Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 15

Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 15 um. „Það er hátt hlutfall af Land Rover bílum enn á götunum úti um allan heim. Þrátt fyrir að fyrsti Land Roverinn hafi verið smíðað- ur 1948 en talið að nú sjö áratug- um síðar séu um tveir þriðju þeirra enn gangfærir. Land Rover var allt frá byrjun hannaður með einfald- leika og notagildi í huga og hef- ur fyrir löngu skapað sér orðspor fyrir seiglu og hæfileika til að tak- ast á við fjölbreytt verkefni. Þeir eru náttúrlega að hluta til smíð- aðir úr áli, eru sterkir og einfald- ir. Það er lítið um óþarfa í þessum bílum, en allt sem verður að vera. Þessir bílar voru um margt sérstak- ir, mikil „rarítet“ eins og sagt er. Kannski engin trillitæki, en reynd- ust vel í ófærð og einkum voru ís- lensku bændurnir margir með þá í sinni þjónustu í áratugi. Það hefur ófá kindin fengið far afturí á svona bílum í gegnum tíðina, eða fóður- bætispokar verið fluttir úr Kaup- félaginu. Þá voru Landróverar mikið nýttir í heyskap og beitt fyr- ir rakstrarvélar, snúningsvélar og heyvagna. Nú í seinni tíð hafa þeir hins vegar týnt tölunni hér á landi og er það synd.“ Gísli segist hlakka til að koma bílnum á götuna og kveðst ætla að nota hann þegar tilefni gefst til, en fá inni fyrir hann þess á milli í Brákarey hjá Fornbílafjélagi Borgarfjarðar. „Pabbi átti númer- ið M-122 frá því ég man eftir mér. Það númer mun sóma sér vel á honum. Kannski verður bíllinn svo sjáanlegur í einu og einu Landa- innslagi, hver veit? Fyrsti opin- beri rúnturinn verður hins vegar í kirkjugarðinn á Akranesi, að leiði föður míns, sem var mjög áhuga- samur um bílinn,“ segir Gísli að endingu. mm Kíkt undir húddið. Skúffan og ýmislegt smálegt í sprautuklefanum hjá Hjálmi á Skarði. Hvert sem litið er er bíllinn sem nýr. Hér er verið að raða framhlutanum saman. Hér er að mestu búið að rífa. Uppbygging, viðgerðir og margar vinnustundir framundan. Land Rover er skráður fyrir sex, þar af tvo hjá ökumanni. Rif bílsins hófst 5. mars á síðasta ári. Hér eru þeir Ingi Björn Ragnarsson og Kári Gíslason að hefja verkið.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.