjartaáfalli. Það eru þó til leiðir til að minnka streitu undir akstri og rannsóknir hafa sýnt fram á að eitt besta vopnið gegn streitu í umferðinni er tónlist. Í rannsókn frá því í október á þessu ári sem birtist í læknatíma- ritinu Complementary Therapies in Medicine skoðuðu rannsakend- urnir þau áhrif sem tónlist hefur á hjartað. Fimm heilbrigðar konur á aldrinum 18-23 ára voru rannsak- aðar. Stjórnandi rannsóknarinnar, Vito Engrácia Valenti, sagði að konur hefðu orðið fyrir valinu vegna þess að fyrri rannsóknir sýndu að konur eru næmari fyrir hljóðrænni örvun. Konurnar sem valdar voru til þátttöku voru ekki mjög reyndir bílstjórar. Þær keyrðu að meðaltali fjórum til átta sinnum í mánuði og höfðu eins til sjö ára reynslu af akstri. Ástæða þess að óvanir bílstjórar urðu fyrir valinu var að rannsakendurnir töldu að reyndir bílstjórar gætu betur höndlað streitu við akstur. Konurnar óku sömu leið með og án tónlistar í bílnum Konurnar voru beðnar að keyra sömu leið undir sömu kringum- stæðum sitthvorn daginn. Eini munurinn á bílferðunum var að seinni daginn hlustuðu þær á instrumental tónlist bílnum. Til að meta hvernig streita hafði áhrif á konurnar voru hjartsláttarmælar tengdir við brjóstkassann á þeim. Mælarnir voru notaðir til að hjart- sláttartíðni sem er það hversu oft hjartað slær á hverri mínútu. Þegar fólk er afslappað minnkar tíðnin en hún eykst við streitu. Rann- sóknin sýndi að þegar konurnar hlustuðu á tónlist við aksturinn lækkaði hjartsláttartíðni þeirra sem sýndi að þær voru afslappaðri. Samkvæmt dr. Valenti losar sympatíska taugakerfið adrenalín og nor-adrenalín út í blóðrásina þegar við lendum í streituvaldandi aðstæðum. Þegar það gerist aukast líkur á óvæntum dauðsföllum vegna streitu hjá fólki sem er í áhættuhópi fyrir hjartasjúkdóma. Læknar segja þekkt að þegar fólk verður fyrir gífurlegri streitu, til dæmis vegna missis náins aðstandenda, geti það leitt stækk- unar hjartans. Dr. Ragavendra Baliga, hjartalæknir við háskóla- sjúkrahús í Ohio í Bandaríkjunum, segir að það sé því ekki ólíklegt að minni streita geti líka haft áhrif á hjartað, en hjartað sé þó alla jafna fjótt að ná sér. Dr. Valenti sagði að þar sem streita við akstur er stór áhættu- þáttur fyrir skyndilega hjarta- sjúkdóma ætti þessi vísindalega sönnun á jákvæðum áhrifum tónlistar á hjartsláttartíðni að hvetja fólk til að hlusta á tónlist við akstur. Þó skiptir máli að velja tónlistina vel en rannsókn frá árinu 2017 bendir til þess að róleg klassísk tónlist sé líklegust til að hjálpa fólki að slaka á. Dr. Valenti segist hafa notað instrumental tónlist, sem er tónlist án söngs, í rannsóknina vegna þess að notkun tungumálsins í tónlist hafi mismunandi áhrif á fólk. Einnig bendir hann á að önnur rannsókn framkvæmd af sama teymi hafi sýnt að sama tónlist og notuð var í akstursrannsókninni hafi aukið jákvæð áhrif blóðþrýst- ingslækkandi lyfja. Það er því líklega mjög líklegt til árangurs að hlusta á rólega og sefandi tónlist þar sem manns- röddin kemur hvergi við sögu ef streitan gerir vart við sig í hvers- dagslegu amstri. Að hlusta á rólega tónlist minnkar streitu við akstur Það er mjög algengt að finna til streitu við akstur. Mikil streita hefur verið talin auka áhættu á bæði hjartasjúkdómum og hjartaáfalli. Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að það að hlusta á tónlist við akstur getur minnkað streituáhrif á hjartað. Best er að hlusta á rólega klassíska tónlist. Það er gott ráð að kveikja á útvarpinu finni fólk til streitu við akstur. Mikil streita eykur hjartsláttartíðni en tónlist getur lagað hana NORDICPHOTOS/GETTY Konurnar óku sömu leið sitthvorn daginn. Annan daginn hlustuðu þær á tónlist í bílnum hinn ekki. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is BÓKAJÓL Veglegt sérblað Fréttablaðsins um bækur kemur út 13. desember nk. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.