Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 26
þau séu ekki spennt að eignast lítið
systkini í stað þess að spyrja þau
hvernig þeim líði með það,“ útskýrir
Bergrún.
„Þegar börnum eru tilkynntar
slíkar fréttir erum við foreldrarnir
oft með símann á lofti til þess að
fanga augnablikið og gleðina sem
því á að fylgja en þegar einhver deyr
tekur enginn myndir og myndbönd.
Fyrir Eyju eru það miklu stærra
augnablik í hennar lífi að Rögn-
valdur deyi en að mamma hennar
sé ófrísk,“ heldur hún áfram.
Dauðinn er umræðuefni sem
margir forðast og fara jafnvel í
kleinu þegar hann ber á góma. Hvað
varð til þess að þú ákvaðst að taka
dauðann fyrir í barnabók?
„Mér f innst þetta mikilvægt
umræðuefni og þegar ég hugsa um
það hvaða bækur höfðu hvað mest
áhrif á mig þegar ég var barn voru
það bækur sem fjölluðu að ein-
hverju leyti um dauðann. Uppá-
haldsbókin mín er og verður Bróðir
minn Ljónshjarta og bókin Vestur
í bláinn hafði líka gríðarlega mikil
áhrif á mig. Báðar fjalla þær mikið
um dauðann,“ segir Bergrún.
„Þó að við viljum vera nærgætin
sem fjölskyldumeðlimir eða höf-
undar og að dauðinn sé umræðu-
efni sem fáir vilja tala um þá mun
allt þetta óþægilega koma fyrir
börnin okkar og það er betra að þau
séu undirbúin,“ segir hún.
Ekki tipla á tánum
„Þegar það kemur svo upp á að
börn deyi, börn í grunnskóla missi
foreldri eða eitthvað slíkt hlýtur
það að skipta sköpum að bekkjar-
félagarnir hafi einhverja reynslu af
því að tala um það eða hafi kannski
nýlega lesið bók sem fjallar um
dauðann á einhvern hátt þannig að
sá sem verður fyrir sorginni sé ekki
aleinn. Að það séu ekki allir tiplandi
á tánum í kringum syrgjandann og
viti ekki hvað þeir eiga að segja,“
útskýrir Bergrún.
„Það er von mín að því meira sem
við tökum lífið eins og það er, bæði
með sorg og gleði, inn í afþreyingu
fyrir börn því eðlilegra verði að
tala um allt sem því fylgir,“ bætir
hún við.
Mikilvægt að gefa heiðarleg svör
Þegar Eyja fær þær upplýsingar frá
Rögnvaldi að það styttist í dauð-
ann hjá honum bregður henni við
og hún biður pabba sinn um svör.
„Hann fer að tala í kringum hlutina.
Segir henni að það sé farið að stytt-
ast í annan endann hjá honum og
að það sé stutt eftir. Hún skilur ekki
hvað hann er að segja og vill bara fá
heiðarleg svör,“ segir Bergrún.
„Þegar hún svo fær hreinskilin
svör gerir hún það sem svo margir
gera þegar þeir lenda í erfiðleikum,
bæði börn og fullorðnir. Hún snýr
upplýsingunum upp í verkefni og
þau útbúa listann,“ segir hún.
Heldur þú að það sé þannig að
börn hafi alla burði til að takast á
við verkefni sem þessi en skorti jafn-
vel hreinskilnislegar upplýsingar um
það sem er að eiga sér stað?
„Já, ef þau fá að gera það á sínum
eigin forsendum. Ég held að ef barn
hefur vitsmunalegan þroska til að
setja saman spurningu um eitthvað
þá eigi það rétt á svari og hlutverk
okkar fullorðna fólksins er að setja
það saman. Það er krefjandi og eitt
af því erfiðasta við það að vera for-
eldri eru þessar erfiðu spurningar,“
segir Bergrún.
Umhverfiskvíði barna
Bergrún á sjálf tvo syni og segir hún
að viðbrögð þeirra við dauða Rögn-
valdar hafi verið afar misjöfn þegar
hún las fyrir þá bókina. „Ég er búin
að lesa bókina tvisvar fyrir strákana
mína. Í fyrra skiptið fékk ég lítil við-
brögð frá þeim eldri. Ég spurði hann
hvort honum þætti bókin sorgleg.
Hann sagði já, já en svona er bara
lífið,“ segir hún.
