Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 36

Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 36
T I M E L E S S G I F T S F O R H I M & H E R Sölustaðir: Meba Kringlunni og Smáralind, Jón & Óskar Kringlunni og Smáralind, Klukkan Hamraborg, GÞ Bankastræti, Halldór úrsmiður Glerártorgi, Karl R. Guðmundsson Selfossi, Michelsen Kringlunni, Klassík Egilstöðum. Ef þú ert að taka til í snyrtivörunum þínum skaltu athuga hvernig er best að farga þeim. Það þarf að flokka snyrtivörur eins og allt annað. Þegar naglalakk verður gamalt, orðið þykkt og leiðinlegt, lendir það oftast í ruslinu. Hins vegar má ekki henda því í ruslið því það á að fara í f lokkun undir spilliefni. Þangað fara líka spreybrúsar og ilmvötn. Á endurvinnslustöðvum eru gámar sem eru merktir spilliefnum og þangað skal naglalakkið fara. Best er að safna saman nokkrum hlutum sem eiga að fara í spilliefnagáminn og gera sér ferð á næstu endurvinnslustöð. Naglalakk er hættulegur úrgangur sem getur skaðað umhverfið og þess vegna fer það í spilliefnagáminn. Það sama á við um naglalakkseyði, þurr­ sjampó og alls kyns hársprey. Gott er að kynna sér hvernig best er að flokka gamlar snyrtivörur en það er hægt að gera inni á vef Sorpu. Naglalakkið fer í spilliefnagám Gamalt naglalakk á ekki að fara í ruslatunnuna. Saoirse Ronan og Florence Pugh voru smekklega klæddar í London. Tvær aðalleikkvennanna í myndinni Little Women sem frumsýnd var fyrr í mánuðin­ um voru flott klæddar í myndatöku sem fór fram í London á dögunum. Saoirse Ronan sem leikur Jo í myndinni, sem er áttunda kvik­ myndin sem gerð er eftir hinni klassísku skáldsögu frá árinu 1868, var klædd í brúna doppótta stutt­ buxnasamfellu og brúna stutterma kaðlapeysu yfir frá Michael Kors. Florence Pugh sem leikur yngstu systurina Amy var í svörtu pilsi og peysu frá Marco de Vincenzo. Myndin var frumsýnd á nýlistasafninu í New York þann 7. desember en fer í almennar sýningar í kvikmyndahúsum þar ytra um jólin. Samkvæmt upp­ lýsingum frá Kvikmyndir.is verða Íslendingar að bíða til 24. janúar til að sjá myndina. Smekklegar leikkonur Marilyn Monroe söng um að demantar væru bestu vinir stúlkna. Hvaða jólagjöf skyldi það vera sem hittir konur í hjarta­stað? Jú, það eru demantar. Demantar eru alltaf í tísku og passa við öll tilefni lífsins, bæði hvunn­ dags og spari. Þeir eru tímalaust skart sem erfist til næstu kynslóða og bæði fegurð þeirra og saga undirstrika að demantar eru eilífir. Þegar mönnum verður fóta­ skortur á tungunni sjá demantar um tjáninguna enda eru þeir þaulreynd leið til tjáningar ástar og aðdáunar, og ekkert segir „að eilífu“ eins og demantur. Það er svo engin fyrirstaða þótt kona eigi nú þegar demantshring, ­hálsmen eða ­eyrnalokka því konur geta aldrei átt of marga demanta og mögu­ leikarnir eru endalausir enda eru engir tveir demantar nákvæmlega eins og því mögnuð tilfinning að bera demant sem enginn önnur á eins. Demantar hæfa öllum aldri og eru ógleymanleg jólagjöf handa ást­ inni, mömmu, systur eða vinkonu; þeir fara vel við allar húðgerðir og húðliti. Sú stund þegar jólapakki með demanti er opnaður gleymist aldrei og minnir ætíð á þann sem gaf hann og ástina sem bjó að baki. Besti vinur kvenfólksins 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.