Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 80
Á árinu sem er að líða kom sem fyrr fólk og fór, kvaddi fyrir fullt og allt, gerði alls konar gloríur, f r a md i g læpi og
góðverk á víxl og gáraði þannig
með brölti sínu hið mikla róman-
tíska meginhaf sem við öll rekumst
um eins og rótlaust þang. Hér eru
nokkrar af þeim öldum sem risu
hæst eða rak á fjörur eilífðarinnar
á meðan smelludólgar f leyttu kerl-
ingar.
Lífið elskar Meghan
Sjötíu og sex, sjötíu og sjö, sjötíu
og átta, sjötíu og níu … HÆTTU AÐ
TELJA! Þetta er Meghan Markle.
Vel má vera að Meghan Markle sé
prinsessa komin af almúgafólki
en í sýndarveruleika yfirborðs-
mennskunnar er hún drottning
músarsmellanna og svo heitt elsk-
ar fólkið og Lífið hana að á Frétta-
blaðið.is hafa fréttir af henni birst
í tugatali þetta árið, rétt eins og
í fyrra og mun halda áfram á því
næsta.
Hápunkturinn á fréttaári Harrys
Díönusonar og Meghan, hertoga-
ynju af hjólhýsahverfi í Alabama
eða eitthvað, var vitaskuld fæðing
frumburðarins Archie í maí.
„Þetta er það ótrúlegasta sem ég
hef upplifað,“ sagði Harry eftir að
sonurinn var kominn í heiminn og
hann hafði komist að því hvern-
ig börnin verða til. „Það er ofar
mínum skilningi hvernig konur
gera þetta. Við erum bæði í skýj-
unum,“ bætti hann við eftir að hafa
komist að því að hver barnsfæðing
er kraftaverk.
Í kjölfarið fylgdu svo fréttaseríur
sem eru lengri en nafn prinsins um
hvort hann hefði opnað augun og
f leira mikilvægt.
En auðvitað elskum við Meghan
og þetta slekti sem viðheldur vin-
sældum sjónvarpsþáttanna The
Crown þrátt fyrir meðfædd og
inngróin leiðindi og býður upp á
fyrirsagnir sem þessar:
Meghan mætti óvænt með
Harry á hafnaboltaleik, Meghan
rífur í sig „ósannar og móðgandi“
fréttir, Munu ræða hvort Harry og
Meghan verði svipt titlum sínum,
Hárlitur Archie loksins staðfestur,
Meghan, Harry og Archie skelltu
sér til Ibiza, Meghan og Harry birta
mynd af Archie með opin augun.
Ekki meir, ekki meir!
Þótt Kardashian-klanið sé enn frekt
til fjörsins á síðum slúðurblaðanna
og í mest lesnu dálkum netmiðlanna
verða Kim, Kanye og öll hin í fjöl-
skyldunni sem er helst fræg fyrir
ekki neitt að sætta sig við að þegar
maður ætlar að lifa á slíku er farsælla
að vera konungborinn.
Af Kim og Kanye var það helst að
frétta í ár að þau rifust í raunveru-
leikasjónvarpsþætti. Þetta vakti
gífurlega athygli og í framhaldinu
fengu sögusagnir um yfirvofandi
skilnað byr í bleik silkiseglin. Þau
ættu þá kannski bara að drífa í því
á meðan einhverjir hafa enn áhuga
vegna þess að það er ný drottning
komin á járnkrúnu slúðurpress-
unnar og hún heitir Meghan Markle.
Grenjað á sléttum Westeros
Talandi um krúnur og leik að þeim
þá lauk sjónvarpsseríunni Game of
Thrones eftir lygilegar vinsældir og
illbærilega bið eftir lokahnykknum
með einhverju lummulegasta
spennufalli í gervallri sjónvarps-
sögunni.
Klámið og ofbeldið sem vinsældir
Game of Thrones byggðu á í upphafi
hafði að vísu löngu verið tónað niður
en eftir alla dramatísku uppbygg-
inguna lauk þessu í allsherjar sápu-
óperu þar sem allar persónur gerðust
fávitar og í einhverju sem minnti
helst á Húsið á sléttunni í Westeros.
Harmakvein æstra aðdáenda sem
fengu ekki nákvæmlega þau sögulok
sem þeir vildu skullu sem flóð skrill-
jón frekra snjókorna á Twitter og
ljóst að þegar upp var staðið drukku
margir en vissu greinilega ekki rass-
gat í bala.
Öllu meiri glæsibragur var yfir
tilkomumiklu Endataf li Marval-
myndabálksins um The Avengers og
ef marka má gagnrýnendur Frétta-
blaðsins og kvikmyndatímaritsins
Empire er Avengers: Endgame besta
mynd ársins.
Niðurstaðan í Fréttablaðinu var
að uppgjörið við fjólubláa títaninn
Thanos, smelludólg eilífðarinnar,
væri „stórkostleg kvikmynd og frá-
bær skemmtun þar sem blautustu
draumar allra Marvel-nörda rætast
með tilheyrandi gæsahúð, tárum og
hlátri“.
Minna var hlegið þegar sá mikli
og aldni meistari, Nestor gangstera-
myndanna, Martin Scorsese, fékk
Marvel-myndirnar á heilann og
varð háður því að tala þær niður.
Hann slúttaði svo árinu með Netflix-
myndinni The Irishman, Goodfellas
í göngugrindum, einhvers konar
gallað meistaraverk sem rennur
eiginlega betur kaflaskipt á sjón-
varpsskjá en í bíó.
Að því sögðu mættu Scorsese og
sértrúarhjörð hans alveg sjá það
og heyra að Avengers: Endgame er
aðeins 181 mínúta og hún er miklu
skemmtilegri og nógu spennandi
til þess að ríghalda í myrkum sal og
hefði þess vegna mátt verða 28 mín-
útum lengri. Og reyna síðan að taka
Lífið á Fréttablaðinu sér til fyrir-
myndar og reyna að gera tilveruna
aðeins skemmtilegri.
toti@frettabladid.is
Að lifa og
deyja í
sviðsljósinu
Fólk er áhugaverðara en brottkast og af-
komutölur. Þess vegna eru fréttir kenndar
við lífið eða bara fólk alltaf langmest lesnar
enda geta þeir sem hæst garga ER ÞETTA
FRÉTT? ekki einu sinni látið þær eiga sig.
Harry verður líklega ekki konungur miðað við langlífi ömmu hans og hefðbundna goggunarröð en hann er kvæntur drottningu slúðurfréttanna og því kóngur á hverjum einasta fréttadegi sem er
auðvitað miklu betri díll en að þurfa að mygla á óþægilegu hásætinu sem bíður Villa bróður. Meghan og Harry eru búin að toppa Kardashian-liðið og því óstöðvandi. NORDICPHOTOS/GETTY
2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R56 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