Fréttablaðið - 27.12.2019, Side 48

Fréttablaðið - 27.12.2019, Side 48
Ef innlend fjármálafyrirtæki eiga að geta haldið áfram að vera nauðsynlegir bakhjarlar íslensks atvinnulífs er ljóst að gera þarf þó nokkrar breytingar á starfs- umhverfi þeirra. Staða íslenskra fjármálafyrirtækja er enn sterk og er efnahagsreikningur bankanna traustur þrátt fyrir að séríslenskt regluverk og skattlagning hafi skekkt samkeppnisstöðu þeirra gagnvart lífeyrissjóðunum og erlendum fjár- málastofnunum verulega á undan- förnum árum. Það ætti að vera eðlileg krafa að stjórnvöld tryggi að allir sem starfa á sama markaði sitji við sama borð og þannig sé skapað heilbrigt samkeppnisumhverfi til lengri tíma, fólki og fyrirtækjum til hagsbóta. Hvítbókin og Íslandsálagið Staðreyndin er engu að síður sú að þrátt fyrir að neikvæðar afleiðingar hins séríslenska regluverks og skatt- lagningar hafi margoft verið dregnar fram af ólíkum aðilum hefur lítið verið að gert og það sem gert er gerist á hraða snigilsins. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármála- kerfið sem unnin var fyrir stjórn- völd og kynnt undir lok síðasta árs eru til dæmis  dregnar fram þrjár meginástæður þess að vaxtamunur er jafn hár og raun ber vitni hér á landi. Í fyrsta lagi er það smæðin sem veldur því að ekki er hægt að ná sömu stærðarhagkvæmni og stór fjármálafyrirtæki erlendis ná. Í öðru lagi eru háar eiginfjárkröfur gerðar til íslensku bankanna sem eru mun hærri en gerðar eru erlendis. Í þriðja lagi eru hér á landi lagðir sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki sem eru óháðir afkomu og eru margfalt hærri en skattar sem lagðir eru á sambæri- leg fyrirtæki erlendis og eru ekki lagðir á íslenska samkeppnisaðila líkt og lífeyrissjóði. Er þetta kallað Íslandsálag í hvítbókinni sem hafi ekkert með skilvirkni í rekstri fyrir- tækjanna að gera. Áskoranir fjármálafyrirtækja Í umsögn Bankasýslunnar með hvít- bókinni eru neikvæðar afleiðingar hinna séríslensku skatta vel dregnar fram og rökin gegn þeim faglega metin. Þá er vísað til umsagnar Bankasýslunnar í greininni Staða íslensku viðskiptabankanna og helstu áskoranir fram undan sem birtist í vefriti Fjármálaeftirlits- ins, Fjármál, í ágúst síðastliðnum. Í greininni er þessi sértæka skatt- lagning talin upp sem ein af níu helstu áskorunum bankanna og vegna áhrifa á rekstrarkostnað þeirra samanborið við innlenda og erlenda samkeppnisaðila. Þá eru nefndar áskoranir á borð við samkeppni frá tæknifyrirtækjum, breytingar á efnahagsumhverfi og frekari breytingar á regluverki frá Evrópu auk lækkandi arðsemi. Þó Alþingi hafi nú í nóvember sam- þykkt þrepaskipta lækkun á einum þessara sértæku skatta, hinn svo- kallaða bankaskatt, mun lækkunin ekki skila sér að fullu fyrr en að fimm árum liðnum og verður áfram með þeim hæstu í erlendum samanburði. Áfram ríkar faglegar kröfur Fjármálafyrirtæki hér á landi eru hluti af hinni evrópsku umgjörð um f jármálamarkaði og er allt evrópska regluverkið tekið upp í íslenskan rétt. Þá hefur eftir- lit með fjármálastarfsemi aldrei verið meira. Séríslenskar reglur og séríslenskar álögur skekkja sam- keppnisstöðu og auka kostnað sem kemur niður á samfélaginu öllu, heimilum og atvinnulífi. Íslensk f jármálafyrirtæki eru hluti af mikilvægum innviðum. Innviðum sem gegna mikilvægu miðlunar- hlutverki fjármagns og eru hluti af því nauðsynlega súrefni sem atvinnulífið alla síðustu öld hefur nýtt til vaxtar. Því þarf á nýju ári að gera áfram ríkar faglegar kröfur til f jármálafyrirtækjanna með öflugu eftirliti en á sama tíma grípa til markvissra aðgerða