Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 12

Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 201912 leið að unglingarnir okkar eru að missa úr of mikinn svefn. Þeir bæta þennan svefn að hluta til upp um helgar en slíkt svefnmynstur er ekki gott til lengri tíma og hefur í raun svipuð áhrif á okkur og þotu- þreyta,“ segir Kristjana. Hún segir of lítinn svefn geta haft víðtæk áhrif á heilsu fólks og þá sérstaklega á unglinga sem eru að taka út mik- inn þroska. „Augljósar afleiðing- ar svefnleysis eru auðvitað þreyta, vanlíðan og pirringur. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli seinkaðr- ar líkamsklukku og alvarlegri kvilla eins og depurðar og þunglyndis en líkamsklukkan lagar líkamsstarf- semi okkar að ólíkum tímum dags. Hún hefur áhrif á hegðun, magn hormóna, líkamshita, efnaskipti og svefn. Of lítill svefn getur líka haft í för með sér afleiðingar eins og ofþyngd, hjarta- og æðasjúk- dóma, sykursýki, hækkaðan blóð- þrýsting, óreglulegan sykurbúskap og fleira,“ segir hún. Vill breyta klukkunni og seinka skólabyrjun Spurð hvort breytt klukka myndi skipta máli fyrir svefn barna og unglinga segist hún fullviss um það myndi skipta sköpum. „Sérstaklega fyrir unglingana,“ svarar hún. „Mín tilfinning er að það sé meira utan- umhald um svefn yngri barna og þeirra háttatími er fyrr á kvöldin en þrátt fyrir það eiga mörg börn í erf- iðleikum með að sofna og með svefn almennt. En unglingar eru að fara of seint að sofa.“ Gæti ekki verið nóg að fræða almenning betur um mikil- vægi svefns og hvernig hægt væri að fá unglinga til að fara fyrr að sofa? „Það er eitthvað sem við erum alltaf að gera og þurfum að sjálfsögðu að halda áfram að leggja áherslu á. En að mínu mati er það ekki nóg. Mín skoðun er sú að við ættum að leið- rétta klukkuna og færa skóladaginn hjá unglingum aðeins aftar. Ég held að mesti ávinningurinn væri á því. En það er spurning að byrja á einu í einu,“ svarar Kristjana. „Þegar ung- lingarnir eru að vakna klukkan sjö á morgnana vantar þá kannski tvo til þrjá klukkutíma upp á að hafa náð fullum svefni, það er mikill tími. Það má því alveg gera ráð fyrir því að þau séu jafn lengi að koma sér í gang. Þetta dregur úr afköstum þessa fyrstu klukkutíma dagsins og hefur áhrif á námsárangur.“ Íslenskir unglingar sofa minna en jafn- aldrar í Evrópu „Ég tel að ein af ástæðum þess að fólk fari ekki bara fyrr að sofa sé sú að líkamsklukkan þeirra er ekki til- búin fyrir svefn. Alþjóða heilbrigðis- stofnunin gerði úttekt á svefni ung- linga í Evrópu og slík úttekt hef- ur einnig verið gerð hér á landi. Ís- lenskir unglingar virðast fara seinna að sofa en unglingar í öðrum Evr- ópulöndum en fótaferðatíminn er sá sami. Ég held að líkamsklukkan sé eitt af því sem geti skýrt þenn- an mun,“ segir Kristjana og bætir því við að margir þættir ráði því þó hversu seint unglingar fari að sofa. „Að breyta klukkunni mun vissulega ekki leysa vandann að öllu leyti en ég trúi því að það myndi hafa tölu- verð áhrif á svefn barna og unglinga. Skjátími barna hefur líka mikil áhrif en fólk ætti almennt ekki að horfa á skjái í að minnsta kosti klukku- stund fyrir háttatíma,“ segir Krist- jana og útskýrir að birtan frá skjáum villi um fyrir líkamsklukkunni. „Lík- amsklukkan okkar stýrist af sólar- ljósinu og fyrri part dags er blátt ljós ríkjandi. Á kvöldin færist það yfir í rautt ljós. En birtan frá skjáunum er blá og vekur okkur upp og hef- ur það áhrif á melatónínhormónið sem stuðlar að því að okkur syfjar á kvöldin og gefur okkur skilaboð um hvenær sé kominn tími á svefn. En það er ekki bara birtan heldur líka tækið sjálft sem örvar okkur og ger- ir okkur erfitt fyrir að sofna,“ segir Kristjana. Heilsufarslegur ávinn- ingur trompar Ekki eru allir á einu máli um að breyta eigi klukkunni og geta ástæður fyrir því verið margar. Ein þeirra gæti verið styttri birtutími í lok dags sem gæti haft áhrif á tóm- stundir og útiveru. „Vissulega gæti breyting á klukkunni kostað það að fólk geti síður spilað