Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 49

Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 49
Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 19. DESEMBER 2019 Hvað? Afmælispartí Fischer Hvenær? 17.00-19.00 Hvar? Fischersund 3 Fischer, ilmhús og upplifunar- setur, býður öllum ilmgæðingum í afmælispartí. Hvað? Við kertaljós Hvenær? 18.00 Hvar? Bústaðakirkja Kór Bústaðakirkju flytur hátíðar- lög. Enginn aðgangseyrir. Hvað? Fundur um flugmál Hvenær? 12.00-14.00 Hvar? Hótel KEA Akureyri Staða Akureyrarflugvallar rædd. TÓNLIST Kammersveit Reykjavíkur Verk eftir Gallo, Pergolesi, Locatelli, Marcello, Vivaldi og Veracini. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 8. desember Einleikarar: Laufey Jensdóttir og Steiney Sigurðardóttir. Ef maður er staddur á kaffihúsi þá er ekki ólíklegt að Vivaldi sé á fóninum. Tónlist hans er orðin að klisju, hún er alltumlykjandi, eins konar tónrænt veggfóður; lyftutón- list heldra fólksins. Margt eftir Vivaldi var vissulega innblásið, eins og t.d. Árstíðirnar og Stabat Mater, en sellókonsertinn hans RV 415 í G-dúr, sem Steiney Sigurðardóttir lék ásamt Kammer- sveit Reykjavíkur á jólatónleikum sveit a r inna r í Norðu rljósu m í Hörpu, er ekki í þeim f lokki. Tónlistin rann vissulega ljúf lega niður, en laglínurnar voru fremur litlausar og í heild varð tónlistin aldrei sérlega áhugaverð. Skipti þá engu að einleikurinn var hinn glæsilegasti, bæði tær og yfirveg- aður, og kraftmikill þegar við átti. Steiney er greinilega frábær selló- leikari og það var unaður að hlusta á hana spila. Hröð tónahlaup léku í höndunum á henni, tónmótunin var fáguð og innileg. Gaman væri að heyra hana leika eitthvað bita- stæðara næst. Grípandi stemning Hinn einleikarinn á tónleikunum var Laufey Jensdóttir fiðluleikari og f lutti hún ásamt Kammersveit- inni konsert í B-dúr eftir sam- tíðarmann Vivaldis, Pergolesi. Þekktasta verk hans ber heitið Stabat Mater, rétt eins og áður- nefnd tónsmíð Vivaldis, og hefur hún hljómað oftar en einu sinni á tónleikum. Hún er páskatengd, tónræn hugleiðing um þjáningu og endurlausn. Fiðlukonsertinn sem nú var leikinn var talsvert léttúðugri, laglínurnar voru fal- legar og stemningin grípandi. Laufey er magnaður fiðluleikari og hún lék af gríðarlegri fagmennsku, nákvæmni og innlifun. Útkoman var einfaldlega dásamleg. Kammersveitin sjálf var líka með allt á hreinu, en leiðari hennar var Una Sveinbjarnardóttir fiðluleik- ari. Fiðlur, víólur, selló, bassi og semball voru akkúrat og blönduð- ust saman á einstaklega smekk- legan máta. Túlkunin var ávallt fyllilega í anda barokksins, sem var leiðarstef tónleikanna. Mörgum þykir barokktónlist jólaleg, enda er hún gjarnan hátíðleg og glaðleg í senn. Það átti við um alla dag- skrána, sem samanstóð auk ein- leikskonsertanna af La Cetra nr. 2 eftir Marcello, tríósónötu nr. 1 eftir Gallo, konsert nr. 11 eftir Loca- telli og forleik nr. 6 eftir Veracini. Í hinum síðastnefnda bættust tvö óbó við heildarmyndina, sem varð fyrir bragðið enn tignarlegri og bjartari og afar ánægjuleg að upp- lifa. Þetta voru f lottir tónleikar. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Framúrskarandi flutningur á hátíðlegri, en um leið fjörugri barokktónlist. Fagmennska, nákvæmni og innlifun Kammersveit Reykjavíkur var með allt á hreinu á tónleikum í Hörpu. Camerarctica leikur Mozart. Fy rstu ker t aljósatónleikar Camera rct ica a f fer nu m verða í kvöld í Hafnarfjarðar- kirkju klukkan 21. Hinir verða í Kópavogskirkju, Garðakirkju og Dómkirkjunni. Þetta er 27. árið og tónlist Mozarts leikin að vanda. Meðal verka er strengjakvartett sem Ármann Helgason, klarínettu- leikari hópsins, segir Mozart hafa samið sextán ára gamall. „Þá dvaldi hann á Norður-Ítalíu og samdi sex strengjakvartetta, alla létta, sól- ríka og leikandi, með angurværum hægum þætti. Sá sem við spilum er k160, þannig að þarna er hann búinn að semja 160 verk – algert séní. En klarínettukvintettinn frá síðustu æviárunum höfum við oft f lutt áður, enda er hann alger himnasending og eilífur brunnur að sækja í. Það er gott fyrir bæði okkur og áheyrendur að ganga að einhverju vísu, því margir koma á tónleikana ár eftir ár.“ Aðgangseyrir er kr. 3.500, og kr. 2.500 fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. –gun Kyrrð, Mozart og kertaljós Jólagjöfin í ár. Vitamix Ascent Verð frá 94.999 Vitamix Ascent serían á sér enga jafningja. Mylja alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Nýtt útlit og öflugri mótor. Með 2 lítra könnu með öryggisloki sem þolir þvott í þvottavél. 10 ára ábyrgð. Kælitækni ehf. Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is 25% afsláttur af auka könnum M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 35F I M M T U D A G U R 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.