til að draga úr heimasmíðuðum kostnaði sem dregur af lið úr íslenskum fyrir- tækjum í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Nauðsynlegir bakhjarlar atvinnulífsins  Katrín Júlíusdóttir framkvæmda­ stjóri Samtaka fjármála­ fyrirtækja Grípa þarf til markvissra aðgerða til að draga úr heimasmíð- uðum kostnaði sem dregur aflið úr íslenskum fyrir- tækjum í harðnandi alþjóð- legri samkeppni. Árið 2019 var f jár festum almennt gott í Kauphöllinni. Heildarvísitala hlutabréfa hækkaði á milli 25% og 30% og tvö af hverjum þremur skráðum hluta- bréfum hækkuðu í verði, Marels allra mest eða um tvo þriðju. Þessi mikla verðhækkun og útboð félagsins um mitt ár þýðir að markaðsvirði Marels nærri tvöfaldaðist á árinu og er nú um 480 milljarðar. Ótrúlegt en satt þá hækkaði markaðsvirði Marels á árinu sem nemur samanlögðu markaðs- virði annars og þriðja stærsta félags- ins í Kauphöllinni. Glæsileg vaxtarsaga Marels heldur því áfram og nú leitum við hjá Nas- daq að „næsta Marel“. Undanfarna tvo vetur höfum við staðið fyrir námskeiðinu „First North – næsta skref“ sem hefur það að markmiði að undirbúa efnileg félög fyrir skrán- ingu á markað. Alls hefur 31 félag sótt námskeiðið. Efniviðinn vantar ekki en tíminn einn mun leiða í ljós hvort þeim takist að nýta markaðinn til vaxtar og feta í fótspor Marels. Hlutabréfamarkaðurinn styrktist á árinu eins og fjölgun félaga í Úrvals- vísitölunni úr 8 í 10 er til vitnis um. Kvika banki og Iceland Seafood Int- ernational fluttust af First North yfir á Aðalmarkaðinn og fasteignaþró- unarfélagið Kaldalón var skráð á First North. Ef ekki hefði verið fyrir fall WOW og áhrif þess á ferðamanna- geirann er líklegt að nýskráningar hefðu orðið f leiri. Viðskipti voru prýðileg og jukust um yfir fimmtung frá fyrra ári. Í kauphöllum Nasdaq á Norðurlöndum voru viðskipti í hlut- falli af stærð markaðarins einungis meiri í Stokkhólmi. Í september tók FTSE vísitölufyrir- tækið íslensk fyrirtæki inn í vísitölur sínar sem vafalítið jók áhuga erlendra fjárfesta. MSCI vísitölufyrirtækið ákvað hins vegar að bíða um sinn og gerði okkur í leiðinni þann greiða að benda okkur á ýmis atriði sem betur mega fara, meðal annars er lúta að til- kynningaskyldu í tengslum við gjald- eyrisviðskipti sem er óþægilegur minnisvarði um gjaldeyrishöftin. Vonbrigði eru hversu enn vantar ein- staklinga inn á markaðinn en eignar- hlutdeild þeirra nær ekki 5%. Von um breytingar á þessu felst í frumvarpi um skattaívilnun til einstaklinga sem fjárfesta í skráðum bréfum sem vonandi fær brautargengi á Alþingi á næsta ári. Skuldabréfamarkaður var einnig gjöfull fjárfestum. Ávöxtunarkrafa á markaði lækkaði í áður óþekkt gildi og markflokkavísitala Kaup- hallarinnar hækkaði fyrir vikið um 9% á árinu. Innflæðishöftum var loks aflétt í apríl sem bætti virkni skulda- bréfamarkaðar. Vöxtur markaðar fyrir sjálfbær skuldabréf á árinu er einnig sérstaklega ánægjulegur. Í lok árs voru fjögur skuldabréf skráð á markaðinn, þrjú „græn“ (fjármagna umhverfisvæn verkefni) og eitt félagslegt (fjármagnar verkefni sem hafa jákvæð félagsleg áhrif). Félags- lega skuldabréfið var einungis annað sinnar tegundar í kauphöllum Nas- daq á Norðurlöndunum. Horfur eru á frekari vexti markaðar með sjálfbær skuldabréf á næsta ári. Þegar á allt er litið fetuðum við okkur í rétta átt á árinu. Mikilvægt er þó að taka stærri skref og búa hér til afbragðs verðbréfamarkað. Það er fyllilega raunsætt markmið á næstu árum. Á laga- og reglusviðinu þarf til dæmis lítið annað til en breytingar sem þættu sjálfsagðar