Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Side 2

Skessuhorn - 23.01.2019, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 20192 Á föstudaginn var skrifað und- ir fjögurra ára samstarfssman- ing Snæfellsbæjar og Frystiklef- ans í Rifi. Það voru Kári Viðars- son í Frystiklefanum, Sigrún Ólafs- dóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar og Kristinn Jónas- son bæjarstjóri sem undirrituðu samninginn. Í honum felst að bæj- arfélagið styrkir starfsemi Frysti- klefans um fasta upphæð á herju ári sem nýta skal til ýmissa viðburða og auðga þannig menningarlíf og bæta lífsgæði íbúa Snæfellsbæjar, að því er fram kemur á vef bæjarfélags- ins. „Báðir aðilar samningsins vilja með þessu styrkja stoðir í því mik- ilvæga menningarstarfi sem unnið er í Frystiklefanum og er hann um leið vottur um það traust sem bæj- arstjórn Snæfellsbæjar ber til Kára og starfsmanna Frystiklefans,“ seg- ir um samninginn á vef bæjarins. Samkvæmt samkomulaginu mun Frystiklefinn halda hátíðir á sviði kvikmynda-, tón-, og götu- listar sem íbúar Snæfellsbæjar geta sótt að kostnaðarlausu. Um er að ræða kvikmyndahátíðina Northern Wave Film Festival, tónlistarhá- tíðina Tene-Rif og götulistahátíð- ina Snæfellsbær Street Art Festival. Nemendur 8.-10. bekkjar í Grunn- skóla Snæfellsbæjar fá ársmiða á alla viðburði Frystiklefans, sem er liður í að hvetja unglinga til þátttöku í menningarlífi bæjarins. Fjölbreytt námskeið verða í boði í Frystiklef- anum fyrir börn á grunnskólaaldri með faglærðum leikurum og döns- urum, með það að markmiðið að auka leikgleði, samhæfingu, sköp- unargleði og sjálfstraust. Nám- skeiðin standa börnunum til boða þeim að kostnaðarlausu. Þá mun Frystiklefinn einnig sinna verk- efnum með yngstu og elstu íbú- um Snæfellsbæjar, m.a. í gegnum viðburði og námskeið á Leikskóla Snæfellsbæjar og Dvalarheimilinu Jaðri. Þá heimsækir Frystiklefinn Smiðjuna, dagþjónustu og vinnu- stofu fólks með skerta starfsgetu, með það að leiðarljósi að styrkja vináttubönd og auka þátttöku í menningarlífi bæjarins. kgk Á föstudaginn er bóndadagur en hann markar upphaf Þorra. Þennan dag er hefð fyrir því að konur geri vel við mennina í lífi sínu og gleðja þá í tilefni dagsins. Gómsætur þorrabakki eða blómvöndur gæti verið góð leið til að gleðja. Á fimmtudaginn gengur í austan- og suðaustan 10-18 m/s með snjókomu í flestum landshlutum en slyddu og svo rigningu við suður og suðaust- urströndina. Það snýst í suðvestanátt með éljum síðdegis, fyrst á suðvestan- verður landinu. Frost 0-6 stig en hlánar við suður- og suðausturströndina um tíma. Á föstudag mun snúast smám saman í ákveðna norðaustanátt með snjókomu á Austur- og Norðurlandi en rofar til hér sunnan heiða. Él við suður- ströndina um kvöldið. Frost 0-8 stig. Á laugardag er spáð norðanátt 3-8 m/s og bjartviðri en 8-15 m/s og snjókoma með köflum austast á landinu fram eftir degi. Talsvert frost um allt land. Á sunnudag er gert ráð fyrir hægviðri, léttskýjuðu og hörkufrosti en vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa á Suður- og Vesturlandi um kvöldið. Á mánu- dag er spáð suðvestlægri eða breyti- legri átt. Snjókoma eða él um landið allt og áfram kalt í veðri. Á vef Skessuhorns var í síðustu viku spurt hvort lesendur hafi strengt ára- mótaheit. 