Fréttablaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 56
Eðli málsins samkvæmt er kvikmyndagagnrýn-andinn alltaf bölvað fífl þar sem hann hrærist í heimi þar sem allt er afstætt. Gæði hugverka verða aldrei metin með reglustik- um, gráðubogum og öðrum sálar- lausum mælitækjum þannig að rýn- irinn engist eins og sturlaður maður í guðlausum heimi þeirrar sérkenni- legu þversagnar að hann hefur aldr- ei rétt fyrir sér en hins vegar alltaf rangt fyrir sér. Vefjist þetta fyrir einhverjum er þeim hinum sömu ráðlagt að gefa virkum í athuga- semdum gaum þegar dómar um nýjustu Star Wars-myndina birtast. Starf gagnrýnandans er þó alltaf sturlaðast þegar íslenskar bíó- myndir eru annars vegar. Ef færri en fjórum stjörnum er útdeilt er það til marks um að rýnirinn sé ryðgaður á sálinni, beiskur, bitur og fatti ekki neitt. Sennilega er honum í nöp við leikstjórann eða einhvern leikarann. Ekki tekur heldur betra við þegar gagnrýnandinn verður fyrir því óláni að hrífast af íslenskri kvik- mynd og sáldrar yfir hana stjörnum af sama ákafa og hann saltar fransk- ar McCain-kartöflur. Rangur misskilningur Þegar k vikmyndagerðar fólkið gleðst, væntanlega í þeirri frómu trú að hrósið sé verðskuldað en ekki kreist fram í meðvirkni, ganga óstöðugir og virkir í alvisku af göfl- unum og skrifa stjörnuregnið á fámennið á Íslandi og ótta rýnisins við að þurfa að sætta sig við blokk- eringar á Facebook og líkamsárásir á knæpum Reykjavíkurþorps. Árið sem er að líða var því annus horribilis fyrir kvikmyndagagn- rýnanda Fréttablaðsins svo ekki sé fastar að orði kveðið þar sem það er vonlaust að halda kúlinu þegar íslenskt kvikmyndagerðar- fólk, konur fyrst og fremst að þessu sinni, dæla hágæðamyndum í kvikmyndahús eins og enginn sé morgun dagurinn. Án alls gríns og meðvirkni þá standa þessar myndir ársins 2019 bara alveg undir sínum stjörnu- himni og engin ástæða til þess að leiðrétta bókhaldið við vörutaln- ingu áramótanna. Fullt hús af drama á Skaganum Þegar rýnt er í stjörnukort ársins þá skína leikstjórinn Silja Hauksdóttir og fylgihnettir hennar skærast með fullt hús af dramatík og hugvekjum um lífið, tilveruna og þann f ljót- andi kjarna sem svellur í brjóstum hverrar manneskju með misjöfnum afleiðingum. Agnes Joy gat ekki fengið annað en fimm stjörnur og ég tel mig ekki þurfa að rökstyðja það með öðru en að vitna í mína eigin niðurstöðu sem birtist á þessari síðu í október: „Agnes Joy er svo of boðslega góð kvikmynd. Einföld og látlaus en samt svo yfirþyrmandi víðfeðm og djúp að mann skortir eiginlega orð. Frábær.“ Auðvitað skortir mig samt aldrei orð og þess vegna er líka bara farsælla að lesa textann frekar en stjörnurnar sem eru vitaskuld ekki tommustokkur. Oftast segjum við nefnilega miklu meira en stjörn- urnar eins og í þessu tilfelli undir Góðæri hins glataða gagnrýnanda Bíóárið 2019 var öllum gott á Íslandi nema helst gagnrýnendum sem eru fangar fastir í þeirri þversögn að stjörnufjöldi íslenskra mynda ræður því hvort þeir eru illa innrættar skepnur eða meðvirkir aumingjar. fyrirsögninni Sálarháski hversdags- leikans: „Agnes Joy hverf ist fyrst og fremst um þau óbærilegu ósköp að vera manneskja. Þetta er ekki aðeins saga persónanna þar sem í myndinni koma saman ótal litlar, sorglegar og fyndnar dæmisögur um meðvirkni, sligandi stjórnsemi, kvíða, traust, vantraust og nánast fullkomlega vonlaust foreldrahlut- verkið þar sem tilfinningarnar og tilhneiging til ofverndunar snúast sorglega oft upp í andhverfu sína. Það er hægara sagt en gert að koma öllum þessum tilfinninga- flækjum til skila þannig að áhorf- endur sökkvi ekki í hyldjúpt þung- lyndi eða hreinlega drepist úr leiðindum við að spegla sjálfa sig og samferðafólk í persónum sem eru einhvern veginn hver um sig og í samskiptum óþolandi summa okkar allra.