Skessuhorn


Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 17 gamlan strák í fóstur og hálfu öðru ári seinna átta ára gamla stelpu. Árið 1982 fengum við síðan fjög- urra mánaða gamla stelpu. Nú eru þau búin að gera okkur sjö sinn- um að ömmu og afa og tíu sinnum að langömmu og langafa. Þetta er orðin stór og mikil fjölskylda, svo stór að ég þurfti að leigja sal und- ir afmælisveisluna,“ segir Soffía og brosir. Ver tímanum með fjölskyldunni Sem fyrr segir fagnaði Soffía sjö- tugsafmælinu og brúðkaupsafmæl- inu í faðmi fjölskyldu og vina um liðna helgi. Í framtíðinni kveðst hún ætla að verja hverri stund sem hún getur með fólkinu sínu. „Þessi misserin er mér efst í huga að börnin mín, ömmubörnin og langömmu- börnin hafi það gott og ég nýt þess að fylgjast með yngstu kynslóðinni vaxa úr grasi. Ég tel mig lánsama að hafa heilsu til að taka þátt í því og við bæði, ég og Böðvar,“ segir hún. „Við eigum fallegt og gott hús hér á Akranesi, erum við sæmilega heilsu, eigum stóra og góða fjöl- skyldu og erum lánsöm hjónin að geta verið saman á efri árum. Það er mikils virði,“ bætir hún við. „Þeg- ar sá tími kemur síðan að jarðvist- inni lýkur þá ætla ég í kirkjugarðinn norður í Miðfirði og fá að leggjast þar til hinstu hvílu hjá foreldrum mínum, tengdaforeldrum og nán- ast öllum mínum ættingjum,“ segir Soffía ljósmóðir að endingu. kgk/ Ljósm. úr einkasafni. á að brjóstagjöf sé fyrst og fremst gæðastund móður og barns,“ seg- ir Soffía. „Fyrstu árin mín var líka alltaf gefið eftir klukkunni á deild- inni, en ekki bara eftir þörfum. Mér fannst alltaf skrýtið að það mætti ekki gefa börnunum brjóst bara af því klukkan var ekki orðin. Fyr- ir vikið sóttu konur mikið í stálma. Þá geta brjóstin orðið stíf og mjög aum. Stálmi er orðinn miklu sjald- gæfari eftir að mæður fengu að gefa bara eftir þörfum. Það hefur breyst til batnaðar,“ segir hún. „Áður fyrr voru öll börn tekin fram á nóttunni. Þá var mikil áhersla lögð á að konur fengju góðan svefn og gætu hvílst vel fyrstu nóttina eftir fæðingu. Góð hvíld er auðvitað mikilvæg en kannski engin ástæða til að taka börnin fram. Þá voru börnin staup- uð en aldrei gefinn peli og ljós- mæðurnar sinntu því ásamt sjúkra- liðum. Svo þurfti að baða börnin daglega og það gerðum við á nótt- unni. Það hefur ýmislegt breyst,“ segir Soffía. Stysta fæðingin níu mínútur Aðspurð segir Soffía að hún eigi margar góðar minningar úr starf- inu og að nokkrar fæðingar séu sér- staklega eftirminnilegar. „Ég man reyndar ekki eftir öllum fæðing- unum,“ segir hún en skyldi engan undra, þar sem þær skipta hundr- uðum. „En ég man vel eftir stystu fæðingunni sem ég var viðstödd. Þá liðu níu mínútur frá því konan kom inn á deildana og þar til barn var fætt. Og henni tókst meira að segja að fara á klósettið í millitíðinni,“ segir Soffía og hlær við. „Fyrst eft- ir að ég kom á Akranes þá var fæð- ingarstofan þar sem nú heitir F- deild en vaktstofan yfir á B-deild. Þá var bara ein ljósmóðir á deild- inni hverju sinni og ekki tíðkað- ist að hringja eftir aðstoð annarr- ar, heldur var treyst á sjúkraliðina. Einu sinni man ég eftir því að vera nýbúin að taka á móti barni inni á fæðingastofu og var að sauma móð- urina. Þá var kallað á mig að það væri barn fætt í rúmið inni á deild og þá þurfti ég bara að hlaupa yfir í hvelli. Þau komu í heiminn með 20 mínútna millibili,“ segir hún. „Einu sinni tók ég á móti barni á skoðun- arherberginu á B-deild og á meðan var annað barn að fæðast á gömlu fæðingarstofunni. Í þessi skipti fékk ég aldeilis að hlaupa, enda lá mikið við,“ bætir hún við. „Deildin verið mjög lánsöm“ „Sem betur fer var ég ágætlega und- irbúin. Við vorum tvær frá Skagan- um samferða í Ljósmæðraskólan- um, ég og Bára Jósefsdóttir. Ætl- un okkar beggja var alltaf að koma hingað uppeftir að námi loknu og snemma var farið að undirbúa okkur undir það að hafa ekki alla þá aðstoð sem við gátum fengið fyrir sunnan,“ segir