Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 14

Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 201914 Þegar Gísli Einarsson, dagskrár- gerðarmaður, lífskúnstner og fyrr- um ritstjóri Skessuhorns fagnaði fertugsafmæli sínu 26. janúar 2007 færðu nokkrir vina hans honum að gjöf norðlenskan Land Rover jeppa af árgerð 1966. Bíll þessi hafði þá lokið hefðbundnum skyldustörf- um, en hann hafði m.a. dyggilega þjónað þingeyskum bónda við bú- skap í rúma tvo áratugi. Gjöfinni var fylgt úr hlaði með þeim orð- um að oft væri það svo að þeir eldri hefðu vit fyrir þeim yngri og vísað til þess að ökutækið væri þeim sér- stöku hæfileikum búið að komast alls ekki á sviptingarhraða. Gísla þótti strax vænt um þennan grip enda minnir hann á upprunann og tengslin við íslenskar sveitir. Hann hugðist með tíð og tíma gera bíl- inn upp sér og fjölskyldunni til ánægju. En tíð og tími leið, bílnum hafði verið hýstur í hlöðu á Krossi í Lundarreykjadal í rúman áratug þar sem tímans tönn náðu að naga í þann hluta bílsins sem ekki var úr áli. Fuglar fundu sér þar með- al annars hreiðurstað, enda róleg- ur staður til búsetu allt fram í mars á síðasta ári. Nú tólf árum síðar eru að verða þáttaskil í sögu Land Roversins og hafa vinir Gísla get- að fylgst með þeirri þróunarsögu á fésbókinni Upprisa Land Rovers- ins. Frá því í mars hefur Gísli með ómældri aðstoð vina og vanda- manna unnið að uppgerð bílsins sem fer vonandi á númer í þess- ari viku og til skoðunar hjá Frum- herja. Gísli stefnir á að endurvígja bílinn á sjálfan afmælisdaginn. Eigendasagan En kíkjum fyrst á eigendasöguna þessa bíls sem ber fasta númerið DK-095. Fyrsti eigandi hans var Þingeyingurinn Indriði Björns- son sem eignaðist hann nýjan, þá 34 ára gamall, en bíllinn er fyrst skráður á götuna 15. mars 1966. Númer bílsins var Þ-1317 í eigu Indriða. Indriði bjó á Víkinga- vatni og Sultum en síðustu æviárin á Húsavík. Hann var ókvæntur og barnlaus en ein frænka hans minn- ist Indriða með hlýhug og segir m.a. í minningargrein: „En best af öllu var þegar Indriði kom heim á nýjum Land Rover og heimurinn breytti um lit, stækkaði og víkkaði í allar áttir. Á einu og sama sumr- inu fengu litlu systkinin í Sultum að líta staði eins og Hljóðakletta, Hólmatungur, Mývatnssveit og Þeistareyki. Þvílíkt dásemdar sum- ar,“ skrifar Friðbjörg Hallgríms- dóttir. En eftir að Indriði á Sult- um seldi bílinn 22 árum síðar, má segja að bíllinn hafi farið á ver- gang, stoppaði stutt hverju sinni í eigu samtals 13 eigenda á aðeins fleiri árum. Átti meðal annars við- komu á Selfossi, Akranesi, Bif- röst, Akureyri og Húsavík. Gísli er fimmtándi skráði eigandi bílsins, hefur átt hann síðan 2007 eins og fyrr segir. Á Skarði og í Skipanesi Eftir að ákveðið var að taka þenn- an gamla og virðulega Land Rover til viðgerðar fór Gísli með hann til feðganna í Búhag á Skarði í Lund- arreykjadal, þeirra Árna Ingvars- sonar og sonanna Þorvaldar og Hjálms. Þar er rekin vélsmiðja og bílasprautunarverkstæði og að- staða öll hin besta. „Landróver- inn fékk inni á gamla verkstæðinu þeirra Skarðsfeðga og þeir hafa stutt þetta verkefni með ráðum og dáð og Hjálmur sem er afskaplega vandvirkur og flinkur bílasprautari sá um alla málningarvinnuna. Ingi Björn tengdasonur minn á hins- vegar allan heiður að endurbygg- ingunni. Ég gat rifið í sundur og pússað gömlu málninguna í burtu og svo voru vinir og vandamenn nýttir eftir þörfum.“ Gísli seg- ir að bíllinn hafi í raun verið tek- inn í frumeindir. „Það eina sem við létum vera var mótorinn, en fað- ir minn Einar Gíslason frá Lundi hafði eftir að ég eignaðist bílinn skipt um mótor og komið þeim þætti í lag. Pabbi lést hins vegar tveimur árum eftir að ég eignaðist bílinn. Hann var afskaplega áhuga- samur um þetta verkefni og hefði viljað gera honum meiri skil en entist ekki heilsa og aldur til þess. Það má hinsvegar segja að bíllinn sé endurgerður í hans minningu í staðinn,“ segir Gísli. „Það heillegasta í bílnum var náttúrlega allt sem gert er úr áli og hluti af grindinni, sem hefur einhvern tímann verið gert við áður en ég eignast bílinn. Annað var bókstaflega tekið burtu, sum- ir boddýhlutir endursmíðaðir en aðrir keyptir nýir. Við höfum lagt áherslu á að bíllinn verði sem lík- astur upprunalegri útgáfu. Reynd- ar grunar mig að þessi verði jafnvel fínni en þeir voru nýir. Við keypt- um meðal annars nýjan vatns- kassa, hurðar og annan sílsinn, öll gúmmí, ljós, sæti og sitthvað fleira. Þá hef ég viðað að mér ýmsum íhlutum. Fékk til að mynda heilan stuðara úr Kolbeinsstaðahreppn- um, afturbita fékk ég á Hvítár- völlum og nánast ónotuð dekk úr Eyjafirði. Haukur Þórðarson, fé- lagi minn, smíðaði nýtt grill og bakvið hús á Skarði leyndust Land Roverar á eftirlaunum sem ég gat kroppað í og þannig mætti lengi telja. Ingi Björn tengdasonur minn er náttúrlega mikill hagleiksmaður og fram úr hófi vandvirkur, ligg- ur mér við að segja. Hann endur- smíðaði meðal annars innri brett- in, bensíntankinn, hvalbakinn nán- ast frá grunni, lagaði bremsur og pússaði upp nánast hverja skrúfu í bílnum.“ Gísli segir að hver partur fyrir sig hafi síðan verið sprautað- ur í nýja klefanum á Skarði og það er listavel gert. „Í mínum huga er leitun að fallegri bíl eftir að rétti liturinn er kominn á hann. Þegar ég fékk hann var hann í KR litun- um og það er ekki hægt að láta sjá sig á þannig farartæki hér um slóð- ir! Þegar kom að því að setja bílinn saman var hann fluttur í búvéla- verkstæðið í Skipanesi í Hvalfjarð- arsveit. Ingi Björn vinnur í Skipa- nesi og þessvegna var þægilegt að hafa hann hér í lokafráganginum. Síðustu vikur hafa verið afskaplega skemmtilegar því smátt og smátt hefur Land Róverinn verið að taka á sig rétta mynd.“ Til víða um heim Gísli segir að mikið sé til af vara- hlutum í Land Rover jeppana, ekki ósvipað og í Ferguson dráttarvél- arnar sem margar hafa runnið í endurnýjun lífdaga af þeim sök- Upprisa Land Roversins: Ríflega fimmtugur Land Rover á götuna eftir gagngera viðgerð Land Rover árg. 1966, sem bera mun hér eftir númerið M-122. Gísli eignaðist bílinn á fertugsafmælinu. Nú tólf árum síðar. Gísli blettar og gerir fínt á lokametrunum. Hér er uppbyggingarstarfið hafið og eigandinn að ryðverja. Gísli og Ingi tengdasonur hans, sem á hvað stærstan þátt í endur- smíði bílsins.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.