Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 2
Ég er sennilega meiri Íslendingur núna en þegar ég flutti út. Jón Páll Halldórsson teiknari Veður Norðaustan 10-18 m/s, en 15-20 NV-til og einnig á SA-landi í kvöld. Snjókoma N- og A-lands. Léttir til sunnan heiða. SJÁ SÍÐU 42 Skreytum hús með greinum grænum Fjöldi landsmanna leggur nú um helgina lokahönd á undirbúning jólanna, kaupir síðustu gjafirnar og matföng enda stutt til jóla. Lifandi jólatré hafa lengi prýtt híbýli hér á landi og ef að líkum lætur verður svo enn um hríð. Sumir fara og höggva sitt tré, á meðan aðrir kjósa að kaupa tré. Ljós- myndari Fréttablaðsins kom við hjá Flugbjörgunarsveinni í gær þar sem verið var að pakka tré fyrir viðskiptavin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI MENNING Jón Páll Halldórsson, sem er 45 ára gamall, hefur búið í Barce- lona í rúm 7 ár ásamt fjölskyldu sinni. Lengst af hefur hann starfað á húðflúrstofu, en einnig starfað við húsaendurbætur með eiginkonu sinni og unnið að gerð Vargaldar. Upphaflega átti dvölin að vera eitt ár en Jón segir að ekkert fararsnið sé á þeim og að þau hafi keypt sér hús í borginni. Vargöld er samstarfsverkefni Jóns Páls og æskufélaga hans, Þór- halls Arnórssonar og Andra Sveins- sonar. Þórhallur semur söguna, Jón Páll teiknar myndirnar og Andri framleiðir. Fyrsta bókin af þremur kom út árið 2016, sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna, og nú bók númer tvö. Jón Páll og Þórhallur hafa unnið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina, til dæmis við gerð Latabæjar, en Þór- hallur hafði verið með Vargöld í maganum um margra ára skeið. Árið 2013 tóku þeir loks af skarið. „Upphaflega hugmyndin var að taka Edduna og aðrar heimildir og segja sögu goðafræðinnar frá sköp- un heimsins til ragnaraka,“ segir Jón Páll. „En á teikni- og skrif borð- inu þróaðist þetta út í að tvinna goðafræðina við skáldaða sögu af víkingnum Vikari, sem sestur er í helgan stein en dregst út í hefndir og dæmigert víkingavesen.“ Þó að saga Vikars sé skálduð ákváðu Jón Páll og Þórhallur að hafa goðafræðina sjálfa sem rétt- asta. Þekkja þeir heimildirnar báðir mjög vel, Þórhallur nam fræðin við Háskóla Íslands og Jón Páll er með- limur í Ásatrúarfélaginu. Jón Páll segir goðafræðina ákaf- lega heillandi og að tengingin við nútímann sé sterk. „Þarna eru svo margar skemmtilegar og breyskar persónur. Þór sem er mjög öflugur og skapmikill en ekki beittasti hníf- urinn í skúffunni og Óðinn hinn alvitri og klóki sem reynir að halda heiminum í jafnvægi á meðan allt er að hrynja úr höndunum á honum,“ segir hann. Uppáhaldspersónan er hins vegar hinn slægi Loki. „Loki er svo frábær týpa. Hann er alltaf að reyna að redda rassinum á sjálfum sér og í hvert sinn sem hann gerir góðverk gerir hann hlutina verri. Það er samt skemmtilegast að teikna Þór.“ Aðspurður hvort auðvelt sé að viðhalda tengingunni við hina fornu arfleið í steikjandi Spánarhit- anum segir Jón Páll það auðveldara en á Íslandi. „Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Ég er sennilega meiri Íslending- ur núna en þegar ég f lutti út,“ segir hann. Í kjölfar útgáfunnar ætla Jón Páll og Þórhallur að kanna grundvöll fyrir erlenda útgáfu, en bækurnar hafa nú þegar komið út á enskri tungu hér á Íslandi. Þeir eru einn- ig þegar farnir að huga að því sem tekur við eftir þriðju bókina. „Þá ætlum við að taka ragnarökin sjálf fyrir og jafnvel Íslendingasögurnar líka,“ segir hann. kristinnhaukur@frettabladid.is Tengsl goðafræðinnar við nútímann sterk Húðflúrlistamaðurinn Jón Páll Halldórsson og Þórhallur Arnórsson gáfu út aðra bók í teiknimyndaseríunni um Vargöld fyrir skemmstu. Jón Páll býr í Barcelona og segir tenginguna við arfleifðina sterkari þar en heima á Fróni. Jón Páll er búsettur í borginni Barcelona ásamt fjölskyldu sinni. HAFNARFJÖRÐUR Sigríður Krist- insdóttir, bæjarlögmaður í Hafnar- firði, segir ekki rétt sem fram kom í Fréttablaðinu í gær að svarbréf Hafnarfjarðarbæjar vegna eftirlits- myndavéla í  skólum  til Persónu- verndar hafi ekki verið lagt fram í bæjarráði í fyrradag. Bréfsins er ekki getið í fundargerð og það fylgdi ekki með sem fylgiskjal á vef bæjar- ins á fimmtudag. „Þetta var lagt fram þó það hafi ekki komið undir fundargerðina strax. Skanni var í ólagi hjá okkur þannig að ekki var unnt að setja skjalið á vefinn strax,“ segir Sigríður við Fréttablaðið. – gar Svar var lagt fram í bæjarráði OPIÐ ALLAR HELGAR FRÁ KL. 11.00-17.00 KOMDU Í KOLAPORTIÐ D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S 30 ÁRA 1989 2019 OPIÐ ÁÞORLÁKSMESSUFRÁ 11-21 Bréfsins var ekki getið í fundargerðinni og það fylgdi ekki með sem fylgi- skjal á vef bæjarins. VIÐSKIPTI Ferðaáætlanir á annað hundrað Íslendinga eru í uppnámi eftir að ferðaskrifstofuleyfi Farvel var afturkallað af Ferðamálastofu. Ástæðan var sú að fyrirtækið upp- fyllti ekki lengur skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatil- högun auk þess að hunsa ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun trygg- ingafjárhæðar. Farvel, sem áður hét Oriental, sérhæfði sig í lúxusferðum til fram- andi landa. Fjölmargir Íslendingar eru staddir í Austurlöndum fjær á vegum ferðaskrifstofunnar yfir jól og áramót. Í tölvu pósti, sem Ferðamála stofa sendi í gær á ferða- langa, kem ur fram að Far vel hef ur ekki greitt f lug fé lög um fyr ir heim- ferðir viðskiptavina. Þeir þurfa því að borga heimferð sína sjálfir og í mörgum tilvikum einnig hótelgist- inguna þrátt fyrir að hafa greitt fullt fargjald fyrir brottför. Sigríður Ingvadóttir er ein þeirra sem sitja eftir með sárt ennið en hún hafði greitt inn á ferð með fyrirtæk- inu til Taílands í byrjun febrúar. „Ég fór með þeim til Balí á þessu ári og sú ferð gekk vel. Við bókuðum því með þeim aftur núna í febrúar og þá til Taílands. Við þurftum að borga 150 þúsund krónur inn á ferðina og ég millifærði þá upphæð á ferða- skrifstofuna. Ég veit ekki enn hvort það setji mig í verri stöðu varðandi mögulega endurgreiðslu,“ segir Sigríður. Hún hyggst leita til Sam- göngustofu vegna málsins eins og fjölmargir aðrir sem eru í sömu stöðu. – bþ Fall Farvel dýrt fyrir ferðalanga Farvel seldi ferðir á framandi slóðir. 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.