Fréttablaðið - 31.12.2019, Page 33
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R28 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Stuðið og
tuðið á árinu
Þegar horft er í íþróttaspegil fortíðar og
íþróttaárið rifjað upp kemur margt skemmti-
legt og annað miður skemmtilegt úr poka-
horninu. Það var jú ýmislegt sem gerðist innan
vallar sem utan á árinu sem nú er að ljúka.
Rangur Alexander
Einhver stórkostlegasta íþróttafrétt ársins var
þegar Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, boðaði
rangan Alexander til æfinga. Þannig var að Brynjar
var að leita eftir því að styrkja vörnina hjá sér og sló á
þráðinn til Vilhjálms Guðmundssonar, þjálfara Hauka,
til að spyrjast fyrir um Alexander Frey Sindrason.
Hann fékk þó rangt númer og boðaði Alexander
Bjarka Rúnarsson, sóknarmann Vængja Júpíters, til
æfinga. Rangur Alexander mætti en eftir stutt spjall
kom hið sanna í ljós og fékk sá ekki að láta ljós sitt
skína í efstu deild.
Ritskoðun fótboltans
Knattspyrnusamband Íslands bannaði fjölmiðlamönnum að spyrja Kol-
bein Sigþórsson um það þegar kappinn var handtekinn í Svíþjóð þegar ís-
lenska landsliðið mætti til Tyrklands. Fjölmiðlamenn urðu við beiðninni.
Knattspyrnusamband Íslands var þó ekki eitt um að banna fjölmiðla-
mönnum að spyrja út í ákveðin mál. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals,
bannaði fjölmiðlamönnum að spyrja út í Gary Martin-farsann sem þá
var í gangi á Hlíðarenda. Pepsi Max mörkin sögðu að Ólafur réði engu en
báðu hann svo afsökunar þrátt fyrir að hann stæði á viðtalssvæði. Meira
að segja Helga Seljan fannst sú afsökunarbeiðni undarleg.
Ummæli ársins
n Kristján Örn Kristjánsson,
leikmaður ÍBV, var ekki
dæmdur í leikbann
þrátt fyrir að ummæl-
um hans um dómara
hafi verið vísað til
aganefndar HSÍ. Kristján
sagði: „Ég held að Aftur-
elding telji peningana sína mjög
dýrt núna. Þeir fengu allt
með sér þarna í lokin,“
sagði hann við RÚV
eftir leik en aganefndin
sagði að ummælin væru
einfaldlega með öllu
óskiljanleg – bæði sam-
kvæmt orðanna hljóðan
og almennri málvenju og slapp
Kristján því við leikbann.
n Björgvin Stefánsson
lýsti leik Hauka og
Þróttar fyrir uppeldis-
félagið sitt og sagði:
„Þetta er það sem ég
er alltaf að segja. Það er
svo stutt í villimannseðlið
hjá svarta manninum.“
Björgvin var dæmdur í
fimm leikja bann fyrir
ummælin.
n Hannes Halldórsson sat
undir ásökunum um að hafa
gert sér upp meiðsli til að fara í
brúðkaup Gylfa Sigurðssonar
og Alexöndru Helgu Ívars-
dóttur. Hann var ósáttur
við umræðuna sem
skapaðist í kjölfarið.
„Ég myndi aldrei gera
mér upp meiðsli til að
sleppa því að spila fótbolta-
leik. Ég hef alltaf sinnt mínu
starfi sem fótboltamaður af
100% fagmennsku og það
mun ekki breytast. Mér
finnst þessi umræða hafa
vegið að æru minni sem
íþróttamanns og hún er
óásættanleg.“
Twitter-færsla ársins
n Magnús Már Einars-
son, ritstjóri fót-
bolti. net, þurfti að
biðjast vægðar
eftir að hann
var grunaður
um að hafa
tekið viðtal
við fyrirliða
Tyrkja með
uppþvotta-
bursta. Tyrkir tóku
vægast sagt illa í þetta
uppátæki ferðamanns
og hótuðu Magnúsi
öllu illu. Hann þurfti
að fara á Twitter og
fékk rúm 17 þúsund
læk.
n Dear Turkish
fans!
I was NOT at
the airport in
Iceland today
and I would
NEVER pretend
to take an interview
with a brush. I don’t
know who the guy
with the brush is, he is
a tourist.
Fjarvera ársins
Sara Björk Gunn-
arsdóttir var
handhafi titilsins
Íþróttamaður
ársins, og var
á topp þremur
listanum í ár en
sleppti þessum
stærsta sjón-
varpsviðburði
ársins því að hún
fór í bústað.
Peningamaður ársins
Gianni Infantino, forseti FIFA, boðaði að breytt HM
félagsliða fari fram í Kína og neitaði að það hefði
verið gert útaf veglegum og þykkum peninga-
búntum. „Það eru vandamál alls staðar í heiminum
og FIFA mun ekki leysa þau öll,“ sagði forsetinn. Frá
og með 2021 verða 24 lið í keppninni sem mun fara
fram í Kína. Samtök félagsliða í Evrópu hafa lýst yfir
áhyggjum af stækkaðri keppni.Fórnarlamb ársins
Fyrrverandi forseti FIFA, Sepp Blatter, sagði í viðtali
við New York Times að hann vildi fá úrin sín af skrif-
stofu FIFA til baka. Í viðtalinu sagði Blatter að 60 úr
hefðu orðið eftir og hann vildi gjarnan fá þau aftur.
„Það er engin virðing eftir. Þetta eru mín úr, gefið
mér þau til baka.“ Hann hótaði meira að segja að fara
í mál við FIFA út af úrunum. Blatter er í sex ára banni
frá fótbolta og má ekki stíga fæti inn á fyrrverandi
skrifstofu sína.
Málaferli ársins
Israel Folau fór í mál við rúgbísamband Ástralíu eftir
að hafa verið rekinn úr landsliðinu fyrir skoðanir
sínar. Folau sagði í maí að helvíti biði þeirra sem eru
samkynhneigðir og hjónabönd samkynhneigðra yllu
eldum um alla Ástralíu. Hann vildi rúman milljarð
króna í skaðabætur.
Ekki málaferli ársins
UEFA hreinsaði stuðningsmann Porto af ásökunum
um rasisma eftir að vörn hans var tekin trúanleg.
UEFA hafði sektað kauða fyrir að stýra söng um apa
en vörnin var einföld. Hann væri kallaður Monkey og
allir í Portúgal kölluðu hann Monkey. UEFA lét málið
niður falla.
Taktleysi ársins
Cristiano Ronaldo átti gott ár en hann var ákaflega
taktlaus á samfélagsmiðlum í upphafi ársins þegar
hann birti mynd af sér í einkaflugvél með þremur
tjáknum, broskalli, flugvél og þumli upp. Sama dag
hafði Emiliano Sala hrapað til bana og Ronaldo verið
dæmdur til að greiða skattinum á Spáni gríðarlegar
upphæðir. Hann fékk bágt fyrir.
Sturlun ársins
Luis Suarez átti nokkrar stórkostlegar stundir á fót-
boltavellinum. Hann trylltist þegar leikmaður Chile
hjálpaði til að fella áhorfanda sem hafði hlaupið inn
á völlinn og vildi að leikmaðurinn fengi gult spjald.
Í sömu keppni varði markvörðurinn frá honum en
Suarez hljóp að dómaranum og vildi fá hendi á mark-
vörðinn.
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9
Fréttablaðið í dag
SKOÐUN Gæludýr getur uppfyllt
þörf fyrir vináttu segir Kolbrún
Baldursdóttir. 11
SPORT Anna Björk Kristjáns-
dóttir leikur í Hollandi. 12
TÍMAMÓT Kristján Hrannar Páls-
son hlaut styrk vegna orgelverks
um loftslagsbreytingar. 30
PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l BÍLAR
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
35
m
ín.
60°
Norðurheimsk
autsbaugur
Norðurheimskautsbaugur
Í S L A N D
N o r ð u r - A t l a n t s h a f
G r æ n l
a n d
s h a
f
Vopnafjörður
Þórshöfn
Egilsstaðir
Akureyri
Grímsey
REYKJAVÍK
Keflavík
GRÆNLAND
Ilulissat
Kulusuk
Nuuk
Narsarsuaq
GRÆNLAND
Nerlerit Inaat
FÆREYJAR
Tórshavn
45
m
ín.
50
mín
.
40
m
ín.
Ísafjörður
Innanlandsflug frá
7.965 kr.
Bókaðu núna á
airicelandconnect.is
BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Betur fór
en á horfðist fyrir skemmstu þegar
nýsteypt gólfplata í nýbyggingu á
Hlíðarendareitnum svokallaða í
Reykjavík gaf sig. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Vinnueftirlitinu sakaði
engan í óhappinu.
Vinnueftirlitið greinir frá því að
það liggi fyrir hvað gerðist en sam-
kvæmt því var burðarþol uppsláttar
undir plötunni ekki nægilegt. Eftir
því sem næst verður komist var
steypan ekki þornuð og rann því til
þegar undirstöður gáfu sig.
Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri
Vinnueftirlitsins, staðfestir að atvik-
ið hafi verið tilkynnt til stofnunar-
innar en að fulltrúar hafi ekki farið
á svæðið eftir óhappið.
Það verði þó gert síðar og öll
öryggismál framkvæmdasvæðisins
skoðuð eins og venja er.
Samkvæmt upplýsingum frá skrif-
stofu byggingarfulltrúa Reykjavíkur
fyrir helgi hafði málið ekki verið
tilkynnt þangað en staðfest sömu-
leiðis að byggingarfulltrúi myndi
spyrjast fyrir um hvað þarna gerðist.
Ekki fengust upplýsingar um það í
gær hvort niðurstaða hafi fengist í
þá skoðun.
Eftir að gólfplatan gaf sig fyrir
jól var verktakafyrirtækinu Línu-
borun falið að klára að brjóta niður
afganginn af gólfplötunni, sem þarf
að endurgera. Eins og sjá má á með-
fylgjandi mynd er tjónið nokkurt.
Línuborun þurfti meðal annars að
nota fjarstýrða brotvél til verksins.
Línuborun birti myndir af verkinu
á Facebook-síðu sinni og veitti
Fréttablaðinu leyfi til að endurbirta
þær. Þar segir sömuleiðis að mikil
heppni sé að enginn hafi slasast.
Fyrirhugað er að nærri átta
hundruð íbúðir rísi á Hlíðarenda-
reitnum svokallaða.
Fyrstu íbúðirnar sem byggðar
voru fóru í sölu í byrjun síðasta árs.
Þrátt fyrir umleitanir Fréttablaðs-
ins tókst ekki að hafa uppi á verk-
Gólfplata brast
vegna mistaka
í steypuvinnu
við Hlíðarenda
Mildi þykir að engan hafi sakað er nýsteypt gólfplata
í nýbyggingu á Hlíðarenda gaf sig. Vinnueftirlitið
segir burðarþol í uppslætti undir plötunni ekki hafa
verið nægilegt. Byggingarfulltrúi hafði ekkert heyrt
af málinu er Fréttablaðið leitaði viðbragða þaðan.
Fjarstýrður bor var notaður til að brjóta afganginn af gólfplötunni. Endurgera þarf alla plötuna. MYND/LÍNUBORUN
Fyrirhugað er að nærri
átta hundruð íbúðir rísi á
Hlíðarendareitnum svokall-
aða. Þrátt fyrir umleitanir
Fréttablaðsins tókst ekki að
hafa uppi á verktakanum
sem kom að því að steypa
gólfplötuna.
MENNTAMÁL „Ég er jákvæð í garð
allra mála sem teljast til umbóta í
menntakerfinu. Menntamálin eru
stærsta hagsmunamál þjóðarinnar
og auðvitað vilja allir vinna að fram-
gangi þeirra. Þannig að ég fagna
liðsauka í þeim efnum,“ segir Lilja
Alfreðsdóttir, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, um fyrirhugað
frumvarp Áslaugar Örnu Sigur-
björnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðis-
flokksins, um opnari háskóla.
Áslaug Arna vill að háskólarnir
fái aukið svigrúm til að innrita nem-
endur óháð því hvort þeir eru með
prófgráður eða ekki.
Lilja segist mjög ánægð með
þennan áhuga á menntamálum sem
sé að finna í þinginu og um allt land.
„Það er jákvætt þegar þingmenn
eru að láta stóru málin til sín taka,“
segir Lilja. Unnið sé að langtíma-
stefnu í menntamálum í víðtæku
samráði út í samfélagið. – sar
Ráðherra tekur vel í hugmyndir
þingmanns um opnari háskóla
LÍFIÐ Alexandra Helga
Ívarsdóttir er á Ítalíu að
undirbúa brúðkaup sitt
og knattspyrnumanns-
ins Gylfa Þórs Sigurðs-
sonar. Búast má við
stjörnufjöld á gesta-
listanum.
Parið trúlofaði
sig á Bahamaeyj-
um í sumar. Eftir
heimsmeistara-
mótið í Rússlandi héldu
þau í draumafrí þar sem
Gylfi bað Alexöndru.
Alexandra hefur
birt myndir af
undirbúningi
sínum á Insta-
gram. Kunnug-
ir segja að hún
sé við Como-
vatnið.
– bbh / sjá síðu 22
Gylfi Þór og Alexandra Helga að
undirbúa brauðkaup aldarinnar
Fyrirsögn ársins
Það er erfitt að toppa brauðkaupið á Ítalíu.