Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2019, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 19.12.2019, Qupperneq 32
Alvöru karlmenn notuðu pils. Þannig var það í Evrópu um aldaraðir. Forn- Grikkir álitu menn sem klæddust buxum vera villimenn af því erkióvinir þeirra persar gengu í buxum. Á 5. öld í Rómaveldi klæddust merkir menn kyrtlum og kjólum. Líkt og Grikkir álitu Rómverjar þá sem klæddust buxum vera villimenn eða þræla. Í aldaraðir þóttu buxur svívirðilegar. Viðhorf til buxna mildaðist samhliða því sem Rómaveldi óx. Að lokum vék hatrið á buxum fyrir hentug- leika. Buxur voru að mörgu leyti hentugri klæðnaður, sérstak- lega í stríði. Kjólar og pils þóttu of kaldur fatnaður þegar her- mennirnir þurftu að ferðast yfir 100 kílómetra á hestbaki. Þegar Rómaveldi féll urðu buxur hluti af einkennisbúningi hermannanna. Stríð yrðu ekki unnin nema í buxum. Það varð f ljótt ljóst þegar fyrsti riddarinn klæddist brynju. Án buxna skar málmurinn riddarann til blóðs og óeinangruð brynja frysti riddarann til dauða á veturna. Buxur voru því alger nauðsyn. Hárkollur, andlitspúður og silkisokkar ásamt háum hælum, hnébuxum og spænskum, mittis- síðum jakka sem endaði í pilsi, var í tísku meðal konungborinna karlmanna í Evrópu á 16.-19. öld. En þegar Loðvík XV var tekinn af lífi fóru karlmenn að fjarlægjast hinn kvenlega stíl konungsins. Byltingarmenn í Frakklandi klæddust aðallega nútímalegum síðbuxum án nokkurs skrauts. Á 19. öld við upphaf iðnbylt- ingarinnar lögðu karlmenn poka- buxur og pils á hilluna. Víður klæðnaður jók hættuna á slysum og dauðsföllum þar sem meiri líkur voru á að slík föt f læktust í vélunum með þeim af leiðingum að verkamennirnir festust og klemmdust. Síðastir til að henda kjólnum voru litlir strákar. Þeir klæddust blúndukjólum alveg fram til upphafs 20. aldar. Skírnarkjóll- inn er leifar af því þegar litlir strákar klæddust kjólum. Þrátt fyrir að mikill munur hafi verið á klæðnaði karla og kvenna í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. voru börn klædd í það sem taldist kynhlutlaus fatnaður fyrstu árin. Mæðurnar létu hárið á sonum sínum vaxa og klæddu þá í blún- dukjóla. Skipting bleyju var auð- veldari undir kjólnum auk þess sem auðveldara var fyrir börnin að klæða sig sjálf í kjóla en buxur á þeim tíma sem ekki var búið að uppgötva rennilása og smellur. Þegar drengir náðu 6-7 ára aldri urðu þeir opinberlega strákar. Hárið á þeim var klippt og þeir fengu buxur. Það var svo árið 1905 sem Freud setti fram kenningu sína um kynhneigð barna og það varð í tísku að endurspegla kyn barnsins með fötum strax frá fæðingu. Hins vegar var bleikur litur talinn strákalitur fram til 1950. Þegar karlmenn gengu í kjólum Pils voru lengi helsti klæðnaður karlmanna í Evrópu. En með tímanum viku pilsin fyrir buxum sem þóttu hagkvæmari flík en pilsið. Litlir drengir klæddust pilsum og kjólum allt fram á 20. öld. Franklin Roosevelt, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er hér í kjól með pífum á öxlunum. Ungir drengir og stúlkur um aldamótin 1900 klæddust því sem talið var kynhlutlaus fatnaður. Kjólar þóttu hentugir fyrir börn. Þegar riddarar fóru að klæðast brynju kom fljótt í ljós að buxur væru betri klæðnaður en pils í slíkum aðstæðum. NORDICPHOTOS/GETTY Skírnarkjóll á drengjum er leifar frá þeim tíma sem öll ungbörn notuðu kjól. Bleyjuskipting var auðveldari undir kjól en buxum. NORDICPHOTOS/GETTY Á tímum Loðvíks XV konungs gengu heldri menn gjarnan í silkisokkum og hælaskóm. Hárkollur og andlitspúður var líka vinsælt. NORDICPHOTOS/GETTY Grískur hermaður í pilsi. Grískir her- menn sem gegna ýmsum viðhafnar- störfum klæðast þessum búningi enn í dag. NORDICPHOTOS/GETTY Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.