Skessuhorn - 20.02.2019, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 20196
Brotist inn í
bústað
BORGARBYGGÐ: Til-
kynnt var um innbrot í sum-
arbústað í Þrætuási í Borg-
arbyggð á föstudagskvöld.
Farið var inn í húsið og það-
an stolið heimabíókerfi og
áfengi, að sögn lögreglu.
Ekki er vitað hvernig þjóf-
arnir komust inn í bústað-
inn, því engin merki eru um
að þeir hafi brotið upp hurð
eða glugga. För sáust á vett-
vangi og ummerki í snjónum
um að einhver hafi lagt bíl
við hlið skammt frá og geng-
ið að bústaðnum. Málið er til
skoðunar hjá Lögreglunni á
Vesturlandi, sem hvetur fólk
til að vera á varðbergi og hafa
samband við lögreglu ef það
verður vart við grunsamlegar
mannaferðir.
-kgk
Tvær bílveltur á
heiðinni
HOLTAV.H: Umferðaró-
happ varð á Holtavörðuheiði
fyrir ofan Biskupsbeygju síð-
astliðinn fimmtudag. Öku-
maður missti stjórn á bíl sín-
um í hálku með þeim afleið-
ingum að bíllinn fór út af
og valt. Maðurinn var einn
í bílnum. Hann slapp ós-
lasaður en bíllinn var óöku-
fær. Sama dag varð minni-
háttar árekstur á Kirkjubraut
á Akranesi. Aðeins var um
eignatjón að ræða en eng-
in slys urðu á fólki. Síðdegis
á sunnudag varð önnur bíl-
velta á Holtavörðuheiðinni.
Ökumaður og farþegi voru í
bílnum. Sjúkrabíll var sendur
á vettvang en bókað er í dag-
bók lögreglu að þeir hafi ver-
ið í ágætis standi. Hins veg-
ar þurfti að kalla eftir krana-
bíl til að fjarlæga bifreið-
ina. Keyrt var aftan á bíl á
Snæfellsnesvegi nálægt Eld-
borg á sunnudag, 17. febrú-
ar. Óhappið var minnihátt-
ar, enginn slasaðist og báðar
bifreiðarnar voru ökufærar
eftir atvikið.
-kgk
Fastir
ferðalangar
Lögreglu var tilkynnt um
ferðamenn sem sátu fastir í
snjó á Snæfellsnesvegi eft-
ir hádegi sl. miðvikudag. Að
kvöldi sama dags var kall-
að eftir aðstoð vegna ferða-
manna sem höfðu fest sig á
Uxahryggjavegi. Tilkynnt
var um veðurteppta veg-
farendur í Svínadal í Hval-
fjarðarsveit seint á laugar-
dagskvöld. Fólk var þar veð-
urteppt í bíl ásamt tveimur
hundum og annar bíll fastur
þar nærri. Björgunarsveitar-
menn fóru til móts við fólk-
ið og komu því til aðstoðar.
Þá barst lögreglu tilkynn-
ing vegna ferðamanna á bíla-
leigubíl sem voru fastir í snjó
nálægt gatnamótum Vestur-
landsvegar og Hvítárvalla-
vegar í Borgarfirði á sunnu-
dagsmorgun.
-kgk
Á tali við
aksturinn
VESTURLAND: Einn öku-
maður var sektaður fyrir að tala
í síma undir stýri í umdæmi
Lögreglunnar á Vesturlandi í
liðinni viku. Var hann gripinn á
tali við almennt umferðareftir-
lit. Lögregla fylgdist með akst-
urshraða í umferðareftirlitinu. Í
dagbók lögreglu kemur fram að
sá sem hraðast ók hafi verið tek-
inn á 115 km/klst hraða á Akra-
nesvegi, en þar er hámarkshraði
90 km/klst. Við eftirlit í vikunni
sem leið tók lögregla númer af
bílum sem eigendur hafa van-
rækt að færa til aðalskoðunar.
Þá var tilkynnt um utanvega-
akstur í landi Setbergs í vikunni.
Lögregla hafði eftirlit við skóla-
skemmtun í Grundarfirði í vik-
unni sem leið. Fór skemmtunin
vel fram, að því er fram kemur í
dagbók lögreglu.
-kgk
Ók á brott frá
óhappi
AKRANES: Ökumaður á ferð
eftir Akrafjallsvegi lenti í því
síðdegis á föstudaginn að hvítri
bifreið sem ekið var úr gagn-
stæðri átt var ekið inn á rang-
an vegarhelming og í veg fyr-
ir hann. Maðurinn sveigði frá
til að forða árekstri með þeim
afleiðingum að hann hafnaði á
staur. Ökumaðurinn slapp óslas-
aður en bíllinn tjónaðist. Öku-
maður hvítu bifreiðarinnar hélt
för sinni áfram og lögregla lýsti
í kjölfarið eftir vitnum að atvik-
inu. Kom í ljós að um erlend-
an ferðamann á bílaleigubíl var
að ræða. Haft var samband við
bílaleiguna og þá kom á daginn
að maðurinn hafði skilað bíln-
um 16. febrúar og er væntan-
lega farinn úr landi. Málið er til
rannsóknar hjá Lögreglunni á
Vesturlandi.
-kgk
Framkvæmdasýsla ríkisins hef-
ur kynnt opið útboð vegna jarð-
vinnu og girðingarvinnu á verk-
svæði þjóðgarðsmiðstöðvar á Hell-
issandi. Eins og áður hefur ver-
ið rakið í Skessuhorni á málið sér
nokkuð langa sögu. Þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull var stofnaður 2001
og árið 2006 var efnt til hönnunar-
samkeppni um þjóðgarðsmiðstöð-
ina. Áform um miðstöðina voru sett
á ís í kjölfar bankahrunsins 2008.
Fyrsta skóflustungan að þjóðgarðs-
miðstöðinni var síðan ekki tekin
fyrr en árið 2016. „Það hefur því
verið stefnt að opnun þjóðgarðs-
miðstöðvar lengi og er vonast til
að nú verði skrefið stigið til fulls.
Það yrði lyftistöng fyrir ferðaþjón-
ustu á svæðinu og gerði þjóðgarð-
inn betur í stakk búinn að taka á
móti ferðamönnum sem heimsækja
svæðið allt árið um kring,“ segir í
frétt á vef Snæfellsbæjar.
Útboðið sem nú hefur verið kynnt
nær sem fyrr segir til jarðvinnu og
vinnu við að girða af verksvæði fyrir
fyrirhugað hús þjóðgarðsmiðstöðv-
arinnar. Um er að ræða gröft fyrir
hús, bílaplani, lögnum og fyllingu
undir sökkla, auk burðarlags undir
bílastæði á lóð. Gert er ráð fyrir því
að framkvæmdir geti hafist í byrj-
un mars og að þeim verði lokið um
miðjan maímánuð næstkomandi.
kgk
Jarðvinna við þjóðgarðsmiðstöð boðin út
Það var Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra (t.h.), sem tók fyrstu
skóflustunguna að nýrri þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi árið 2016. Naut hún
liðsinnis Sædísar Heiðarsdóttur við moksturinn. Ljósm. úr safni/ af.
Niðurstaða fékkst á hádegi á
mánudaginn í atkvæðagreiðslu
mjólkurframleiðenda um fram-
tíð kvótakerfis í mjólkurfram-
leiðslu. Atkvæðagreiðslan var raf-
ræn og stóð yfir í eina viku. Hver
mjólkurframleiðandi hafði eitt at-
kvæði án tillits til fjölda aðstand-
enda að búinu, aðildar að Bænda-
samtökum Íslands eða Landssam-
bandi kúabænda. Á kjörskrá voru
558 innleggjendur og alls greiddu
493 þeirra atkvæði eða 88,35%.
Atkvæði féllu þannig að 10,14%
sögu já við spurningunni: „Já, ég
vil afnema kvótakerfi í mjólkur-
framleiðslu.“ 441 eða 89,41%
kusu hins vegar valmöguleikann:
„Nei, ég vil ekki afnema kvóta-
kerfi í mjólkurframleiðslu.“ Tveir
tóku ekki afstöðu.
„Niðurstaðan er stefnumark-
andi fyrir fulltrúa bænda við end-
urskoðun samnings um starfsskil-
yrði nautgriparæktar sem fram fer
síðar á þessu ári. Nú verða áherslur
mótaðar í ljósi þessarar niðurstöðu
og stefnumörkunar um aðra þætti
samningsins sem koma þurfa til
endurskoðunar,“ segir í tilkynn-
ingu frá Bændasamtökum Íslands.
mm
Kúabændur kolfelldu afnám
kvóta í mjólkurframleiðslu