Fréttablaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 39
Nú þegar nýja árið er senn á enda er vel við hæfi að renna yfir og rýna í fyrstu mánuði leikársins sem nú er tæplega hálfnað. Meira virtist þó gerast utan sviðs en á; ný sviðslistalög voru sam- þykkt, nýr Þjóðleikhússtjóri var ráðinn og nýútskrifaðir leikarar settu sitt mark á leiksviðið. Þessi f lækjugangur býður upp á að byrja á röngum enda og fjalla fyrst um nýtilkomna lagarammann sem mun skilgreina sviðslistir í landinu á komandi árum, jafnvel áratugum. Ný sviðslistalög Á síðasta ári varð uppi fótur og fit þegar drög að nýjum sviðslista- lögum, sem áttu að koma í stað þeirra sem gilt hafa síðan 1998, voru kynnt. Fagaðilar mótmæltu tillögunum harðlega og hófst mikil vinna við að lagfæra orðalag sem var síðan samþykkt á síðasta þing- fundi fyrir þessi jól. Margt ágætt má finna í frumvarpinu en margt þarf að bæta. Fyrsta setning nýju laganna hljóðar svo: „Markmið laga þessara er að efla sviðslistir á landinu öllu, marka heildarramma fyrir málefni sviðslista og búa þeim hagstæð skilyrði.“ Fjármagn til sjálf- stæðra leikhópa hefur staðið í stað síðastliðin ár og samkvæmt nýj- ustu fjárlögum mun því ekki verða breytt á næstunni. Sömuleiðis er styrkjakerfið með öllu óbreytt, leikhópar geta einungis fengið fjár- mögnun fyrir einstök verkefni í stað þess að fá stuðning til lengri tíma. Landsbyggðin líður líka fyrir óljóst orðaval. Stærsta breytingin varðar þjóð- leikhúsráð sem fimm einstaklingar skipa. Hingað til hefur ráðherra skipað þrjá og Sviðslistasamband tvo í ráð sem starfar fjögur ár í senn. Núna skipa fagfélög sviðslistafólks þrjá fulltrúa en ráðherra tvo í fimm ár. Að sama skapi hefur stjórnunar- rammi ráðsins verið skýrður til muna. Svipaðar breytingar má sjá fyrir listdansráð en þar fá fagfélög tvö sæti á móti einu sem ráðherra skipar. Loforðið um kynningar- miðstöð fyrir íslenskar sviðslistir er endurtekið í lögunum en lítið fréttist af raunverulegum fram- kvæmdum. Ys og þys utan sviðs Þann 1. nóvember bárust þær stóru fréttir að Magnús Geir Þórðarson hefði verið ráðinn Þjóðleikhús- stjóri. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann hefur tíma til að setja sitt mark á komandi ár og hvaða málefni hann setur í forgang fyrstu mánuði sína í starfi, innviði starf- seminnar þarf að skoða gaumgæfi- lega sem og leiðir til að lækka miða- verð, eitthvað sem Borgarleikhúsið þarf að skoða líka. Bíó Paradís hefur sinnt miklu fumkvöðlastarfi síðastliðin ár og sýnt upptökur af fjölbreyttum sýn- ingum á fjölum leikhúsa í London. Sömuleiðis eru Sambíóin í Kringl- unni að sýna upptökur frá Met- óperunni í New York. Hápunktur- inn var að sjá Dísellu Lárusdóttur leika stórt hlutverk í Akhnaten eftir Philip Glass. Alltof fáir áhorfendur gera sér ferð á þessar sýningar. Áhugafólk um menningu er hvatt til að mæta. Eftirtektarverðar sýningar En klárlega eru það leiksýningar landsins sem mynda leikárið og listafólkið sem vinnur hörðum höndum við að sviðsetja verkin. Vandamálið er að því miður var lítið um framúrskarandi sýningar þetta haust. Leikárið byrjaði þó með óvæntum hætti þegar sjálf- stæði rokksöngleikurinn We Will Rock You, sem leikstýrt var af Vigni Rafni Valþórssyni, var frumsýndur í Háskólabíói. Er von á f leiri sjálf- stæðum sýningum á slíkum skala? Ný íslensk leikrit ollu vonbrigð- um. Bæði Þjóðleikhúsið og Borgar- leikhúsið verða að endurskoða sínar áherslur, finna leiðir til að taka framfaraskref í þessum málaflokki. Aftur á móti voru nokkrar sýn- ingar, sem voru ójafnar að gæðum en sýndu bæði djörfung og húmor. Endurminningar valkyrju, runnin undan rifjum fjöllistahópsins End- urnýttar væntingar, kom skemmti- lega á óvart. Þar gerðu dragdrottn- ingar, í hlutverki Brynhildar, áhlaup á svið Tjarnarbíós, sem hefur verið að styrkja stöðu sína sem verndari sjálfstæðu senunnar. Sýningin Engillinn í Þjóðleikhúsinu, byggð á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, á líka skilið sérstakt hrós fyrir að færa áhorfendum íslenska nýklassík í frumlegum búningi. Metnaðarfull- ar barnasýningar settu líka svip á síðastliðna mánuði. Áhugaverðastar eru Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist, Mamma klikk! og Jóla- ævintýri Þorra og Þuru sem spretta upp úr sjálfstæðu senunni. En Atómstöðin í Þjóðleikhús- inu var fremst í f lokki, djarf lega leikstýrt af Unu Þorleifsdóttur í splunkunýrri leikgerð Halldórs Laxness Halldórssonar. Ebba Katrín Finnsdóttir stimplaði sig rækilega inn sem spennandi leikari í hlut- verki sínu sem Ugla. Eitur, í leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur, sýndi líka að prjállaus nálgun í bland við gríðarlega sterkan leik þjónar stundum textanum best. Nýtt ár og framtíðin En nú er nýtt ár að hefjast og jan- úarmánuður býður upp á mjög spennandi sýningar. Vanja frændi, eftir Anton Tsjekhov, í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur, sem sló aldeilis í gegn á síðasta ári með Ríkharði III, verður á fjölunum í Borgarleikhúsinu. Stuttu seinna má sjá Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, eitt frambærilegasta leikskáld þjóðarinnar, í sama húsi. Stærsta sýning Leikfélags Akureyr- ar verður svo frumsýnd í mánaðar- lok en þar er á ferðinni bandaríski rokksöngleikurinn Vorið vaknar, byggður á þýsku leikriti Frank Wedekind. Borgarleikhúsið tók stórt stökk inn í samtímann og hefur nú gert valdar sýningar aðgengilegar á pólsku og ensku í gegnum smáforrit. Vonandi er þetta merki um breytta tíma í leikhúsum landsins því að löngu er kominn tími til að virkja nýja og alþjóðlega áhorfendur. Slíkt getur einungis verið íslensku sviðs- listafólki til framdráttar. Borgarleikhúsið er nú þegar byrj- að að kynna sýningar næsta leikárs, þar ber hæst endurkomu leikstjór- ans Þorleifs Arnar Arnarssonar, sem hefur verið að gera mjög góða hluti erlendis, til Íslands með Rómeó og Júlíu í farteskinu. Þjóðleikhúsið er óskrifað blað eins og áður er nefnt. Að lokum Líkt og með nýju sviðslistalögin þá er margt ágætt að finna á síðast- liðnum mánuðum en við getum gert miklu betur. Ekki dugar að sætta sig við meðalmennskuna. Markið þarf að setja hátt til að koma leiklistinni á hærra plan. Hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar. Með sam- eiginlegu átaki og samfélagslegum stuðningi er allt hægt. Gleðilegt nýtt ár! Sigríður Jónsdóttir Ys, þys og þóf í íslenskum sviðslistum Ný sviðslistalög og nýr Þjóðleikhússtjóri en ný íslensk leikrit ollu vonbrigðum. Barnasýningar voru metnaðarfullar og fleiri sýndu djörfung á fyrri hluta leikársins. „Ebba Katrín Finnsdóttir stimplaði sig rækilega inn sem spennandi leikari í hlutverki sínu sem Ugla.“ Oddur Júlíusson lék heitmanninn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Hápunkturinn var að sjá Dísellu Lárusdóttur leika stórt hlutverk í Akhna- ten eftir Philip Glass,“ segir í dómi um sýningar í breskum leikhúsum sem Bíó Paradís kemur á framfæri hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON LEIKLISTARANNÁLL 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.