Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2019, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 19.12.2019, Qupperneq 49
Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 19. DESEMBER 2019 Hvað? Afmælispartí Fischer Hvenær? 17.00-19.00 Hvar? Fischersund 3 Fischer, ilmhús og upplifunar- setur, býður öllum ilmgæðingum í afmælispartí. Hvað? Við kertaljós Hvenær? 18.00 Hvar? Bústaðakirkja Kór Bústaðakirkju flytur hátíðar- lög. Enginn aðgangseyrir. Hvað? Fundur um flugmál Hvenær? 12.00-14.00 Hvar? Hótel KEA Akureyri Staða Akureyrarflugvallar rædd. TÓNLIST Kammersveit Reykjavíkur Verk eftir Gallo, Pergolesi, Locatelli, Marcello, Vivaldi og Veracini. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 8. desember Einleikarar: Laufey Jensdóttir og Steiney Sigurðardóttir. Ef maður er staddur á kaffihúsi þá er ekki ólíklegt að Vivaldi sé á fóninum. Tónlist hans er orðin að klisju, hún er alltumlykjandi, eins konar tónrænt veggfóður; lyftutón- list heldra fólksins. Margt eftir Vivaldi var vissulega innblásið, eins og t.d. Árstíðirnar og Stabat Mater, en sellókonsertinn hans RV 415 í G-dúr, sem Steiney Sigurðardóttir lék ásamt Kammer- sveit Reykjavíkur á jólatónleikum sveit a r inna r í Norðu rljósu m í Hörpu, er ekki í þeim f lokki. Tónlistin rann vissulega ljúf lega niður, en laglínurnar voru fremur litlausar og í heild varð tónlistin aldrei sérlega áhugaverð. Skipti þá engu að einleikurinn var hinn glæsilegasti, bæði tær og yfirveg- aður, og kraftmikill þegar við átti. Steiney er greinilega frábær selló- leikari og það var unaður að hlusta á hana spila. Hröð tónahlaup léku í höndunum á henni, tónmótunin var fáguð og innileg. Gaman væri að heyra hana leika eitthvað bita- stæðara næst. Grípandi stemning Hinn einleikarinn á tónleikunum var Laufey Jensdóttir fiðluleikari og f lutti hún ásamt Kammersveit- inni konsert í B-dúr eftir sam- tíðarmann Vivaldis, Pergolesi. Þekktasta verk hans ber heitið Stabat Mater, rétt eins og áður- nefnd tónsmíð Vivaldis, og hefur hún hljómað oftar en einu sinni á tónleikum. Hún er páskatengd, tónræn hugleiðing um þjáningu og endurlausn. Fiðlukonsertinn sem nú var leikinn var talsvert léttúðugri, laglínurnar voru fal- legar og stemningin grípandi. Laufey er magnaður fiðluleikari og hún lék af gríðarlegri fagmennsku, nákvæmni og innlifun. Útkoman var einfaldlega dásamleg. Kammersveitin sjálf var líka með allt á hreinu, en leiðari hennar var Una Sveinbjarnardóttir fiðluleik- ari. Fiðlur, víólur, selló, bassi og semball voru akkúrat og blönduð- ust saman á einstaklega smekk- legan máta. Túlkunin var ávallt fyllilega í anda barokksins, sem var leiðarstef tónleikanna. Mörgum þykir barokktónlist jólaleg, enda er hún gjarnan hátíðleg og glaðleg í senn. Það átti við um alla dag- skrána, sem samanstóð auk ein- leikskonsertanna af La Cetra nr. 2 eftir Marcello, tríósónötu nr. 1 eftir Gallo, konsert nr. 11 eftir Loca- telli og forleik nr. 6 eftir Veracini. Í hinum síðastnefnda bættust tvö óbó við heildarmyndina, sem varð fyrir bragðið enn tignarlegri og bjartari og afar ánægjuleg að upp- lifa. Þetta voru f lottir tónleikar. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Framúrskarandi flutningur á hátíðlegri, en um leið fjörugri barokktónlist. Fagmennska, nákvæmni og innlifun Kammersveit Reykjavíkur var með allt á hreinu á tónleikum í Hörpu. Camerarctica leikur Mozart. Fy rstu ker t aljósatónleikar Camera rct ica a f fer nu m verða í kvöld í Hafnarfjarðar- kirkju klukkan 21. Hinir verða í Kópavogskirkju, Garðakirkju og Dómkirkjunni. Þetta er 27. árið og tónlist Mozarts leikin að vanda. Meðal verka er strengjakvartett sem Ármann Helgason, klarínettu- leikari hópsins, segir Mozart hafa samið sextán ára gamall. „Þá dvaldi hann á Norður-Ítalíu og samdi sex strengjakvartetta, alla létta, sól- ríka og leikandi, með angurværum hægum þætti. Sá sem við spilum er k160, þannig að þarna er hann búinn að semja 160 verk – algert séní. En klarínettukvintettinn frá síðustu æviárunum höfum við oft f lutt áður, enda er hann alger himnasending og eilífur brunnur að sækja í. Það er gott fyrir bæði okkur og áheyrendur að ganga að einhverju vísu, því margir koma á tónleikana ár eftir ár.“ Aðgangseyrir er kr. 3.500, og kr. 2.500 fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. –gun Kyrrð, Mozart og kertaljós Jólagjöfin í ár. Vitamix Ascent Verð frá 94.999 Vitamix Ascent serían á sér enga jafningja. Mylja alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Nýtt útlit og öflugri mótor. Með 2 lítra könnu með öryggisloki sem þolir þvott í þvottavél. 10 ára ábyrgð. Kælitækni ehf. Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is 25% afsláttur af auka könnum M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 35F I M M T U D A G U R 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.