Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 12
6.000 mótmælendum
var bægt frá verslunarhverfi
með því að sprauta á þá
vatni.
Aðeins tíu prósent af
þingmönnum eru konur og
fimm prósent af stjórnar-
mönnum fyrirtækja.
JAPAN Ólíkt f lestum öðrum þró-
uðum ríkjum fer Japönum aftur í
jafnréttismálum. Á lista Alþjóða-
efnahagsráðsins um jafnrétti, sem
gefinn var út fyrir skemmstu, hafna
Japanir í 121. sæti af 153 þjóðum.
Þeir falla um ellefu sæti og hafa
aldrei verið jafn neðarlega á listan-
um. „Bilið milli kynjanna í Japan er
það langstærsta af efnahagslega vel
stæðum ríkjum og hefur breikkað
á þessu ári,“ segir í skýrslu ráðsins.
Ástæðurnar fyrir þessu eru marg-
víslegar og koma einna helst fram á
sviðum stjórnmála og viðskipta.
Aðeins 10 prósent japanskra þing-
manna eru konur, en heimsmeðal-
talið er 25 prósent. Vorið 2018 voru
sett á lög um hlutföll frambjóðenda
stjórnmálaflokkanna, en þau voru
hins vegar ekki bindandi. Skýrist
þetta að miklu leyti af því að hægri-
f lokkur Shinzo Abe forsætisráð-
herra, sem er sá langstærsti í land-
inu, teflir fram mjög fáum konum
og neðarlega á listum. Af 20 ráð-
herrum í ríkisstjórn hans eru aðeins
þrjár konur í dag.
Launamunurinn hefur skánað
örlítið frá síðasta ári en Japan
kemst ekki inn á lista yfir 100 jöfn-
ustu þjóðirnar í þeim efnum. Staða
kvenna í viðskiptum er einstaklega
slæm og aðeins rúm fimm prósent
af stjórnarmönnum í fyrirtækjum
eru konur. Til samanburðar er
hlutfallið á Íslandi 43 prósent. Þá
eru aðeins 15 af stjórnendum í jap-
önskum fyrirtækjum konur og sér-
staklega fáar í þeim geirum sem eru
í hvað mestri sókn, svo sem tækni
og tölvuiðnaðinum.
Skýrslan þykir mikil niðurlæging
fyrir Japan og sérstaklega Abe sem
hefur margoft sagt að hans yfirlýsta
stefna sé að valdefla konur og gera
þeim kleift að komast í stjórnunar-
stöður. Seiko Hashimoto, jafnréttis-
málaráðherra landsins, brást við
skýrslunni skömmu eftir að hún var
birt. „Við erum að biðja alla stjórn-
málaflokka að beita sér fyrir kynja-
jafnrétti. Við þurfum einnig að sýna
fólki hvað fyrirtækin eru að reyna
að gera til að valdefla konur,“ sagði
hún.
Vandi Japans er ekki nýr af nál-
inni og á sér rætur í fastmótuðum
menningarlegum hugmyndum
um hlutverk kynjanna. Ákvæði
um jafnrétti var sett í stjórnarskrá
landsins eftir seinni heimsstyrj-
öldina en féll ekki í góðan jarðveg.
Rétt eins og í vestrænum löndum
hófu konur meiri atvinnuþátttöku
á áttunda áratug síðustu aldar, en
ólíkt þróuninni annars staðar tóku
japanskir karlmenn ekki á sig aukna
ábyrgð inni á heimilunum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Alþjóðleg niðurlæging Japana
í jafnréttismálum versnar enn
Japanir höfnuðu í 121. sæti af 153 þjóðum á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um jafnrétti. Falla þeir um
ellefu sæti og hafa aldrei verið jafn neðarlega. Skýrist þetta að mestu leyti af slæmri stöðu kvenna á sviði
stjórnmála og í viðskiptalífinu. Af tuttugu ráðherrum í ríkisstjórn landsins eru einungis þrjár konur.