“ Gagnkvæmt traust Íslenska bíóárið 2012 hófst í febrúar þegar Tryggð, ein besta mynd þessa árs, læddi sér hógvær í kvikmynda- hús á meðan saltsjokkeraður mann- skapurinn ók sér enn í jólaspikinu á hlaupabrettunum. Ásthildur Kjartansdóttir gerði Tryggð af látlausri natni upp úr skáldsögunni Tryggðarpanti eftir Auði Jónsdóttur þannig að niður- staðan var fjórar stjörnur og: „Falleg en átakanleg bíómynd sem á brýnt erindi við íslenskan samtíma og okkur öll. Mynd sem er ekki síður mikilvægt að allir sjái en Lof mér að falla. Við erum öll ein fjölskylda. Er þetta eitthvað flókið?“ Þetta var síðan ítrekað með hvatningu: „Tryggð er falleg, fanta- vel leikin en átakanleg bíómynd sem á brýnt erindi við íslenskan samtíma og okkur öll. Drífa sig í bíó!“ Pæling að eyða kannski minni tíma og orku í að sálgreina gagn- rýnandann og drífa sig bara í bíó. Á mínum tuttugu árum í þessum hrakningum hef ég ítrekað orðið var við að lítið orsakasamhengi er milli dóma og aðsóknar. Samt má alveg stundum treysta okkur. Spegilbrot sjálfsmynda Kv ik my ndagerðarkonu r vor u áberandi frekar til fjörsins í ár og ég held að það sé ekkert á karlana eða þeirra ágætu myndir hallað þótt konunum sé að miklu leyti eignaður heiðurinn af því hversu þétt, jafnt og ánægjulega gott þetta bíóár var í raun. Við þurfum ekkert að vera ýmist frá Mars eða Venus til þess að skynja frekar en sjá að konur gera öðruvísi bíómyndir og það er svo gott þegar eitthvað öðruvísi kemur í bíó. Rúnar Rúnarsson verður að vísu seint sakaður um að gera venjulegar myndir og hann kláraði þetta góð- æri með undarlega heillandi furðu- verki. Upplifun þegar hann gefur „fullkominn skít í hefðbundinn frásagnarhátt og ævafornar reglur Aristótelesar í þeim efnum með djarfri tilraun sem gerir talsverðar kröfur til áhorfenda sem uppskera ríkulega ef þeir nenna að leggja sitt af mörkum til verksins.“ Fjórar stjörnur fóru á þessa mósaík mynd í 58 spegilbrotum sjálfsmynda okkar þar sem alls konar fólk, á öllum aldri, úr ýmsum áttum, eitthvað um 350 manns, myndaði aðalpersónu myndarinn- ar, samfélagið sjálft. Þegar maður á lífsblóm … Hlynur Pálmason fór ekki heldur troðnar slóðir með áhorfendur í Hvítum, hvítum degi og gerði einn- ig kröfur til þeirra þótt haldreipin væru kunnuglegri í þó að vissu leyti draumkenndri martröð hverfandi staðalmyndar hins alíslenska karl- manns. Soldið eitraður svona, en vel meinandi. Ingvar E. Sigurðsson vinnur enn einn leiksigurinn sem bergmál vonlausa frumkarlmanns- ins sem kenndi sig við Sumarhús. Hvítur, hvítur dagur er stemn- ingsmynd sem nagar sig hægt og bítandi en af sívaxandi þunga djúpt í vitund áhorfenda. Hún er dálítið bara eins og lífið sjálft. Ljót, falleg, átakanleg og á köf lum fyndin en þyngstur er slagkrafturinn í dásam- legum samleik Ingvars Sigurðs- sonar og hinnar ungu Ídu Mekkínar Hlynsdóttur. Fjórar. En ekki hvað? Góðir Framsóknarmenn? Grímur Hákonarson er leikstjóri með stíl og í Héraðinu brá hann skemmtilega á leik og krækti í enn eina fjarkakippuna með lítilli sögu sem er lyginni líkust en fer um leið sorglega nærri kunnuglegum, nöpr- um, íslenskum raunveruleika og er þannig helvíti hressileg hugvekja í öllum sínum einfaldleika. Arndís Hrönn Egilsdóttir er prímusmótorinn sem knýr þessa baráttusögu sterkrar bóndakonu við ofuref li kaupfélagsveldisins áfram af ótrúlegum krafti og áreynslulausum stórleik þannig að lúmskt fyndin tragikómedía úr al- íslenskum raunveruleika springur út í dæmisögu sem á við alls staðar á öllum tímum. toti@frettabladid.is 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.