Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 42
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti dómara til setningar
við Landsrétt. Stefnt er að því að setja í embættin hið fyrsta eftir að dómnefnd um
hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum til með 30. júní 2020.
Um launakjör fer samkvæmt lögum um dómstóla nr. 50/2016, sbr. lög nr. 79/2019.
Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 21. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi við 4.
gr. reglna nr. 620/2010, um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda
um dómaraembætti, er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) menntun
og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum,
4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum
akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur,
fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum auka-
störfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetn-
ingar o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar um
andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 10) upplýsingar um tvo fyrrverandi
eða núverandi samstarfsmenn eða yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munn-
lega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda og 11) aðrar
upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem
máli skipta fyrir störf landsréttardómara.
Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma
í munnlegum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12
mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið
og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem um-
sækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tíma-
ritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið
ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni um-
sækjanda til starfa sem landsréttardómari.
Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 6. janúar 2020. Til þess
að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn
berist dómsmálaráðuneytinu á minnislykli eða með rafrænum hætti á netfangið
starf@dmr.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningar liggur fyrir.
Dómsmálaráðuneytinu,
20. desember 2019
Tvö embætti dómara við Landsrétt
laus til setningar
Barnaverndarstofa
Tvær stöður sálfræðinga við Barnahús
Barnaverndarstofa óskar eftir öflugum sálfræðingum til
starfa í Barnahúsi. Barnahús tekur rannsóknarviðtöl af
börnum þar sem grunur leikur á að börn hafi orðið fyrir
eða orðið vitni að ofbeldi, bæði fyrir dómstóla og barna-
verndarnefndir, og veitir barnungum þolendum ofbeldis
meðferð. Megináhersla í meðferðarstarfi Barnahúss er
áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð en þjálfa þarf sér-
staklega í yfirheyrslutækni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Meðferðarviðtöl við börn sem eru þolendur kynferðis-/
líkamlegs ofbeldis.
• Ráðgjöf við barnaverndarnefndir vegna meintra
ofbeldisbrota.
• Rannsóknarviðtöl við börn sem þolendur.
• Skýrslu- og vottorðaskrif.
• Önnur verkefni sem forstöðumaður Barnahúss ákveður.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Krafa um sálfræðing með löggildingu á Íslandi.
• Reynsla á sviði meðferðar barna, af vinnu með
þolendum ofbeldis, vinnu með foreldrum og af barna-
verndarstarfi æskileg.
• Krafa um mjög góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti.
• Krafa um enskukunnáttu, kunnátta í einu norðurlanda-
máli æskileg.
Persónulegir eiginleikar:
• Mikilvægt að búa yfir góðri samstarfshæfni, sveigjan-
leika og jákvæðu viðhorfi til skjólstæðinga og sam-
starfsaðila.
• Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega,
markmiðatengt og lausnamiðað.
• Mikilvægt er að geta starfað vel undir álagi í lengri eða
skemmri tíma.
Um 100% starfshlutfall er að ræða. Frekari upplýsingar
veitir forstöðumaður Barnahúss, Ólöf Ásta Farestveit, í
síma 530 2500 eða olof@barnahus.is. Við úrvinnslu um-
sókna um starfið gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni
og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt
kjarasamningum Sálfræðingafélags Íslands og ríkisins.
Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við
ráðningar á stofuna.
Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar 2020.
Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu á netfangið
bvs@bvs.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf
losnar að nýju innan þess tíma.Við erum alltaf með
bókara á skrá
hagvangur.is
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R