Fréttablaðið - 31.12.2019, Side 43
Útsala Ársins út allan janúar 2020 • Mögnuð tilboð
ÚTSALAÁRSINSBYRJUM NÝJA ÁRIÐ MEÐ LÁTUM OG BJÓÐUM ÓTRÚLEG TILBOÐ Á TÖLVUM OG TÖLVUVÖRUM ÚT ALLAN JANÚAR
BYRJAR 2. JANÚAR KL. 10:00
75%
AFSLÁTT
UR
Af yfir 1
000
vörum
ALLT AÐ
50%
AFSLÁTT
UR
Af tölvu
skjám
ALLT AÐ50.000AFSLÁTTURAF FARTÖLVUM
ALLT AÐ
31. desem
ber 2019 • Tilboð gilda 2. - 31. janúar 2020 eða m
eðan birgðir endast. B
irt m
eð fyrirvara um
breytingar, innsláttarvillur og m
yndabrengl
OPNUNARTÍMI
OPIÐ Í DAG 31.DES
10:00 - 13:00
1. JANÚAR 2020
LOKAÐ
ÚTSALA ÁRSINS HEFST
2. JAN KL 10:00
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
Myndlistarkonan Freyja E i l í f o pn a r s ý n i ng -una Ęxïstęnzîā í Hilbert-
Raum galleríi í Berlín. Það er henn-
ar fimmtánda einkasýning eftir
útskrift úr Listaháskóla Íslands og
sú fimmta erlendis.
Að þessu sinni breytir Freyja Eilíf
galleríi í kvikmyndahús fyrir mynd-
bandslistaverk. Hún hefur unnið
sýninguna sem innsetningarverk,
með skúlptúrum, veggverkum,
gólfverkum og þátttökuverkum sem
fjalla um ferðir fólks í kvikmynda-
hús og áhorf þess á aðra heima í
gegnum myndbandsleiðslur.
Sýningin umbreytir HilbertRaum
galleríinu í Berlín í tilraunamiðað
og óhefðbundið kvikmyndahús og
hýsir annar af tveimur sölum þess
sýningu á myndbandslistaverkum
eftir níu gestalistamenn, íslenska og
alþjóðlega.
Í inngangsrýminu mæta gestir
sjónauka frá annarri tímalínu sem
sýnir óhlutbundnar myndir, tákn-
rænar fyrir upphaf ferðalagsins.
Næst nema augu þeirra mögulega
staðar við vafrandi vísifingur, snert-
ingu milli tóls og hugmyndaflugs
sem tekur þá inn í símaleiðslu og
áður en þeir ganga inn í kvikmynda-
salinn, taka þeir sér sakramenti af
holdlituðu poppkorni frá altarinu,
ef marka má texta í sýningarskrá.
En það eru f leiri listamenn en
Freyja Eilíf sem eiga myndbands-
verk á sýningunni. Þeir eru: Rakel
Jónsdóttir, Bryndís Björnsdóttir,
John Butler, George Cox, Kate Tats-
umi, Jan Martinec, Lisa Stewart,
Andrea Pinheiro og Anna Margrét
Ólafsdóttir.
Freyja Eilíf rak sjálf sýningar-
rýmið Ekkisens á árunum 2014-2019
í kjallara ömmu sinnar í Þingholt-
unum og starfrækir Skynlistasafnið
í dag, sem er tilraunavinnustofa og
sýningarsalur. – gun
Freyja Eilíf
sýnir í Berlín
Freyja Eilíf í Dzialdow galleríi.
Freyja Eilíf með ömmu Diddu sem
lánaði henni kjallarann sinn til
sýningarhalds. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Þriðjudagur
hvar@frettabladid.is
31. DESEMBER 2019
Tónleikar
Hvað? Nýárs-hátíðartónleikar
Hvenær? 22.59-00.01
Hvar? Fríkirkjan, Reykjavík
Kórinn Kliður mun við þetta
tækifæri taka upp fyrstu hljóm-
plötu sína, fanga söng kórsins
og andrúmsloftið þegar einu
ári lýkur og annað hefst. Rýmið
mótar hljóminn, byggingin sjálf
hefur sitt að segja. Enn meiri
áhrif á upptökurnar hafa tón-
leikagestirnir sjálfir því þótt þeir
séu þögulir að mestu þá breyta
líkamar þeirra hljómburðinum
bókstaf lega auk þess sem viðvera
þeirra skapar andrúmsloftið. Á
tónleikunum verður efnisskrá
síðustu tveggja ára kvödd til að
rýma fyrir nýjum lögum, nýjum
tímum. Allir hjartanlega vel-
komnir. Frjáls framlög.
Hvað? Hátíðarhljómar við áramót
Hvenær? 16.00
Hvar? Hallgrímskirkja
Trompetleikararnir Baldvin
Oddsson og Jóhann Nardeau
og Björn Steinar Sólbergsson
organisti Hallgrímskirkju f lytja
glæsileg hátíðarverk frá barokk-
tímanum, meðal annars eftir J.S.
Bach, Vivaldi og f leiri.
Kliður syngur á ólíklegustu stöðum en Fríkirkjan í Reykjavík er tónleika-
staðurinn í kvöld og hún breytist líka í upptökustað.
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð