Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 39
Eftir tæpan áratug í Suð-ur-Afríku og jólahald í steikjandi hita f luttu hjónin Bragi Þór Vals-son og Christina Van Deventer aftur heim til Íslands og settust að á Hólmavík þar sem Strandafólk tók hlýlega á móti þeim. Hamfaravindarnir sem gengu yfir landið og miðin á aðventunni kaffærðu aftur á móti húsið þeirra svo úr varð heimsfrétt. „Við f luttum héðan stuttu eftir hrun og höfum bara verið hérna tvisvar um jól á þessum átta árum sem við bjuggum í Suður-Afríku,“ segir tónlistarmaðurinn Bragi Þór Valsson sem stýrði drengjakór fyrir sunnan og hefur ekki skipt um takt þótt þau Christina Van Deventer hafi f lutt sig um set norður á Strandir. „Ég er tónlistarkennari á Hólma- vík og Christina vinnur í frístund- inni í grunnskólanum,“ segir Bragi sem stjórnar um það bil helmingi kóranna, barna- og kvennakórnum, í bænum sem þrátt yfir smæðina telur þrjá til fjóra kóra. Jólaandi liðinna ára vaknar „Það hefur verið tekið afskap- lega vel á móti okkur á Ströndum. Fólkið hérna er yndislegt og tekur vel á móti öllum sem hingað koma,“ segir Bragi. „Þetta er alveg magnað fólk og samfélag og almennt bara rosalega fínt að búa hérna.“ Þegar talið berst að gerólíku jóla- haldi, sem að sjálfsögðu stjórnast ekki síst af gerólíku loftslagi suður í Afríku og norður á Ströndum, segir Bragi Strandir hafa áberandi yfir- burði hvað jólastemninguna varðar. „Þau skreyta alveg rosalega hérna á Hólmavík og það þyrfti ekki að bæta miklu við til þess að geta aug- lýst þetta sérstaklega sem jólaþorp.“ Bragi og Christina eyddu jólunum í fyrra á Íslandi og áttu þá heldur von á að þau myndu dansa í Afríku um næstu jól en þá gerðist eitt- hvað innra með þeim báðum. „Það einhvern veginn small bara eitt- hvað í hausunum á okkur báðum í myrkrinu og þótt okkur hefði ekk- ert langað að flytja heim áður þá allt í einu vorum við til í það.“ Jólakúltúrsjokk „Fyrstu jólin mín þarna vissi vinnu- alkinn ég bara ekkert hvað ég ætti af mér að gera. Á ég ekkert að vera á haus í vinnu og bara sitja rólegur með fjölskyldunni, lesa, grilla og hafa það gott? Það var mjög óvenju- legt,“ segir tónlistarmaðurinn öllu vanari því að syngja í eitthvað um tuttugu messum frá miðjum des- ember og fram yfir áramót. Stuttbuxnajól Hægur aðdragandi jóla er jafn fáheyrður á Íslandi og að fólk grilli sér léttmeti á stuttbuxum á aðfangadagskvöld en mannskaða- veður eru hins vegar algengari syðra þótt þar hverfi hús, skepnur og fólk ekki undir fönn. Steikjandi hiti, langvarandi þurrkar og skortur á rennandi vatni geta skapað lífs- hættulegar aðstæður. „Meirihluti þjóðarinnar býr líka í svo hræðilega lélegu húsnæði að það þarf ekki að hreyfa mikinn vind til þess að þau fari hreinlega í sundur,“ segir Bragi Þór sem hefur komist hjá því bæði að drepast úr hita og kulda. „Hólmavík er ekki með hitaveitu en býr svo vel að vera með vara- rafstöðvar þannig að við duttum aldrei út lengur en í tvo tíma,“ segir Bragi Þór um rauðan veðurofsann sem þeytti húsinu þeirra í heims- pressuna eftir að myndbönd Braga af ósköpunum vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum. Twitter fauk um koll „Við eigum mikið af vinum í útlönd- um og ég byrjaði að taka vídeó af þessu og setti á Twitter til þess að sýna þeim,“ segir Bragi og bendir á að fákunnátta hans á samskipta- forritinu hefði verið slík að hann gerði sér enga grein fyrir áhrifa- mætti þess. „Þetta fékk svo fárán- lega mikið áhorf.“ Bragi brást við óvæntum vin- sældunum með örari uppfærslum á fréttaskeytum frá Ströndum í takt við harðnandi atlögu bylsins að heimilinu. „Ég keyrði um bæinn daginn eftir og húsið okkar virtist vera það eina sem bara hvarf í skafl en snjórinn var svo blautur að það var eins og það væri búið að byggja snjóhús, lag eftir lag, utan um húsið okkar.“ Þegar Bragi birti myndband af umbreytingu hússins keyrði allt um koll á netinu og heimspressan bankaði í klakaklæðninguna með slíkum ákafa að Bragi endaði með að fá sér umboðsmann og koma upptökunum þannig í verð. „Ég er búinn að selja þetta töluvert til Spánar, Ítalíu, Bretlands og þetta fór allavega í sýningar á Weather Channel í Ameríku til dæmis. Þetta myndband er komið með 70.000 áhorf á Twitter en þetta eru engar rosalegar upphæðir en þetta safnast saman og kemur sér vel. Fimm þúsund kall hér og fimm þús- und kall þar. Þetta kom mér ekkert smá á óvart,“ segir Bragi og bætir við að þrátt fyrir allt séu þau Christina orðin ýmsu vön og láti jólastorminn ekki raska ró sinni. toti@frettabladid.is SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Á ÉG EKKERT AÐ VERA Á HAUS Í VINNU OG BARA SITJA RÓLEGUR MEÐ FJÖLSKYLDUNNI, LESA, GRILLA OG HAFA ÞAÐ GOTT? Það er ýmist Afríka eða Strandir hjá Christinu og Braga Þór sem eru flutt frá Suður-Afríku á Hólmavík úr sól í snjó. SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskil 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Gleðin kemur innanfrá Jólaöfganna á milli í skafli eða Afríkusól Christina Van Deventer og Bragi Valsson hafa farið öfga og heims- álfa á milli um jól. Grillað jólamatinn á stuttbuxum í Afríku og fennt í kaf á Ströndum í sögulegum veðurofsa aðventunnar. intellecta.is RÁÐNINGAR 2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.