„Þegar ég svo las hana fyrir þá í
annað skiptið verður sá yngri virki-
lega sorgmæddur og ég heyri þann
eldri segja honum að þetta sé allt
í lagi en að hann hugsi mikið um
dauðann þegar hann fari að sofa.“
Bergrún missti ömmu sína þegar hún var tíu ára gömul og hafði það mikil áhrif á hana. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Bergrúnu brá mikið við þessar
upplýsingar og hún segist ekki hafa
gert sér grein fyrir því að sonur
hennar hugsaði mikið um dauðann.
„Í ljós kemur að hann var að upplifa
mikinn umhverfiskvíða og var með
áhyggjur af jörðinni og afleiðingum
hlýnunar jarðar,“ segir Bergrún.
„Með því að lesa bókina var auð-
velt fyrir okkur að koma þessari
umræðu upp á yfirborðið. Þarna
vorum við með tól sem hjálpaði
strákunum mínum að koma sínum
tilfinningum og hugsunum um
dauðann í orð og út frá því gátum
við tekið á vandamálinu,“ segir hún.
„Við erum að ala upp heila kyn-
slóð sem heyrir því reglulega kastað
fram að jörðin okkar sé í hættu og
hvaða afleiðingar það hafi í för með
sér. Dauðinn er mjög nálægur þess-
ari kynslóð og ég held að því meira
sem við tölum um hann því betra,“
segir hún.
Dauðinn er auðvitað þannig að
innst inni eru f lestir hræddir við
hann og ég þekki það af eigin reynslu
að þegar börn missa foreldri eða ein-
hvern nákominn sér vekur það upp
ýmsar spurningar. Þau fara að velta
fyrir sér hver sé næstur, hvernig þau
muni sjálf deyja og hvað tekur við
eftir dauðann. Heldur þú að aukið
upplýsingaf læði til barna geti jafn-
vel slegið á kvíða?
„Já, hundrað prósent og ekki bara
tengt dauðanum heldur bara með
allt. Ef við erum að fara til útlanda
þá segjum við börnunum okkar
ekki bara að við séum að fara í
f lugvél. Við útskýrum fyrir þeim
hvað sé í vændum og það verður að
vera einhver áfangastaður,“ segir
Bergrún.
„Hver og ein fjölskylda hefur svo
sínar hugmyndir um það sem tekur
við en því meira sem við tölum
saman því auðveldara verður að
melta þetta allt. Með þessu samtali
erum við líka bara að opna á það að
barnið leiti til okkar með spurning-
ar þegar þær vakna.“
Upplifði trúnaðarbrest
Hvernig er hægt að takast á við þá
óvissu sem fylgir dauðanum?
„Í jarðarför Rögnvaldar spyr Eyja
að því hvað taki við hjá honum.
Bókin er ekki trúarleg en jarðar-
förin á sér stað í kirkju og vinkona
Rögnvaldar útskýrir fyrir Eyju að
það sem hver og einn trúir sé það
sem tekur við og að fólk geti trúað
ólíkum hlutum. Svo óvissan er bara
til staðar í bókinni,“ segir Bergrún.
Það eru ekki margir sem gefa
dauðanum gaum án þess að hafa
kynnst honum í nærumhverfi sínu
og fæstir taka upp á því að ræða
hann. Við deilum þeirri reynslu að
hafa misst sömu manneskjuna á
sama tíma. Pabbi minn var tónlist-
arkennarinn þinn og þegar hann dó
missti ég pabba minn og þú kennar-
ann þinn. Hvaða upplifanir urðu til
þess að þú fórst að leiða hugann að
mikilvægi þess að tala um dauðann?
„Þegar ég var tíu ára fékk amma
mín hjartaáfall og lenti á spítala,“
segir Bergrún. „Ég heimsótti hana
ekki á spítalann og svo eina nóttina
dó hún. Morguninn eftir vaknaði ég
óvenju snemma. Eldri bróðir minn
var að bera út blaðið á þessum tíma
svo að hann var vaknaður og þegar
ég fer fram þá heyri ég mömmu
segja honum hvað hafði gerst,“
bætir hún við.
„Ég fer aftur upp í rúm, reyni að
sofna og óska þess að mig hafi verið
að dreyma. Þegar ég er svo að fara í
skólann spyr ég móður mína hvort
eitthvað hafi komið fyrir. Hún segir
nei og segir mér að drífa mig bara í
skólann,“ segir Bergrún.