Soffía. „Ann- ars kunni ég nú meira eftir fyrstu vikuna í skólanum en eftir tvö ár í námi. Að minnsta kosti sagði móðir mín að ég hefði látið þann- ig,“ segir hún létt í bragði. „Þegar upp á Akranes var komið tók Jón- ína Ingólfsdóttir yfirljósmóðir mig upp á sína arma. Hún var mjög fær í sínu starfi og góður kennari. Ég segi að hún hafi stofnað þessa fæð- ingadeild. Það var nefnilega þann- ig fyrst að þá skiptust tvær ljós- mæður á að vinna í viku og viku, með viðveru á dagvinnutíma og voru kallaðar út þess utan. En ekki löngu síðar gekkst Jónína fyrir því að ráða hingað fleiri ljósmæður og koma á vöktum allan sólarhring- inn,“ segir hún. „Allar götur síðan hefur deildin verið mjög lánsöm og alltaf hafa konur annars staðar frá sóst eftir því að koma á Akranes til að fæða börn sín. Ég man eft- ir einni konu austan úr Bakkafirði sem kom og fæddi barn sitt hér á Akranesi. Hún átti síðan annað barn á Akureyri en kom svo aft- ur til að eiga hér á Akranesi,“ seg- ir Soffía. „Það hefur alla tíð verið almenn ánægja með deildina, eins og reyndar sjúkrahúsið allt,“ bæt- ir hún við. Hefur þekkt eigin- manninn alla ævi Eins og áður hefur komið fram er Soffía kona sem hefur fylgt fjöl- mörgum fyrstu andartökin í lífinu, flestum á Akranesi en einhverjum í Reykjavík. Því er ekki úr vegi að spyrja hvar hún kom sjálf í heim- inn? „Ég er fædd og uppalin á Akra- nesi. Hér hef ég búið alla mína tíð nánast, fór aðeins í burtu á meðan ég lærði til ljósmóður,“ segir hún. „Foreldrar mínir eru norðan úr Miðfirði, fluttust hingað árið áður en ég fæddist. Þegar ég var ung var ég í sveit fyrir norðan hjá afa og ömmu nánast öll sumur frá maí og fram á haustið,“ bætir hún við. Það var fyrir norðan sem Soffía kynnt- ist Böðvari S Björnssyni, eigin- manni sínum. „Hann er alinn upp á næsta bæ við afa og ömmu. Alla tíð hefur verið mikill samgangur milli hans fjölskyldu og minnar og ég er búin að þekkja Böðvar alla mína ævi. Við giftum okkur með forsetaleyfi 18. febrúar 1967, dag- inn sem ég varð 18 ára. Við erum því búin að vera gift í 52 ár,“ seg- ir hún og brosir. „Við eigum þrjú börn. Fyrst tókum við fimm ára Tillaga að breytingu á Aðalskipu- lagi Dalabyggðar 2004-2016 og deiliskipulagi – Ós á Skógarströnd, Dalabyggð Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 14. febrúar 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundarbyggðar, Ós á Skógarströnd, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á sama fundi var samþykkt að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin felst í því að svæði fyrir frístundabyggð, F1 Ós á Skógarströnd, er stækkað úr 20 ha í 25 ha og lóðum fyrir frístundahús fjölgað úr 10 í 18. Deiliskipulagssvæðið er á jörðinni Ós á Skógarströnd þar sem skilgreint er svæði fyrir frístundarbyggð F1 í aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Svæðið er um 25 ha að stærð og tekur til 18 frístundarlóða á bilinu 0,5 - 1,5 ha með nýtingarhlutfall ekki hærra en 0.3 ha Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal og á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalir.is frá 22. febrúar til 6. apríl 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa, í síðasta lagi 6. apríl 2019, Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið byggingarfulltrui@dalir.is merkt „Ós á Skógarströnd“. Dalabyggð 19. febrúar 2019 Kristján Ingi Arnarsson Skipulags- og byggingarfulltrúi SK ES SU H O R N 2 01 9 Með nýfætt barn í fanginu á fæðinga- deildinni á Akranesi, einu sinni sem oftar. Soffía og Berglind, fyrsta barnið sem hún tók á móti, árið 2017. Soffía ásamt hluta fjölskyldunnar í afmælisveislu sinni síðastliðinn sunnudag. Soffía og Böðvar S Björnsson, eiginmaður hennar, á góðri stund árið 1994. „Ég er búin að þekkja Böðvar alla mína ævi. Við giftum okkur með forsetaleyfi 18. febrúar 1967, daginn sem ég varð 18 ára. Við erum því búin að vera gift í 52 ár.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.