Fréttablaðið - 27.12.2019, Page 57
AÐRIR MAKA KRÓK-
INN, HVER OG EINN ER
AÐ HUGSA UM SIG OG LÍTIÐ
VIRÐIST EFTIR AF BYLTINGAR-
HUGSJÓNUNUM.
Bókin Meistarinn og Margaríta kemur út 1930 og það er athyglis-vert að í Moskvu á þeim tíma þurfi djöfulinn sjálfan til að stinga
á kýlum. Það segir ýmislegt um
söguna að það skuli vera hann sem
kemur og afhjúpar það sem miður
fer, spillingu og annað,“ segir Hilm-
ar Jónsson, þýðandi og leikstjóri
jólasýningar Þjóðleikhússins. Hann
segir söguna af mörgum talda eitt
magnaðasta skáldverk 20. aldar.
„Það var Ingibjörg Hjartardóttir
sem þýddi hana og ég gerði leikgerð
upp úr henni fyrir Hafnarfjarðar-
leikhúsið árið 2003. En sú leikgerð
sem hér er á fjölunum er þýdd úr
sænsku. Hún er trú bókinni.“
Ekki er nauðsynlegt að hafa lesið
bókina til að njóta sýningarinnar,
að mati Hilmars. „Við erum náttúr-
lega að segja söguna, hún rekur
sig og er með upphafi, miðju og
endi eins og gengur. En maður les
það í gegnum þetta verk að það
hafa orðið ákveðin vonbrigði hjá
Búlgakov með hvernig alþýðu-
byltingin hefur þróast á þeim tólf
til fimmtán árum sem hún hefur
staðið, þegar hann skrifar söguna.
Ástandið er strax orðið spillt og
ógnvænlegt, fólk er að hverfa af
götunum og lenda í fangelsi. Það
er allt ritskoðað og enginn getur
eiginlega um frjálst höfuð strokið.
Það er húsnæðisskortur, mútur og
alls konar ólögleg starfsemi í gangi.
Aðrir maka krókinn, hver og einn er
að hugsa um sig og lítið virðist eftir
af byltingarhugsjónunum fyrir hinn
almenna borgara.“
Hilmar segir Meistarann og
Margarítu vinsælt verk um allan
heim. „Það eru fjölmargar leikgerðir
búnar til og settar upp á hverju ári,
enda er þetta merkilegt verk fyrir
margra hluta sakir. Það er í raun
harmsaga meistarans, hann er rit-
höfundur sem skrifar bók í óþökk
yfirvalda. Þetta er líka ádeila og
spenna og svo falleg ástarsaga.“
Hilmar tekur fram að valinn
maður sé í hverju rúmi í sýningu
Þjóðleikhússins, bæði inni á sviðinu
og utan.
Ádeila, spenna og
falleg ástarsaga
Barátta góðs og ills er kjarninn í verkinu
Meistarinn og Margaríta, eftir Búlgakov,
sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær í
þýðingu og leikstjórn Hilmars Jónssonar.
Hann var króaður af í önnum dagsins.
Hilmar Jónsson segir Meistarann og Margarítu merkilegt verk fyrir margra hluta sakir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bæði ólga og ástir eru í Meistaranum og Margarítu. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F Ö S T U D A G U R 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9