Skessuhorn


Skessuhorn - 20.02.2019, Qupperneq 13

Skessuhorn - 20.02.2019, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 13 Fasteignasalan Miklaborg hefur auglýst til sölu hið sögufræga hús sem í daglegu tali nefnist Stapa- húsið og er á Arnarstapa. Húsið er sögufræg húseign, var uppruna byggt árin 1774-1787 fyrir dönsku konungsverslunina á Arnarstapa. Það var síðan tekið niður og end- urreist árið 1849 á Vogi á Mýr- um þar sem það stóð allt til ársins 1983 að það var að nýju tekið nið- ur til viðgerðar. Eftir viðgerð var það reist að nýju á Arnarstapa árið 1985-1986. Stapahúsið er tvílyft á hlöðnum undirstöðum. Í því eru fjögur svefnherbergi og tvær stofur auk vinnustofu með snyrtingu og svefnlofti, hjallur, skemma og báta- skýli. Óskað er tilboða í eignina. mm Í tilefn i af Rót arý- degin um 23. feb rúar Rótarýklúbbur Borgarness Opinn Rótarý fundur í Borgarnesi Rótarýklúbbur Borgarness býður íbúum Borgarbyggðar og öðrum gestum til kynningar- fundar á Rótarýhreyfingunni laugardaginn 23. febrúar kl. 14:00 á Hótel Borgarnesi. Stutt kynning verður á Rótarýklúbbnum og starfsemi hans. Aðalefni fundarins er fyrirlestur með fjölmiðlakonunni Sirrý, Sigríði Arnardóttur, sem nefnist: Laðaðu til þín það góða með Sirrý sem byggir meðal annars á metsölubókinni: Á þessum létta og hvetjandi fyrirlestri er rætt um samskiptafærni. Hvaða strauma sendum við frá okkur og hvað löðum við til okkar? Hvernig höldum við í orku og jákvæðni líka þegar á móti blæs? Kaffiveitingar, happdrættis- glaðningar og umræður. Ókeypis aðgangur. Stjórnin SK ES SU H O R N 2 01 9 Netfang: rafstodin@rafstodin.is • Sími: 431-1201 ÖLL ALMENN RAFLAGNAVINNA Á VESTURLANDI Skjót og góð þjónusta Í liðinni viku voru tvær vegleg- ar gjafir afhentar í stjórnsýsluhús- inu í Búðardal. Kvenfélögin Guð- rún Ósvífursdóttir og Fjólan í Dalabyggð tóku höndum saman og færðu Ungmennafélaginu Ólafi Páa hundrað þúsund króna peningagjöf til kaupa á tæki í þreksal sem félagið rekur í Búðardal. Að auki gaf Kven- félagið Fjólan Skátafélaginu Stíg- anda hundrað þúsund krónur sem renna skal til ungra skáta sem fara á skátamót í Tydal í Þýskalandi í sumar. sm Kvenfélög í Dölum færa gjafir Gjöf Kvenfélagsins Guðrúnar Ósvífursdóttur afhent félögum í Umf. Ólafi Páa. Skátunum afhent gjöfin frá Fjólunni. Hestamannafélagið Borgfirðing- ur hélt bingó fyrir yngstu kynslóð- ina á föstudagskvöldið í liðinni viku í félagsheimilinu í Borgarnesi. Við sama tækifæri voru veitt hvatning- arverðlaun Borgfirðings. Komu þau í hlut Kolbrúnar Kötlu Hall- dórsdóttur. Vel var mætt á bingóið og mikið af góðum vinningum frá fyrirtækj- um og einstaklingum á svæðinu sem styrktu æskulýðsstarf félagsins. Þetta voru Nettó, Landnámssetrið, FOK, Borgarsport, Framköllunar- þjónustan, Lífland, Límtré Vírnet, Svanur Guðmundsson, Svanhildur Svansdóttir, Hraunsnef og Hótel Hamar. Félagið færir þeim öllum þakkir. iss Kolbrún Katla hlaut hvatningar- verðlaun Borgfirðings Kolbrún Katla Halldórsdóttir. Amtmannshúsið og síðar Stapahúsið til sölu

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.