Skessuhorn


Skessuhorn - 20.02.2019, Page 4

Skessuhorn - 20.02.2019, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Öryggismálum ábótavant Hvalfjarðargöng voru opnuð fyrir umferð sumarið 1998. Flestir muna gjörla hvílík samgöngubót göngin voru enda bæði drepleiðinlegt, tafsamt og oft beinlínis hættulegt að aka fyrir fjörð í allskonar veðrum og færð. Göngin gerðu því meira en að stytta ferðatíma, þau juku öryggi vegfar- enda. Strangt eftirlit var strax frá fyrsta degi með að hámarkshraði væri virtur þegar ekið er um göngin, enda slíkt forsenda öryggis. Umferð um jarðgöng er nefnilega í eðli sínu hættuleg ef minnstu frávik verða frá viður- kenndum öryggiskröfum. Í jarðgöngum skapast margfalt meiri hætta en á vegum úti ef eitthvað bregður útaf, einkum ef eldur verður laus. Tæpu ári eftir að Hvalfjarðargöng voru opnuð varð stórslys í jarðgöng- um sem nefnast Mont-Blanc og liggja um Alpana milli Frakklands og Ít- alíu. Göng þessi eru 11.600 metra löng og voru tekin í notkun 1965. Voru þau lengi vel lengstu jarðgöng í heimi. Lega þeirra er þannig að þau eru hæst í miðju, en halla niður til beggja gangamunna, öfugt við Hvalfjarðar- göngin sem fara undir fjarðarbotninn. 24. mars 1999 kviknaði í flutninga- bifreið sem stödd var í miðju ganganna. Slökkvibifreið var umvifalaut send af stað frá Frakklandi og þegar hún var komin langleiðina að hinum brenn- andi bíl, tók á móti mönnum svartur þykkur reykur. Slökkviliðmennirnir lokuðust inni í göngunum. Skýringin á þessum reyk var sterkur vindur sem blés inn um gangamunnann Ítalíumegin. Við illan leik tókst björgunarliði að koma slökkviliðsmönnunum til bjargar eftir um þrjá klukkutíma. Í þess- um bruna fórust engu að síður 39 vegfarendur enda náði hitinn þegar mest var 1200 gráðum. Malbik á tveimur kílómetrum bráðnaði, slíkur var hitinn. Eftir eldsvoðann tók langan tíma að lagfæra Mont Blanc göngin og var um- ferð ekki hleypt á þau að nýju fyrr en um þremur árum eftir slysið. Ég kýs að rifja þetta tiltekna slys upp hér og nú í ljósi tíðinda sem við flytjum hér í blaðinu í dag af brotalömum sem komu í ljós í kjölfar áreksturs tveggja bíla í Hvalfjarðargöngunum að morgni þriðjudags í liðinni viku. Í viðtali við Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóra lýsir hann því sem útaf virðist hafa borið í umræddu óhappi og er af mörgu að taka. Röð mistaka virðast hafa átt sér stað. Í fyrsta lagi kom í ljós að vöktun á umferð um göngin er stórlega ábótavant. Einhverjir blettir í þeim eru utan sjónarhorns öryggis- myndavéla. Á slíkum stað varð einmitt fyrrnefnd aftanákeyrsla þegar bíl var ekið á kyrrstæðan bíl í brekkunni norðanmegin. Starfsmenn á vaktstöð Vegagerðarinnar vissu ekki af slysinu fyrr en þeir fengu skilaboð um að búið væri að ræsa út sjúkraflutningamenn. Í annan stað kom í ljós að það var metið svo af Neyðarlínunni, sem barst boð um slysið frá vegfaranda, að ekki væri ástæða til að setja hæsta viðbúnaðarstig í gang. Þrátt fyrir að elds- neyti læki frá löskuðum bílum og því gríðarleg eld- og sprengihætta og allir í hættu sem nálægt voru. Í þriðja lagi voru slökkviliðsmenn á Akranesi og höfuðborgarsvæðinu ekki kallaðir út fyrr en 13 mínútum eftir að Neyðar- línan fær umrædda upphringingu um áreksturinn. Það brást því ekki eitt, ekki tvennt heldur að minnsta kosti þrennt í veigamiklu eftirliti og við- búnaði. Ég fagna því að slökkviliðsstjórinn á Akranesi ætlar ekki að láta ógert að rýna í allt það sem út af bar í kjölfar þessa slyss 12. febrúar síðastlið- inn og kalla hlutaðeigandi forsvarmenn Vegagerðar, ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðila til fundar um gerð nothæfrar viðbragðsáætlunar. Þá verður Vegagerðin að girða sig í brók og taka mun alvarlegar það hlutverk sitt að reka Hvalfjarðargöngin. Göngin eru full af mengun, lýsingu og endurskini er ábótavant og engin mönnuð vakt er lengur til staðar. Ökumenn í vanda verða því að treysta á guð og lukkuna. Við sem notum þessa samgönguleið eigum ekki að gefa neinn afslátt af öryggi. Að óbreyttu hljóta jafnvel ein- hverjir að íhuga hvort öruggara sé að aka aftur fyrir gamla Hvalfjörð. Magnús Magnússon. Sterkar vísbendingar eru nú um að framleiðsla og sala lambakjöts hér á landi nálgist jafnvægi. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum búnað- arstofu Matvælastofnunar hefur sauðfé á landinu fækkað um 28 þús- und, eða um 10% á síðustu tveim- ur árum, þar af um 6% árið 2018. Á sama tíma eru batnandi horfur í útflutningi á kjöti sem að stórum hluta má rekja til veikingar krón- unnar. Í ljósi sölu lambakjöts hafa að minnsta kosti fjögur afurðasölufyr- irtæki á síðustu vikum greitt bænd- um uppbót á innlegg síðasta hausts, allt upp í 12%, og bætir það mjög þrönga stöðu bænda. Þá hefur einn sláturleyfishafi, Sláturfélag Suður- lands gefið það út að í ljósi breyttra aðstæðna á markaði og fækkunar sauðfjársláturhúsa hefur fyrirtækið ákveðið að lengja sláturtíð haustið 2019 um þrjá sláturdaga og býður auk þess nýjum innleggjendum á fé- lagssvæði SS að sækja um innleggs- viðskipti með sama rétti og þeir sem fyrir eru. Vísað er til þess að sauð- fjárslátrun Norðlenska á Höfn í Hornafirði verður hætt í sumar. Í tilkynningu SS má segja að kveði við nýjan tón, en á síðustu tveimur árum hafa bændur átt erf- itt með að færa sig milli afurða- stöðva og þær flestar neitað ósk- um um nýja viðskiptavini. Rætt er við Steinþór Skúlason forstjóra SS í síðasta Bændablaði. Þar segir hann að ýmsar ástæður liggi að baki því að félagið óski nú eftir fleiri inn- leggjendum. Telur hann að ákveð- in vatnaskil séu að verða í sauðfjár- framleiðslunni þar sem birgðastaða sé í jafnvægi og útflutningsmark- aðir, meðal annars í Þýskalandi og Noregi, lofi góðu. Loks má geta þess að þeir sex bændur á landinu sem hafa vottun til framleiðslu og sölu lífrænt rækt- aðs lambakjöts geta nú í fyrsta skipti búist við að fá laun þeirrar fyrir- hafnar. Horfur eru á að lífrænt vott- að lambakjöt frá þeim verði í næstu sláturtíð selt til Þýskalands með 15-20% yfirverði miðað við annað kjöt á þeim markaði. mm Vatnaskil í jafnvægi framleiðslu og sölu lambakjöts Nokkrar umræður sköpuðust í íbúahópi Akurnesinga í vikunni um gatnamót Dalbrautar, Esju- brautar og Smiðjuvalla þar í bæ. Einn íbúi vakti máls á því að aldr- aður faðir hennar hefði lent þar í árekstri fyrir skemmstu og spurði hvort einhver vissi hvort áætlan- ir væru uppi um úrbætur á gatna- mótunum. Voru margir þeirra sem lögðu orð í belg sammála um að þetta væru ein hættulegustu gatnamót bæjarins. Jafnframt var bent á að umferð um þessi gatna- mót væri óvenjumikil um þess- ar mundir. Ástæðan er sú að ver- ið er að endurgera Kalmanstorg, hringtorgið á mótum Esjubrautar, Kalmansbrautar og Akranesvegar, sem stundum er kallað spæleggið. Á meðan er umferð beint með hjá- leið inn á Esjubraut í báðar áttir og því óvenju mikil umferð um fyrr- nefnd gatnamót. Þegar endurgerð Kalmanstorgs verður lokið stendur til að hefja vinnu við Esjubraut að Þjóðbraut, eins og gert er ráð fyrir í fjárfest- inga- og framkvæmdaáætlun Akra- neskaupstaðar fyrir árið 2019. Þá má geta þess að Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, sagði í samtali við Skessuhorn í haust að sam- hliða þessum framkvæmdum yrðu gatnamót Dalbrautar, Esjubrautar og Smiðjuvalla tekin til skoðunar. kgk Íbúar telja gatnamótin hættuleg Gatnamótin sem um ræðir. „Stéttarfélögin fjögur sem leitt hafa yfirstandandi kjaraviðræð- ur, VR, Efling, VLFA og VLFG, lýsa reiði og sárum vonbrigðum með þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi með forseta og varaforsetum ASÍ í dag, 19. febrú- ar,“ segir í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í gær eftir fund með fulltrúum stjórnvalda. „Viðræður hafa staðið tæpt eftir að SA lögðu fram tilboð í síðustu viku sem leitt hefði til kaupmáttarrýrnunar fyr- ir stóra hópa launafólks. SA höfn- uðu í kjölfarið sanngjörnu gagntil- boði samflotsfélaganna.“ Þá segir að vonir hafi staðið til að aðkoma stjórnvalda gæti hleypt glæðum í viðræður. „Ljóst er að tillögur stjórnvalda gera þær vonir að engu. Fundað verður í baklandi stéttar- félaganna á næstu sólarhringum og á fimmtudag funda formenn félag- anna með SA hjá Ríkissáttasemj- ara. Samflotsfélögin standa sam- einuð og staðföst í kröfunni um að launafólk geti lifað af launum sínum og að stjórnvöld geri löngu tímabærar kerfisbreytingar í rétt- lætisátt.“ undir yfirlýsinguna rita formenn fyrrgreindra félaga. mm Lýsa vonbrigðum með útspil ríkisstjórnarinnar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.