í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, hvort sem þau hallast til hægri eða vinstri í pólitíkinni. Gott en ekki afbragð  Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq á Íslandi Með sama áfram- haldi má allt eins búast við því að fyrirtæki sjái sér hag í því að draga úr starfsemi hér á landi og flytja starfsemi til annarra landa. Það fór vel á því að Isal, álverið í Straumsvík, fagnaði 50 ára afmæli álframleiðslu á Íslandi með því að afhenda Árna- stofnun íslenskt álorðasafn á staf- rænu formi. Þegar fyrirtækið hóf starfsemi sumarið 1969 voru ekki til orð á íslensku yfir búnað, efni og aðferðir í álverum. Lögð var vinna og metnaður í að íslenska orðin og með tímanum varð álorðasafnið til. Nú má fletta orðunum upp í Íðorða- banka Árnastofnunar á Netinu. Eitt af þeim orðum sem festu rætur var súrál, en það er lýsandi fyrir efnasamband áls og súrefnis. Víst er mikilvægt að nefna hlutina réttum nöfnum til þess að öðlast skilning. Til að mynda er rétt að tala um álver en ekki álbræðslu af því að álframleiðsla fer fram með rafgreiningu. Í því felst að súrefnið er skilið frá álinu. Það er ekki fyrr en við endurvinnslu áls sem það er brætt. Þá hefur álið líka þann eigin- leika umfram f lest önnur efni að það er svo gott sem nýtt. Ál er frábært orð Við af hendingu álorðasafnsins sem getið var í upphafi f lutti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarp í Straumsvík. „Ál er frábært orð,“ sagði hann. „Í sögu álversins í Straumsvík les ég að um miðjan sjö- unda áratug síðustu aldar hafi Bald- ur Jónsson íslenskufræðingur bent á þetta kjörorð fyrir erlenda orðið alúmíníum sem léti illa í munni og samræmdist auk þess ekki íslensku málkerfi og málvitund. Íslensk mál- nefnd gerði orðið að sínu og íslensk þjóð í kjölfarið.“ Eins og nærri má geta fór Guðni varlega í alla pólitík, en lét þess getið að það gæti verið fróðlegt og ögrandi viðfangsefni að ímynda sér Ísland án allrar stóriðju og allra stórvirkjana, eða aðeins án þeirra virkjana og iðjuvera sem risu í fyrstu atrennu. „Erfitt gæti reynst að láta þá niður- stöðu vera jákvæða þjóðarhag þegar allt er tekið með í reikninginn.“ Hagkvæmari raforkuframleiðsla Rýnt var í þessa sögu af Ingólfi Bender hagfræðingi á raforkufundi Samtaka iðnaðarins í haust. Í máli hans kom fram að á því 50 ára tíma- bili sem liðið er frá því orkusækinn iðnaður fór að skjóta rótum hér á landi, hafi landsframleiðsla farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu í að vera nú tæplega 50% meiri. Hann sagði stóran hluta skýr- ingarinnar vera að Íslendingar hafi farið að nýta orkuauðlindir í ríkari mæli en áður. „Framleiðsla stór- notenda gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæm- ari hætti en ella hefði verið.“ Fram að þeim tíma hafi gjald- eyrissköpun nær alfarið byggst á sjávarútvegi, en að sögn Ingólfs jafnaði sveif lur í hagkerfinu að fá f leiri stoðir undir útf lutninginn. „Gjaldeyrissköpun stórnotenda raforku er nú orðin meiri en heild- argjaldeyristekjur af útf lutningi sjávarafurða eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins til heilla fyrir fyrirtæki og heimili í landinu.“ Álvísa séra Jóns Í sögunni af orðinu ál rifjaði Guðni upp að téður Baldur hefði ekki eignað sér hugmyndina. Þvert á móti hefði hann glaður bent á að orðið hefði sést og heyrst mun fyrr og nefndi sem dæmi málmvísu séra Jóns Jónssonar í Stafafelli sem birtist í Almanaki Þjóðvinafélagsins árið 1914: Silfur og gull með gljáa fullan skarta, má og blika eir og ál einnig nikul, tin og stál. Lífskjör batnað hraðar hér en í Evrópu  Það gæti verið fróðlegt og ögrandi viðfangsefni að ímynda sér Ísland án allrar stóriðju og allra stórvirkjana. Sigurður Hannesson framkvæmda­ stjóri Samtaka iðnaðarins Við kveðjum nú krefjandi ár í íslensku atvinnulífi. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur tekið við samdráttur með tilheyr- andi áskorunum. Í megingreinum iðnaðar – byggingariðnaði, fram- leiðsluiðnaði og hugverkaiðnaði – fækkaði starfsfólki á árinu sam- hliða óvissu og erfiðari rekstrar- skilyrðum en undanfarin ár. Ef ekkert verður að gert má búast við frekari fækkun starfa og fyrirtækja. Lausnin felst í atvinnustefnu sem ætti að vera rauði þráðurinn í ann- arri stefnumótun stjórnvalda. Um það hafa Samtök iðnaðarins fjalla ítarlega. Há laun, háir raunvextir og há skattheimta í alþjóðlegum saman- burði bitna á fyrirtækjum hér á landi, ekki síst þeim sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum eða sem keppa við innfluttar vörur. Kemur þetta niður á hagkvæmni rekstrar hér á landi og stöðu íslenskra fyrirtækja í erlendri samkeppni. Hingað til hefur gengi krónu rétt af samkeppnishæfni Íslands en það gerist ekki nú þar sem grund- vallarbreyting varð á hagkerfinu á undanförnum áratug. Skuldir heim- ila, fyrirtækja og ríkis hafa lækkað umtalsvert, erlendar eignir eru umfram erlendar skuldir og aukin fjölbreytni er í útflutningi. Saman styrkir þetta stoðir hagkerfisins og áhrif þess koma nú fram í minni sveif lum. Fyrir vikið verður ekki leiðrétting á samkeppnisstöðunni og það fækkar störfum hér á landi. Það er óásættanlegt. Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun. Á sama tíma og Seðla- bankinn lækkar vexti sína til að örva fjárfestingu þá skilar það sér ekki almennilega í lækkun vaxta til fyrirtækja. Fjármálamarkaðir virka ekki sem skyldi. Meira þarf til svo fjárfesting fari af stað og hlýtur Seðlabankinn að horfa til þess á komandi ári. Fyrirtæki þurfa að fjárfesta til að auka framleiðni og skapa ný tækifæri. Umtalsverð þörf er á innviðafjárfestingu eins og landsmenn hafa rækilega verið minntir á undanfarin misseri. Þá er tímabær íbúðauppbygging hægari en ella vegna ástands á fjármála- mörkuðum sem og vegna óþarf- lega f lókins regluverks. Þessu þarf að breyta á nýju ári. Raforkumál hafa verið mikið til umræðu undanfarið ár. Umgjörð raforkumála þarf endurskoðun enda miðast regluverk við veröld sem var. Samkeppni á markaðnum á að vera virk, hið opinbera þarf að móta eigendastefnu fyrir starfsemi orkufyrirtækja í opinberri eigu, Landsnet á að vera í eigu ríkisins en ekki orkufyrirtækja og kaup- endur eiga að geta selt frá sér raf- orku sem þeir ekki nota svo dæmi séu tekin. Þetta – og f leira – hlýtur að koma fram í raforkustefnu sem stjórnvöld vinna nú að. Raforkuverð er eitt af því fáa sem hefur skapað Íslandi samkeppnisforskot en það hefur sannarlega minnkað. Með sama áframhaldi má allt eins búast við því að fyrirtæki sjái sér hag í því að draga úr starfsemi hér á landi og flytja starfsemi til annarra landa. Það eru því sannarlega blikur á lofti í íslenskum iðnaði. Einn af hverjum fimm á vinnumarkaði starfar í iðnaði, iðnaðurinn skapar 30% af gjaldeyristekjum og um fjórðung landsframleiðslu. Það eru því ríkir hagsmunir af því að íslenskur iðnaður sé öflugur. Með ákvörðunum okkar í dag höfum við áhrif á morgundaginn. Nýtum það til að efla stoðirnar enn frekar, skapa f leiri tækifæri hér á landi og auka þannig við lífsgæði okkar allra. Snúum vörn í sókn  Pétur Blöndal framkvæmda­ stjóri Samáls 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R18 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.