74% svöruðu því neitandi og sögðu það ekki hafa komið til greina. 17% svöruðu játandi og 6% til viðbótar svöruðu játandi en sögðust þegar hafa fallið á markmiðum sínum. 3% svar- enda neituðu og sögðust hafa hugsað um að strengja heit, en guggnað á því. Í næstu viku er spurt: Hvernig finnst þér eggin þín best matreidd? Fulltrúar 44 ferðaþjónustufyrirtækja af Vesturlandi lögðu leið sína í Kór- inn í Kópavogi á fimmtudaginn í síð- ustu viku til að kynna starfsemi sína og landshlutans fyrir öðrum og kynna sér þá ferðaþjónustu sem aðrir stunda á landsbyggðinni. Þessir ferðaþjónustu- aðilar eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Þeir eru útverðir, einnig fyrir þá sem taka ekki þátt í slíku samstarfi. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Umferðaróhöpp og hálkuslys VESTURLAND: Tíðar- farið var áberandi í verkefn- um Lögreglunnar á Vestur- landi undanfarna viku, bæði hálkuslys og umferðaróhöpp. Síðan á miðvikudag hefur lög- reglu daglega borist tilkynn- ing um gangandi vegfarend- ur sem hrasa í hálku og meið- ast, stundum fleiri en einn á dag. Þá eru umferðaróhöpp og vandræði vegna veðurs sömuleiðis áberandi og nokkr- ir festu sig við norðurljósa- myndatökur. Umferðaróhapp varð við Galtarvík í Hvalfjarð- arsveit á fimmtudag en enginn meiddist og á laugardag urðu allmörg óhöpp. Þann dag varð útafakstur á Akranesvegi og á Vesturlandsvegi við Leirár- sveitarveg, þar sem ökumaður hafnaði úti í skurði. Ekið var á ljósastaur á Innnesvegi og ökumaður hafnaði utan veg- ar á Holtavörðuheiði. Kvaðst hann hafa blindast vegna snjós þegar hann mætti ruðnings- tæki Vegagerðarinnar með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaður missti stjórn á bíl skammt frá Deildartungu í Reykholtsdal, einnig á laug- ardaginn, með þeim afleið- ingum að hann hafnaði utan vegar og ofan í skurði. Fjórir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir allir ómeiddir og sú var blessunarlega raunin í öllum ofangreindum umferð- aróhöppum. -kgk Ljúka fyrr skóla- byggingu BORGARNES: Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti fyr- ir jól að flýta framkvæmdum við stækkun og endurbætur á Grunnskóla Borgarness. Upp- haflega var áætlað að fram- kvæmdum myndi ljúka 2022. Gunnlaugur A Júlíusson sveit- arstjóri segir að mikil hag- kvæmni hafi falist í að vinna verkið í einni samfellu, bæði fyrir verktaka en ekki síður fyrir starfsemi grunnskólans. Meðan framkvæmdir standa yfir er hluta nemenda kennt á öðrum stað í bænum. „Það verður því unnið af krafti við skólann og framkvæmdum að mestu lokið á næsta ári. Þá verður einungis eftir vinna við frágang á lóð árið 2021. Verk- efninu hefur því verið flýtt um rúmt ár miðað við uppruna- lega áætlun,“ segir Gunnlaug- ur. Framkvæmdir við stækk- un og endurbætur eldra hús- næðis GB eru langstærsta verkefnið sem Borgarbyggð vinnur að um þessar mund- ir. Fyrirhuguð leikskólabygg- ing Hnoðrabóls á Kleppjárns- reykjum verður annað stærsta verkefnið, en hún er á áætlun á þessu ári. -mm Laust barn í bíl BORGARNES: Lögregla hafði afskipti af ökumanni sem ók með laust barn í bíl sínum í Borgarnesi í vikunni sem leið. Að sögn lögreglu er hún ánægð með að afskipti hafi verið höfð af slíku athæfi, því það eigi ekki alls ekki að við- gangast að börnum sé nokk- urn tímann ekið í bíl án þess að þau séu spennt í bílbelti. -kgk Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðar- sveitar var kallað að álveri Norður- áls á Grundartanga laust eftir hálf sex á miðvikudagskvöld í liðinni viku vegna reyks frá aðveitustöð. Að sögn Þráins Ólafssonar slökkvi- liðsstjóra hafði gasrofi í stjórnrými stöðvarinnar sprungið og þurfti að reykræsta stjórnrýmið. „Engin hætta var á ferðum og enginn slas- aðist, það er lykilatriði,“ segir Þrá- inn í samtali við Skessuhorn. „Við- brögð starfsmanna Norðuráls voru mjög góð. Þeir tóku vel á móti slökkviliðinu, voru búnir að opna hlið og vísuðu slökkviliði leiðina að aðveitustöðinni. Þannig að það gekk allt vel og í samræmi við við- bragðsáætlun,“ segir slökkviliðs- stjórinn. kgk Gasrofi sprakk í aðveitustöð Norðuráls Frá undirritun samningsins sl. föstudag. F.v. Sigrún Ólafsdóttir, íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi Snæfellsbæjar, Kári Viðarsson, leikari og eigandi Frystiklefans í Rifi og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Ljósm. Snæfellsbær. Skrifað undir samstarfssamning Snæfellsbæjar og Frystiklefans Vegfarendur sem daglega aka í gegnum Hvalfjarðargöng hafa tek- ið eftir að rykmengun í Hvalfjarðar- göngum hefur aukist upp á síðkast- ið. Velta þeir fyrir sér hvort ástæð- an sé aukinn flutningur fokgjarnra jarðefna um göngin, eða hvort Vegagerðin hafi dregið úr notkun blásara sem ætlað er að viðhalda stöðugum loftskiptum. Íbúi á Vest- urlandi, sem daglega ekur göngin, sagði í samtali við ritstjórn að ryk og mengun hafi að sínu mati stór- aukist síðustu vikur og mánuði og kallar eftir skýringum og hvort ekki væri ráð að nota blásarana í gang- aloftinu meira. G.Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi Vegagerð- arinnar, segir í samtali við Skessu- horn að Vegagerðin hafi ekki breytt verklagi eftir yfirtökuna á göngun- um, það sé ekki verið að nota blás- ara minna en var. „Þvert á móti hef- ur verið þrifið oftar inn í göngun- um nú í haust en gert var áður, eða þrisvar,“ segir hann. Meiri efnisflutningar „Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa þó orðið varir við aukin óþrif og þótt það sé ekki staðfest þá hefur verið áberandi meiri efnisflutningar í gegnum göngin. Rætt hefur verið við viðeigandi og tryggt að ekki sé verið með óvarðan flutning í gegn- um göngin sem er enda skylt sam- kvæmt lögum. Hins vegar er einn- ig uppi grunur um að mikil óhrein- indi komi af þessum flutningum frá hjólabúnaði vörubifreiðanna og hefur verið rætt um nauðsyn þess að hreinsunartæki þurfi við akstur út úr námum,“ segir G.Pétur. Hann bætir við að tíðarfar í vetur hafi ver- ið óvenjulegt sem gæti hafa leitt til aukinnar rykmengunar almennt og einnig að óvenjulegar vindáttir hafi takmarkað afkastagetu blásaranna. „Vegagerðin er meðvituð um þetta og við höldum áfram að gera okkar til að bæta ástandið,“ segir G.Pét- ur, upplýsingafulltrúi Vegagerðar- innar. mm Ryk og mengun hefur aukist í göngunum Á ferð í Hvalfjarðargöngunum síðastliðinn fimmtudag. Töluvert ryk lá í loftinu þennan dag líkt og reyndar flesta daga að undanförnu. Líkur eru taldar á að auknir efnisflutningar um göngin séu skýringin.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.