golf eða grillað í kvöldsólinni á vorin og haustin. En að mínu viti tromp- ar ávinningurinn á heilsu barna og unglinga, og okkar allra, þau rök að við getum kannski ekki spilað golf jafn lengi,“ segir Kristjana. En gæti styttri birtutími seinni partinn haft neikvæð áhrif á tómstundir og íþróttaiðkun barna? „Það er talað um að birtustundum á milli klukk- an þrjú og níu seinni partinn fækki um 13% en að sama skapi myndi birtustundir á morgnana aukast um 13% sem þýðir að börn væru að mæta í skólann í björtu stærsta hluta ársins. Þau væru að fara í frí- mínútur í björtu og það væri enn bjart að skóladegi loknum. En varðandi tómstundir þá eru þær flestar stundaðar innandyra á vet- urna eða á upplýstum svæðum. Ég hef því engar sérstakar áhyggjur af því að börn og unglingar myndu síður æfa íþróttir eða stunda tóm- stundir þó klukkunni verði breytt,“ svarar Kristjana. arg Folaldasýning verður haldin í Söð- ulsholti á Snæfellsnesi laugardag- inn 26. janúar og hefst klukkan 13. Keppt verður í kynjaskiptum flokk- um og gestir velja fallegasta folald- ið. Hver skráning kostar þúsund krónur og er hægt að skrá hjá Ein- ari í síma 899-3314 eða hafa sam- band á einar@sodulsholt.is. Sýning- in er opin öllum. Við skráningu þarf að gefa upp nafn, lit, fæðingarstað, foreldra, ræktanda og eiganda. „Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að reyna stilla fjöldanum í hóf og að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld,“ segir í tilkynn- ingu. „Skráningargjald greiðist inn á 0354-26-4027 og kt 540999-2019. Síðasti skráningardagur er fim- mtudaginn 24. janúar. Aðgangseyrir er 1000 krónur og innifalið í því eru kaffiveitingar, frítt fyrir 12 ára og yngri og auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta. Góð hugmynd að ge- stir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein,“ segir í tilkyn- ningu frá Söðulsholti. mm Folaldasýning fram- undan í Söðulsholti Á ríkisstjórnarfundi 21. desember síðastliðinn var samþykkt að birta í samráðsgátt Stjórnarráðs Íslands greinagerðina „Staðartími á íslandi – stöðumat og tillögur“. Í grein- gerðinni var skoðað hvort ætti að færa staðartíma nær sólartíma miða við hnattræna legu lands- ins. „Rannsóknir sýna að nætur- svefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsu- spillandi og haft áhrif á námsár- angur og framleiðni í atvinnulíf- inu. Sérstaklega er þetta áhyggju- efni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við legu landsins,“ segir í tilkynningu frá Stjórnar- ráðinu. Nú stendur almenningi til boða að fara inn á samráðsgátt og tjá sig um sín sjónarmið um breyt- ingu klukkunnar og settir hafa ver- ið fram þrír kostir. Fyrsti kostur- inn er að klukkan verði óbreytt og áfram einni klukkustund fljót- ari en miðað væri við hnattstöðu. Þá er fólk hvatt til að fara fyrr að sofa á kvöldin. Annar valmöguleik- inn er að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund og verði þá í samræmi við hnattstöðu landsins. Þriðji valmöguleikinn er að klukk- an verði áfram óbreytt en að skól- ar og jafnvel fyrirtæki hefji starf- semi seinna á daginn. Hægt verður að skila inn umsögn til 10. mars og hafa nú þegar ríflega 1100 manns skilað umsögn. Alvarlegar afleiðingar skorts á svefni Breyting á klukkunni er sögð hafa sérstaklega mikil áhrif á unglinga og ungt fólk sem ekki sefur nóg. Skessuhorn heyrði því í Kristjönu Kristinsdóttur, skólasálfræðingi í Grundaskóla á Akranesi, og heyrði hvað hún hafði að segja um breyt- ingu á klukkunni og svefn barna og unglinga. „Það er mikið áhyggjuefni hversu lítið ungt fólk sefur. Í nýlegum ís- lenskum rannsóknum kemur í ljós að unglingar á Íslandi eru að sofa að meðaltali um sex klukkustundir á nóttu í miðri viku. Það er mælt með því að þeir sofi um átta til tíu klukkustundir svo það gefur auga Of lítill svefn hefur víðtæk áhrif á heilsu okkar Kristjana Kristinsdóttir skólasál- fræðingur vill að klukkan verði leið- rétt. Ljósm. aðsend

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.