Fáar konur hafa setið í ríkisstjórnum Shinzo Abe en nú eru einungis þrjár konur ráðherrar. NORDICPHOTOS/GETTY
Drottningin fer í jólafrí
INDLAND Sex manns létust og tugir
slösuðust í átökum mótmælenda og
lögreglu á Indlandi í gær, blóðugasta
degi mótmælanna í landinu til þessa.
Almenningur hefur tekið nýrri lög-
gjöf um ríkisborgararétt, sem sett
var þann 11. desember, mjög illa.
Samkvæmt löggjöfinni er það skil-
yrði sett að innflytjendur frá Pakist-
an, Bangladess og Afganistan aðhyll-
ist hindúisma, síkhisma, kristni,
búddisma, jainisma eða zoroastr-
isma. Mikill meirihluti íbúa þessara
landa er hins vegar múslimar.
Lögreglu og mótmælendum lenti
víða saman í gær, sérstaklega í Uttar
Pradesh, fjölmennasta fylki lands-
ins. Lögreglustjóri fylkisins, O.P.
Singh, fullyrti að lögreglan hefði
ekki skotið neinn til bana en stað-
festi jafnframt að 144 mótmælendur
hefðu verið handteknir.
Mótmælin hófust strax eftir að
löggjöfin var staðfest en hafa stig-
magnast með hverjum deginum. Alls
hafa þrettán nú látið lífið.
Í einu verslunar- og fjármála-
hverfi höfuðborgarinnar Nýju-Delí
þurfti lögreglan að dreifa sex þúsund
manna hópi mótmælenda með því
að sprauta á hann. Í þeirri aðgerð
voru 34 jafnframt handteknir.
Reynt var að fá fólkið laust úr haldi
og kveikt var í bíl fyrir utan lögreglu-
stöðina þar sem lögreglan stóð vörð í
óeirðabúningum.
Reiði mótmælenda beinist einna
helst að forsætisráðherranum
Narendra Modi og ríkisstjórn hans,
sem er einkar vilhöll hindúum. Í
Jama Masjid, sögufrægri mosku í
Nýju-Delí, komu múslimar saman
og hrópuðu „Fjarlægjum Modi!“ – khg
Blóðugasti
dagurinn
Lögreglumaður við Jamia Masjid
moskuna. NORDICPHOTOS/GETTY
BRETLAND Breskir þingmenn sam-
þykktu Brexit-samning Boris John-
son í gær og því virðist sem Bret land
muni ganga úr Evrópu sam bandinu
þann 31. janúar næst komandi.
Samningurinn var sam þykktur
með 124 at kvæðum. BBC greinir frá.
Alls studdu 358 þing menn samn-
inginn en 234 voru á móti. Niður-
staðan er þó ekki endanleg því að
nú verður samningurinn tekinn til
frekari um ræðu í bæði efri og neðri
deild þingsins áður en hann verður
festur í lög.
Um ræðurnar munu fara fram um
leið og þing menn snúa aftur úr jóla-
fríi og taka þrjá daga. Fara þær fram
7., 8. og 9. janúar. Johnson hefur
heitið því að samningurinn verði
festur í lög áður en að út göngunni
kemur þann 31. janúar.
Verði samningurinn lögfestur
mun ekki verða hægt að fresta út-
göngunni frekar, en henni hefur
verið frestað nokkrum sinnum
síðan þjóðar at kvæða greiðslan um
út gönguna fór fram.
Eftir stór sigur Í halds f lokksins í
ný liðnum kosningum var talið að
samningurinn færi auð veld lega í
gegn, en f lokkurinn er nú með 80
sæta meiri hluta. – gis
Samþykktu
samninginn
Elísabet II Englandsdrottning var glöð í bragði þegar hún mætti á King’s Lynn lestarstöðina í Norfolk í gær. Drottningin hafði tekið lestina frá
King’s Cross stöðinni í London og var á leið í jólafrí í húsi sínu í Sandringham í Norfolk. Drottningin hefur síðan árið 1952 haldið jólin í húsinu
ásamt nánustu fjölskyldu. Margar hefðir eru í gildi hjá fjölskyldunni og um gjafirnar gildir lögmálið „því ódýrari, því betra“. NORDICPHOTOS/GETTY
2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð