Skessuhorn


Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 201910 því að Vegagerðin tók yfir rekstur ganganna af Speli. Hann segir að slys þetta undirstriki nauðsyn þess að viðbragðáætlun verði öll leið- rétt og lagfærð þannig að rétt verði brugðist við í framtíðinni þegar slys verða og almannahætta skapast í göngunum. Þá segir hann að eftir að hann kallaði eftir upplýsingum um þetta tiltekna mál í liðinni viku hafi komið í ljós að eftirlitsmyndavéla- kerfið sem starfsmenn á vaktstöð Vegagerðarinnar hafa til að fylgjast með umferð um göngin, hafi ekki náð yfir vettvang þessa slyss. Það hafi orðið á „dauðu svæði,“ sem ekki sjáist í upptökum myndavéla. Vís- bendingar séu auk þess um að bíll- inn hafi verið bilaður á þessum stað, eða nokkru neðar í göngunum, í allt að tuttugu mínútur áður en ekið var á hann. „Þetta hlýtur einnig að vekja upp spurningar um gæði vöktunar með umferð um göngin og almenn viðbrögð ef bílar bila eða verða kyrr- stæðir af einhverjum ásæðum þarna niðri,“ segir Þráinn. 13 mínútur liðu Fyrrnefnt bílslys var í göngun- um laust eftir klukkan 9 að morgni þriðjudagsins 12. febrúar og hringdi vegfarandi boð til Neyðarlínunn- ar klukkan 9:09. Sjúkrabílar beggja vegna Hvalfjarðarganga voru kall- aðir á vettvang innan tveggja mín- útna frá því Neyðarlínan fékk boð- in sem og vettvangsliðar Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins á Kjalar- nesi. Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var hins vegar ekki kallað út fyrr en klukkan 9:21 og tækjabíll Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarð- arsveitar ekki fyrr en klukkan 9:22, eða 13 mínútum eftir að Neyðarlín- unni bárust boðin. Þess ber að geta að það var metið svo hjá Neyðarlín- unni að umfang slyssins þætti ekki réttlæta virkjun hópslysaáætlunar á hæsta viðbúnaðarstigi. „Það eitt út af fyrir sig er alvarlegt, ekki síður en að það er grafalvarlegt að ekki var farið eftir gildandi viðbragðs- áætlun og látnar líða 13 mínútur frá því Neyðarlínan fær boð og þar til við hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar erum kallaðir út með tækjabíl og mannskap,“ segir Þráinn. Í gildandi viðbragðsáætlun vegna slysa og óhappa í Hvalfjarð- argöngum segir að Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar séu með svæðamörkin í miðjum göng- um og sýslumörk látin þar ráða. Þá segir jafnframt: „Ákveðið hef- ur verið að aðgerðastjórn höfuð- borgarsvæðisins fari með aðgerða- stjórn fyrir göngin í heild sinni f.h. slökkviliðanna, í samræmi við lög- regluumdæmin, en bæði slökkvilið- in er kölluð út til jafns við atburði í göngunum.“ Viðbragðsáætlun verður að endurskoða Í atvikaskráningu í dagbók Vega- gerðarinnar í vaktstöð um umrætt slys 12. febrúar síðastliðinn segir að vísbendingar hafi borist nokkru fyr- ir slysið um bíl sem ekið var of hægt upp Hvalfjarðargöng. Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum vaktstöðv- ar höfðu borist þær upplýsingar að sami bíll, sem keyrt var á, hafi verið kyrrstæður í 15-20 mínútur í göng- unum, en verið ekið í „blindan blett“ í eftirlitsmyndakerfi stjórnstöðvar Vegagerðarinnar og því hafi menn þar ekki orðið varir við hann. Starfs- menn í vaktstöð hafi því ekki vitað af árekstri tveggja bíla í göngunum fyrr en boð bárust frá Neyðarlínunni um að þar hafi orðið slys. Í atvikaskrán- ingu Vegagerðarinnar segir jafnframt orðrétt: „Það má draga þann lærdóm af þessu að það verði að senda eftir- litsbíl til að skoða hvort þeir bílar sem hafi stoppað séu örugglega komn- ir upp úr göngunum, en ekki stopp annars staðar í göngunum.“ Eins og lesendur Skessuhorns þekkja var mannaðri vakt hætt um nýliðin áramót í fyrrum gjaldskýli við norðurenda Hvalfjarðarganga. Þess ber að geta að meðan Spölur sá um rekstur ganganna var ætíð farið á bíl niður í göngin ef grunur lék á að bíll væri þar stopp af einhverjum ástæð- um og hann dreginn hið fyrsta út ef hægt var að koma því við, eða öðr- um ráðstöfunum beitt í öryggisskyni. Þannig hafi oft verið hægt að koma í veg fyrir óhöpp, eins og það sem varð í göngunum 12. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Skessuhorns voru slík útköll starfsmanna Spalar að jafnaði eitt á dag. Því má halda því fram að afturför hafi orðið í þjónustu og öryggi vegfarenda eftir að Vega- gerðin tók við rekstrinum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segist ætla að beita sér fyrir því að eftirlit og viðbragðsáætlun vegna slysa í Hvalfjarðargöngunum verði tekin til gagngerrar endurskoðunar hið fyrsta í ljósi þess að greinilegar brotalamir sé að finna á framkvæmd hennar. „Ég mun við fyrsta tækifæri óska eftir fundi með forsvarmönnum Neyðarlínunnar, ríkislögreglustjóra og Vegagerðarinnar vegna þessa máls. Það þolir enga bið að mínum dómi,“ segir Þráinn. mm Skipulags- og umhverfisráð Akra- neskaupstaðar samþykkti á síðasta fundi sínum að vinna að útboðs- gögnum vegna Flóasiglinga árið 2020. Samhliða skal vinna greinar- gerð um reynslu af siglingum milli Akraness og Reykjavíkur árið 2017. Þar með er ljóst að ekkert verður af Flóasiglingum á þessu ári. Bæj- arstjórn fjallaði um málið á fundi sínum á þriðjudag í síðustu viku. Minnihluti bæjarstjórnar lýsti þar vonbrigðum sínum með að ekkert verði af siglingum á komandi sumri. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins á Akranesi lýsa yfir vonbrigðum með að núverandi meirihluti bæj- arstjórnar Akraness hafi ekki lagt þunga sinn í þá vinnu að klára út- boðsgögn um rekstur á ferjusigling- um milli Akraness og Reykjavíkur, fyrir sumarið 2019, eins og vonir okkar stóðu til í upphafi þessa kjör- tímabils,“ segir í bókun minnihlut- ans. „Ljóst er að ferðamönnum hef- ur fjölgað talsvert hér á Akranesi á síðustu misserum og þykir vinsælt að koma í dagsferðir á Akranes, njóta Langasands og Guðlaugar, sem og umhverfisins á Breiðinni. Ferjusigl- ingar hefðu verið kjörin viðbót við ferðamannastrauminn ásamt þeim fjölmörgu farþegum sem gætu nýtt sér þennan umhverfisvæna ferða- máta til og frá vinnu. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins binda miklar vonir til þess að unnið verði að kappi við að klára undirbúning þessa verk- efnis svo siglingar geti hafist eigi síðar en vorið 2020,“ segir í bókun minnihlutans. kgk Engar Flóasiglingar í sumar Ferjan Akranes sigldi milli Akraness og Reykjavíkur sumarið 2017. Á þriðjudagsmorgni í síðustu viku varð árekstur tveggja bíla í ofan- verðum Hvalfjarðargöngum, um 500 metra frá gangamunnanum að norðanverðu. Atvikalýsing var þannig að lítill jepplingur á norð- urleið var kyrrstæður í göngun- um. Virðist sem ökumaðurinn hans hafi verið í vandræðum með akstur- inn í nokkurn tíma, ef marka má at- burðaskráningu frá Vegagerðinni sem Skessuhorn hefur undir hönd- um. Bílnum var ekið út úr því sviði sem Vegagerðin tekur upp í eftirlits- myndavélakerfi sínu og starfsmenn geta séð í vaktstöð. Ökumaður jepp- lingsins virðist loks hafa farið út úr bíl sínum og gengið framfyrir hann. Bíl sem ekið var í sömu akstursstefnu upp göngin var þá ekið aftan á kyrr- stæða bílinn sem kastast á ökumann hans. Báðir ökumenn voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. Þrá- inn Ólafsson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarð- arsveitar, segir margt hafa brugðist í eftirliti en ekki síst útkalli viðbragðs- aðila í þessu óhappi og af því beri að draga lærdóm. Hann mun beita sér fyrir því að viðbragðsáætlun verði bætt hið allra fyrsta og að eftirlit með umferð um göngin verði auk- ið til muna. Hann telur vísbending- ar um að menn hafi sofnað á verðin- um þegar kemur að viðbúnaði með tilliti til eldhættu og þess að flótta- leið er ekki úr jarðgöngunum ef þar kemur upp eldur. Mistök frá A til Ö Talsverður viðbúnaður var vegna slyssins, eins og alltaf á að vera þegar slys verða í jarðgöngum. Við árekst- urinn lak auk þess eldsneyti úr bíl- unum. Margir telja, og þar á með- al Þráinn slökkviliðsstjóri, að þegar slys af þessu tagi verða í jarðgöngum beri að virkja hæsta viðbúnaðarstig, m.a. í ljósi eld- og sprengihættu. En í þessu tilfelli var ákveðið í stjórn- stöð Neyðarlínunnar að virkja næst- mesta neyðarstig, eða „gulan“, jafn- vel þótt eldsneyti hafi lekið úr bíl- unum með tilheyrandi eldhættu. Á næstmesta viðbúnaðarstigi er um- ferð vissulega stöðvuð um göngin og reynt eftir megni að tryggja aðstæð- ur. En svo virðist sem viðbragðs- áætlun hafi brugðist á fleiri en einn hátt. Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar, sem er næsta við- bragðsteymi með tilliti til staðsetn- ingar, var ekki kallað út með tækja- bíl fyrr en töluvert á eftir sjúkra- flutningamönnum, eða 13 mínútum eftir að Neyðarlínan fékk fyrst boð um slysið. „Útkallið var ekki sent út samkvæmt viðbragðsáætlun og er að mínu viti mistök frá A-Ö,“ segir Þráinn ómyrkur í máli. Gæði vöktunar og „dauð“ svæði Þráinn segist lengi hafa viljað bæta gildandi viðbragðsáætlun, ekki hvað síst til að fara yfir ýmis mál samhliða Viðbragðsáætlun brást og eftirliti ábótavant í Hvalfjarðargöngum Hlutaðeigandi ábyrgðaraðilar verða kallaðir til fundar Frá vettvangi slyssins sem varð að morgni 12. febrúar síðastliðins. Þráinn Ólafsson lítur það alvarlegum augum að brotalöm sé í viðbragðsáætlun vegna óhappa í Hvalfjarðargöngum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.