Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 2

Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 2
Ég er sennilega meiri Íslendingur núna en þegar ég flutti út. Jón Páll Halldórsson teiknari Veður Norðaustan 10-18 m/s, en 15-20 NV-til og einnig á SA-landi í kvöld. Snjókoma N- og A-lands. Léttir til sunnan heiða. SJÁ SÍÐU 42 Skreytum hús með greinum grænum Fjöldi landsmanna leggur nú um helgina lokahönd á undirbúning jólanna, kaupir síðustu gjafirnar og matföng enda stutt til jóla. Lifandi jólatré hafa lengi prýtt híbýli hér á landi og ef að líkum lætur verður svo enn um hríð. Sumir fara og höggva sitt tré, á meðan aðrir kjósa að kaupa tré. Ljós- myndari Fréttablaðsins kom við hjá Flugbjörgunarsveinni í gær þar sem verið var að pakka tré fyrir viðskiptavin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI MENNING Jón Páll Halldórsson, sem er 45 ára gamall, hefur búið í Barce- lona í rúm 7 ár ásamt fjölskyldu sinni. Lengst af hefur hann starfað á húðflúrstofu, en einnig starfað við húsaendurbætur með eiginkonu sinni og unnið að gerð Vargaldar. Upphaflega átti dvölin að vera eitt ár en Jón segir að ekkert fararsnið sé á þeim og að þau hafi keypt sér hús í borginni. Vargöld er samstarfsverkefni Jóns Páls og æskufélaga hans, Þór- halls Arnórssonar og Andra Sveins- sonar. Þórhallur semur söguna, Jón Páll teiknar myndirnar og Andri framleiðir. Fyrsta bókin af þremur kom út árið 2016, sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna, og nú bók númer tvö. Jón Páll og Þórhallur hafa unnið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina, til dæmis við gerð Latabæjar, en Þór- hallur hafði verið með Vargöld í maganum um margra ára skeið. Árið 2013 tóku þeir loks af skarið. „Upphaflega hugmyndin var að taka Edduna og aðrar heimildir og segja sögu goðafræðinnar frá sköp- un heimsins til ragnaraka,“ segir Jón Páll. „En á teikni- og skrif borð- inu þróaðist þetta út í að tvinna goðafræðina við skáldaða sögu af víkingnum Vikari, sem sestur er í helgan stein en dregst út í hefndir og dæmigert víkingavesen.“ Þó að saga Vikars sé skálduð ákváðu Jón Páll og Þórhallur að hafa goðafræðina sjálfa sem rétt- asta. Þekkja þeir heimildirnar báðir mjög vel, Þórhallur nam fræðin við Háskóla Íslands og Jón Páll er með- limur í Ásatrúarfélaginu. Jón Páll segir goðafræðina ákaf- lega heillandi og að tengingin við nútímann sé sterk. „Þarna eru svo margar skemmtilegar og breyskar persónur. Þór sem er mjög öflugur og skapmikill en ekki beittasti hníf- urinn í skúffunni og Óðinn hinn alvitri og klóki sem reynir að halda heiminum í jafnvægi á meðan allt er að hrynja úr höndunum á honum,“ segir hann. Uppáhaldspersónan er hins vegar hinn slægi Loki. „Loki er svo frábær týpa. Hann er alltaf að reyna að redda rassinum á sjálfum sér og í hvert sinn sem hann gerir góðverk gerir hann hlutina verri. Það er samt skemmtilegast að teikna Þór.“ Aðspurður hvort auðvelt sé að viðhalda tengingunni við hina fornu arfleið í steikjandi Spánarhit- anum segir Jón Páll það auðveldara en á Íslandi. „Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Ég er sennilega meiri Íslending- ur núna en þegar ég f lutti út,“ segir hann. Í kjölfar útgáfunnar ætla Jón Páll og Þórhallur að kanna grundvöll fyrir erlenda útgáfu, en bækurnar hafa nú þegar komið út á enskri tungu hér á Íslandi. Þeir eru einn- ig þegar farnir að huga að því sem tekur við eftir þriðju bókina. „Þá ætlum við að taka ragnarökin sjálf fyrir og jafnvel Íslendingasögurnar líka,“ segir hann. kristinnhaukur@frettabladid.is Tengsl goðafræðinnar við nútímann sterk Húðflúrlistamaðurinn Jón Páll Halldórsson og Þórhallur Arnórsson gáfu út aðra bók í teiknimyndaseríunni um Vargöld fyrir skemmstu. Jón Páll býr í Barcelona og segir tenginguna við arfleifðina sterkari þar en heima á Fróni. Jón Páll er búsettur í borginni Barcelona ásamt fjölskyldu sinni. HAFNARFJÖRÐUR Sigríður Krist- insdóttir, bæjarlögmaður í Hafnar- firði, segir ekki rétt sem fram kom í Fréttablaðinu í gær að svarbréf Hafnarfjarðarbæjar vegna eftirlits- myndavéla í  skólum  til Persónu- verndar hafi ekki verið lagt fram í bæjarráði í fyrradag. Bréfsins er ekki getið í fundargerð og það fylgdi ekki með sem fylgiskjal á vef bæjar- ins á fimmtudag. „Þetta var lagt fram þó það hafi ekki komið undir fundargerðina strax. Skanni var í ólagi hjá okkur þannig að ekki var unnt að setja skjalið á vefinn strax,“ segir Sigríður við Fréttablaðið. – gar Svar var lagt fram í bæjarráði OPIÐ ALLAR HELGAR FRÁ KL. 11.00-17.00 KOMDU Í KOLAPORTIÐ D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S 30 ÁRA 1989 2019 OPIÐ ÁÞORLÁKSMESSUFRÁ 11-21 Bréfsins var ekki getið í fundargerðinni og það fylgdi ekki með sem fylgi- skjal á vef bæjarins. VIÐSKIPTI Ferðaáætlanir á annað hundrað Íslendinga eru í uppnámi eftir að ferðaskrifstofuleyfi Farvel var afturkallað af Ferðamálastofu. Ástæðan var sú að fyrirtækið upp- fyllti ekki lengur skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatil- högun auk þess að hunsa ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun trygg- ingafjárhæðar. Farvel, sem áður hét Oriental, sérhæfði sig í lúxusferðum til fram- andi landa. Fjölmargir Íslendingar eru staddir í Austurlöndum fjær á vegum ferðaskrifstofunnar yfir jól og áramót. Í tölvu pósti, sem Ferðamála stofa sendi í gær á ferða- langa, kem ur fram að Far vel hef ur ekki greitt f lug fé lög um fyr ir heim- ferðir viðskiptavina. Þeir þurfa því að borga heimferð sína sjálfir og í mörgum tilvikum einnig hótelgist- inguna þrátt fyrir að hafa greitt fullt fargjald fyrir brottför. Sigríður Ingvadóttir er ein þeirra sem sitja eftir með sárt ennið en hún hafði greitt inn á ferð með fyrirtæk- inu til Taílands í byrjun febrúar. „Ég fór með þeim til Balí á þessu ári og sú ferð gekk vel. Við bókuðum því með þeim aftur núna í febrúar og þá til Taílands. Við þurftum að borga 150 þúsund krónur inn á ferðina og ég millifærði þá upphæð á ferða- skrifstofuna. Ég veit ekki enn hvort það setji mig í verri stöðu varðandi mögulega endurgreiðslu,“ segir Sigríður. Hún hyggst leita til Sam- göngustofu vegna málsins eins og fjölmargir aðrir sem eru í sömu stöðu. – bþ Fall Farvel dýrt fyrir ferðalanga Farvel seldi ferðir á framandi slóðir. 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.