Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 4
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF Í tilefni af þriggja ára afmæli Jeep® umboðsins á Íslandi bjóðum við Jeep® Compass Limited hlaðna lúxusbúnaði á ótrúlegu tilboðsverði • Leðurinnrétting með rafdrifnum sætum • Leðurklætt aðgerðarstýri • Rafdrifin opnun á afturhlera • Hiti í stýri og framsætum • Íslenskt leiðsögukerfi • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Alpine hljómflutningstæki með bassaboxi • Sjálfvirk tveggja svæða miðstöð með loftkælingu • Aðfellanlegir og upphitaðir hliðarspeglar • Bluetooth til að streyma tónlist og síma • Svart þak • 140 hö. diesel, 9 gíra sjálfskipting • Select-Terrain fjórhjóladrif með 4 drifstillingum • Bakkmyndavél • Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan • Árekstrarvari • LED dagljós og LED afturljós • 18” álfelgur • Blindhorns- og akreinavari • Fjarlægðarstillur hraðastillir • Leggur sjálfur í stæði JEEP® COMPASS LIMITED jeep.is FULLT VERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.424.000 KR. - TILBOÐ: 5.990.000 KR. TAKMARKA Ð MAGN 5.990.000 kr. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi greiddi einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn skipulags- breytingu til að hægt sé að byggja sam- býli fyrir fatlaða við Kirkjubraut. „Ég er á þeirri skoðun að ekki hafi verið gætt meðalhófs gagnvart húseigendum við Kirkjubraut og því greiddi ég atkvæði gegn til- lögunni,“ segir Ásgerður. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður krefst þess í kæru til nefndar um dómara- störf að nafngreindur dómari verði áminntur fyrir ákvörðun sem Sveinn Andri segir bæði ámælis- verða og ólögmæta og byggða á persónulegri andúð. Kæran lýtur að aðfinnslum dómarans við þóknun sem Sveinn Andri ráðstafaði til sín sem skiptastjóra þrotabús. Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður hefur gert myndverk um Samherjamál- ið sem hann kveður smell- passa á gaf l stjórnarráðsins. „Ég vildi gera mitt til þess að sá verknaður verði sem lengst í minnum hafður og málaði því mynd sem í eina tíð hefði verið sagt að væri „kjörin til stækkunar“,“ segir Þrándur. 660 þúsund krónur á mánuði er meðaltal heildarlauna hjá félagsmönnum í VR. 300 þúsund laxar eru taldir hafa sloppið úr eldiskví- um í Noregi á þessu ári. 340 milljóna króna styrkur var veittur úr sjóði nýsköpunarnefndar Evrópusambandsins til íslenska frumlyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals. 200 kílóa lóð voru í vikunni til sölu hjá Neytendastofu sem óskaði tilboða. 128.793 bjuggu í Reykjavík í upphafi ársins 2019. TÖLUR VIKUNNAR 15.12. 2019 TIL 21.12. 2019 200kg Þrjú í fréttum Sambýli, Sveinn Andri og Samherji SKIPULAGSMÁL Ekki var byggt á nægjanlegum gögnum áður en Skipulagsstofnun ákvað að kláfur upp á Skálafell með tilheyrandi byggingum þyrfti að fara í mat á umhverf isáhrifum. Úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála hefur því fellt ákvörðunina úr gildi. Sagt var frá áformunum um kláfinn í Fréttablaðinu 28. ágúst 2017. Þar kom fram að Verkfræði- stofan Mannvit fyrir hönd Þór- dísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, væri að skoða möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. Þá er rætt um allt að tvö þúsund fermetra þjónustu- miðstöð við bílastæði þaðan sem kláfurinn á að fara um tveggja kíló- metra leið upp á topp fjallsins. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri til að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnaði Skipulagsstofnun í erindi frá Mann- viti. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekk- ur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitinga- staðar, samtengt toppstöð kláfsins.“ Að því er fram kemur í úrskurð- inum leitaði Skipulagsstofnun umsagnar ýmissa aðila. Enginn þeirra taldi að framkvæmdin þyrfti í mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun sé hins vegar ekki bundin af slíkum umsögnum. „Sé niðurstaða stofnunarinnar að verulegu leyti frábrugðin umsögn- um sérfræði stjórnvalda verður þó að gera ríkari kröfur til rannsóknar og rökstuðnings hennar fyrir því að framkvæmd geti haft í för með sér svo umtalsverð umhverfisáhrif,“ segir í úrskurðinum. Hefði Skipu- lagsstofnun átt að fá umsögn Vega- gerðarinnar um aukningu umferðar og umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna mats á áhrifum á vist- gerðir. „Telur úrskurðarnefndin að rök- stuðningi hinnar kærðu ákvörð- unar um matsskyldu sé svo áfátt að af honum verði ekki ráðið að framkvæmdin geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, enda aflaði Skipulagsstofnun ekki fullnægjandi gagna til að hún gæti komist að þeirri niðurstöðu. Leiða annmarkar þessir til ógildingar ákvörðunarinnar,“ segir í úrskurð- inum. Það er einkahlutafélagið Skálafell Panorama sem stendur að kláfs- málinu. Að baki félaginu eru sagðir vera eigendur Stardals ásamt fleiri aðilum. gar@frettabladid.is Kvöð um umhverfismat vegna kláfs í Skálafelli fallin úr gildi Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fara þyrfti með fyrirhugaðan kláf í Skálafelli í umhverfismat hefur verið felld úr gildi eftir kæru Skálafells Panorama ehf. Úrskurðarnefnd segir Skipulagstofnun ekki hafa aflað fullnægjandi gagna. Kláfurinn á að liggja tveggja kílómetra leið að veitingastað á toppi Skálafells. Séð úr Reykjavík yfir Viðeyjarsund til Skálafells. Víðsýnt er af fjallinu yfir höfuðborgarsvæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skíðasvæði hefur verið í Skálafelli frá 1959 og á toppi fjallsins eru þegar tvö hús og fjarskiptamastur. 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.