Á þessu augnabliki upplifði hún
eins konar trúnaðarbrest. „Þegar
ég kem heim úr skólanum segja for-
eldrar mínir mér að amma sé dáin
og í dag skil ég vel að þau hafi gert
þetta svona,“ segir hún.
„Þau vissu ekki að ég hafði heyrt
til þeirra og pabbi minn þurfti að
jafna sig örlítið á því að hafa misst
mömmu sína áður en hann sagði
okkur frá því,“ útskýrir Bergrún.
Samkenndin mikilvæg
„Önnur minning þessu tengd er
þegar snjóflóðið féll á Flateyri. Þá
er ég að gista hjá vinkonu minni
og það er verið að fjalla um snjó-
flóðin í sjónvarpinu. Okkur þykir
það afskaplega sorglegt og förum
báðar að hágráta. Þá horfir mamma
hennar á okkur og segir okkur að
hætta þessu væli því við höfum
ekkert þekkt þetta fólk,“ segir hún
og lýsir því hvernig hún hafi fundið
til samkenndar með fólkinu sem
hafði misst ástvini í snjóflóðinu og
sorgar vegna þeirra sem látið höfðu
lífið. „Þarna fannst mér ég ekki fá
að upplifa tilfinningar mínar og ég
held að það sé einmitt mikilvægt
fyrir börn að fá að gera það,“ bætir
Bergrún við.
„Þegar þú misstir pabba þinn og
ég trompetkennarann minn var það
líka stórt og skrítið fyrir mig því að
hann var svo ungur. Dauðinn hafði
fram að þessu verið frátekinn fyrir
gamla fólkið. Mín upplifun af dauð-
anum var sú að gamalt fólk deyr
og ég þurfti ekki að hafa neinar
áhyggjur af foreldrum mínum af því
að það væri langt þangað til að þau
yrðu gömul. En þarna deyr maður í
blóma lífsins og hann á börn á svip-
uðum aldri og ég.“
Já, við vorum svo ungar, báðar
bara tólf ára og hann ekki nema 38
ára.
„Já, og á sama tíma fannst mér ég
ekki eiga rétt á þessu áfalli vegna
þess að þetta var ekki mín nánasta
fjölskylda og maður fer hálfpartinn
að skammast sín fyrir það að vera
rosalega sorgmæddur af því að
einhver annar missti pabba sinn,
einhver sem stendur mun nær,“
útskýrir Bergrún.
Heldur þú að við gerum of mikið af
því að leggja mælikvarða á sorg og
velta því fyrir okkur hver eigi mest-
an rétt á því að vera sorgmæddur
yfir ákveðnum atburði?
„Já, ég held að við gerum þetta við
marga hluti, bæði sorg og ýmislegt
annað. Við erum einhvern veginn
alltaf að segja okkur að það sé ein-
hver sem hafi það verra en við, hafi
minna á milli handanna en við og
svo framvegis.“
Og gleymum því kannski að það
geti margir orðið sorgmæddir yfir
einum og sama atburðinum?
„Já, akkúrat.“
Kafar í það sem skiptir máli
Hvað tekur við nú þegar Rögnvaldur
er ekki lengur á lífi?
„Ég og nokkrir góðir vinir Rögn-
valdar munum halda fyrir hann
minningarathöfn þar sem við
kveðjum hann og gæðum okkur á
brauðtertu. Svo mun ég bara halda
áfram að búa til bækur,“ segir
Bergrún.
„Ég hugsa að ég muni aldrei skrifa
bók nema kafa í málefni sem skipta
máli og ég er með ýmislegt spenn-
andi í bígerð. Svo hvet ég börn og
foreldra til þess að lesa saman eða
sitt í hvoru lagi. Því að þegar kemur
að lestri erum það við, fullorðna
fólkið, sem erum fyrirmyndirnar.
Það skiptir svo miklu máli fyrir
börn að sjá fullorðið fólk lesa bækur
og að það séu skrifaðar fyrir þau
bækur,“ segir Bergrún.
OKKUR ÞYKIR ÞAÐ
AFSKAPLEGA SORGLEGT
OG FÖRUM BÁÐAR AÐ
HÁGRÁTA. ÞÁ HORFIR
MAMMA HENNAR Á
OKKUR OG SEGIR OKKUR
AÐ HÆTTA ÞESSU VÆLI
ÞVÍ VIÐ HÖFUM EKKERT
ÞEKKT ÞETTA FÓLK.
2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð