Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 4
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
Í tilefni af þriggja ára afmæli Jeep® umboðsins á Íslandi bjóðum við
Jeep® Compass Limited hlaðna lúxusbúnaði á ótrúlegu tilboðsverði
• Leðurinnrétting með rafdrifnum sætum
• Leðurklætt aðgerðarstýri
• Rafdrifin opnun á afturhlera
• Hiti í stýri og framsætum
• Íslenskt leiðsögukerfi
• 8,4” upplýsinga- og snertiskjár
• Alpine hljómflutningstæki með bassaboxi
• Sjálfvirk tveggja svæða miðstöð með
loftkælingu
• Aðfellanlegir og upphitaðir hliðarspeglar
• Bluetooth til að streyma tónlist og síma
• Svart þak
• 140 hö. diesel, 9 gíra sjálfskipting
• Select-Terrain fjórhjóladrif með 4
drifstillingum
• Bakkmyndavél
• Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan
• Árekstrarvari
• LED dagljós og LED afturljós
• 18” álfelgur
• Blindhorns- og akreinavari
• Fjarlægðarstillur hraðastillir
• Leggur sjálfur í stæði
JEEP® COMPASS LIMITED
jeep.is
FULLT VERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.424.000 KR. - TILBOÐ: 5.990.000 KR.
TAKMARKA
Ð MAGN
5.990.000
kr.
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
Ásgerður Halldórsdóttir
bæjarstjóri á Seltjarnarnesi
greiddi einn
bæjarfulltrúa
atkvæði gegn
skipulags-
breytingu til
að hægt sé að
byggja sam-
býli fyrir fatlaða
við Kirkjubraut. „Ég
er á þeirri skoðun að ekki hafi
verið gætt meðalhófs gagnvart
húseigendum við Kirkjubraut og
því greiddi ég atkvæði gegn til-
lögunni,“ segir Ásgerður.
Sveinn Andri Sveinsson
lögmaður
krefst þess í kæru
til nefndar
um dómara-
störf að
nafngreindur
dómari verði
áminntur fyrir
ákvörðun sem
Sveinn Andri segir bæði ámælis-
verða og ólögmæta og byggða
á persónulegri andúð. Kæran
lýtur að aðfinnslum dómarans
við þóknun sem Sveinn Andri
ráðstafaði til sín sem skiptastjóra
þrotabús.
Þrándur Þórarinsson
myndlistarmaður
hefur gert
myndverk um
Samherjamál-
ið sem hann
kveður smell-
passa á gaf l
stjórnarráðsins.
„Ég vildi gera mitt
til þess að sá verknaður verði
sem lengst í minnum hafður og
málaði því mynd sem í eina tíð
hefði verið sagt að væri „kjörin
til stækkunar“,“ segir Þrándur.
660
þúsund krónur á mánuði
er meðaltal heildarlauna
hjá félagsmönnum í VR.
300
þúsund laxar eru taldir
hafa sloppið úr eldiskví-
um í Noregi á þessu ári.
340
milljóna króna styrkur var veittur
úr sjóði nýsköpunarnefndar
Evrópusambandsins til íslenska
frumlyfjaþróunarfyrirtækisins
EpiEndo Pharmaceuticals.
200
kílóa lóð voru í vikunni til
sölu hjá Neytendastofu
sem óskaði tilboða.
128.793
bjuggu í Reykjavík í upphafi
ársins 2019.
TÖLUR VIKUNNAR 15.12. 2019 TIL 21.12. 2019
200kg
Þrjú í fréttum
Sambýli,
Sveinn Andri
og Samherji
SKIPULAGSMÁL Ekki var byggt á
nægjanlegum gögnum áður en
Skipulagsstofnun ákvað að kláfur
upp á Skálafell með tilheyrandi
byggingum þyrfti að fara í mat á
umhverf isáhrifum. Úrskurðar-
nefnd umhverfis- og auðlindamála
hefur því fellt ákvörðunina úr gildi.
Sagt var frá áformunum um
kláfinn í Fréttablaðinu 28. ágúst
2017. Þar kom fram að Verkfræði-
stofan Mannvit fyrir hönd Þór-
dísar Jóhannesdóttur, eiganda
jarðarinnar Stardals, væri að skoða
möguleika á því að koma fyrir kláfi
á Skálafelli og byggja veitingastað
ofan á fjallinu. Þá er rætt um allt
að tvö þúsund fermetra þjónustu-
miðstöð við bílastæði þaðan sem
kláfurinn á að fara um tveggja kíló-
metra leið upp á topp fjallsins.
„Tilgangur með uppsetningu
kláfs á Skálafelli er að gefa fólki
tækifæri til að komast upp á tind
fjallsins og njóta þess þar hversu
víðsýnt er til allra átta,“ vitnaði
Skipulagsstofnun í erindi frá Mann-
viti. „Þá mun kláfurinn einnig gegna
hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar
nægur snjór er í fjallinu en þannig
fengjust talsvert lengri skíðabrekk-
ur en svæðið býður upp á í dag. Á
toppi Skálafells er gert ráð fyrir
móttöku ferðamanna auk veitinga-
staðar, samtengt toppstöð kláfsins.“
Að því er fram kemur í úrskurð-
inum leitaði Skipulagsstofnun
umsagnar ýmissa aðila. Enginn
þeirra taldi að framkvæmdin
þyrfti í mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun sé hins vegar ekki
bundin af slíkum umsögnum.
„Sé niðurstaða stofnunarinnar að
verulegu leyti frábrugðin umsögn-
um sérfræði stjórnvalda verður þó
að gera ríkari kröfur til rannsóknar
og rökstuðnings hennar fyrir því að
framkvæmd geti haft í för með sér
svo umtalsverð umhverfisáhrif,“
segir í úrskurðinum. Hefði Skipu-
lagsstofnun átt að fá umsögn Vega-
gerðarinnar um aukningu umferðar
og umsögn Náttúrufræðistofnunar
Íslands vegna mats á áhrifum á vist-
gerðir.
„Telur úrskurðarnefndin að rök-
stuðningi hinnar kærðu ákvörð-
unar um matsskyldu sé svo áfátt
að af honum verði ekki ráðið að
framkvæmdin geti haft í för með
sér umtalsverð umhverfisáhrif,
enda aflaði Skipulagsstofnun ekki
fullnægjandi gagna til að hún gæti
komist að þeirri niðurstöðu. Leiða
annmarkar þessir til ógildingar
ákvörðunarinnar,“ segir í úrskurð-
inum.
Það er einkahlutafélagið Skálafell
Panorama sem stendur að kláfs-
málinu. Að baki félaginu eru sagðir
vera eigendur Stardals ásamt fleiri
aðilum. gar@frettabladid.is
Kvöð um umhverfismat vegna
kláfs í Skálafelli fallin úr gildi
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fara þyrfti með fyrirhugaðan kláf í Skálafelli í umhverfismat hefur
verið felld úr gildi eftir kæru Skálafells Panorama ehf. Úrskurðarnefnd segir Skipulagstofnun ekki hafa
aflað fullnægjandi gagna. Kláfurinn á að liggja tveggja kílómetra leið að veitingastað á toppi Skálafells.
Séð úr Reykjavík yfir Viðeyjarsund til Skálafells. Víðsýnt er af fjallinu yfir höfuðborgarsvæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Skíðasvæði hefur verið í
Skálafelli frá 1959 og á toppi
fjallsins eru þegar tvö hús og
fjarskiptamastur.
2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð