Skessuhorn - 23.01.2019, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 21
Vísnahorn
Allir þessir blessuðu sam-
skiptatjámiðlar sem við
flest erum sítengd og
gætum illa án verið hafa vissulega marga kosti
en sumum verða þeir nokkuð tímafrekir og
skoðanamyndandi. Allavega tel ég að það sé
spurning að hve miklu leyti skoðanir okkar
eru ómótaðar af þeim. Magnús Halldórsson
lýsti því svo hvað gerðist ef okkur skyldi nú
verða það á að hugsa einhvern tímann pínu-
lítið sjálfstætt:
Ef að hugsun fer nú fram
og fjas í hausnum brýst um,
æðum við á instagram
eða bara tístum.
Stöku sinnum hef ég birt hér vísnagátur þó
ég hafi svosem enga digra sjóði í að ganga af
þeirri vöru. Hér kemur ein og það ég best veit
eftir Ísleif Gíslason:
Holdið skilur seint við sál
svo er nafn í felum —.
Faðir minn heitir fremst á nál
fæddur á tveimur pelum.
Ef einhverjum skyldi detta í hug að senda
mér rétta ráðningu gátunnar (frekar en gefa
mér ráðningu) er aldrei að vita nema mér
detti í hug að víkja einhverju að viðkomandi.
En áfram með smjörið. Á búnaðarnámskeiði
sem haldið var í Þjórsártúni skömmu áður
en bannlögin tóku gildi fyrir rúmum hundr-
að árum ræddu menn bæði þau og fjölmargt
annað (fleira fagrara og betra eins og Sölvi
Helgason hefði sagt). Einn ræðumanna átaldi
ungu mennina fyrir það að þeir „væru eitt-
hvað svo sauðslegir.“ Þá varð þessi vísa til en
höfundar er ekki getið:
Þó margir séu á mót’onum hér
má honum sannmáls unna,
en eignarfall af sjálfum sér
samt hann ætti að kunna.
Fjölmörg mál voru tekin og krufin til
mergjar á þessum búnaðarnámskeiðum í
Þjórsártúni á sinni tíð. Svo áfengisbannið sem
önnur vandamál heimsins. Albert í Skógum
orti löngu síðar um Landeyinga og vætu og
samhengi þar á milli:
Landeyingum leiðist væta
líða böl og þrautir.
Það má ekki þar við bæta
þeir eru nógu blautir.
Kristján Runólfsson var einhvern tímann
slæmur í skrokknum og velti fyrir sér hvað
helst mætti til huggunar og hagsbóta verða.
Tautaði við sjálfan sig:
Ertu nú í höm og hupp,
hálsi og baki frá þér.
Heyrðu! þú skalt hella upp,
á hæðarboxið á þér.
Snæbjörn Kristjánsson í Hergilsey var eitt
sinn á yngri árum við fjárgeymslu í eyðieyju.
Hafði þá ekki með sér ritföng en orti nokkrar
vísur. Með þessari lýsir hann ástandinu:
Hér er hvorki blek né blað,
böl er til að vita,
stökur gleymast, af því að
ekki er hægt að rita.
Það er vafalaust margt sem mönnum hefur
flogið í hug við fjárgæslu. Sumt kannske gáfu-
legt, annað síður. Ekki veit ég hvort Móruvís-
ur Þórarins Baldurssonar frá Hólmavaði eru
til orðnar við fjárgæslu en þær lýsa allavega
góðri matarlyst:
Móra hún var mögnuð ær,
margt til lista kunni,
hangið þótti hennar lær.
hnoss í okkar munni.
Gráni minn var gæðaklár,
gekk um blómga haga.
Þjónaði mér í átján ár
endaði niðr´í maga.
Skjöldu þótti grasið gott
gaf oss mjólk í könnu.
Hennar lét ég hupp í pott
hitt fór allt á pönnu.
Nú er kisa næstum dauð
nú er önduð læða.
Reykt sem álegg oná brauð
er hún kostafæða.
Hundinn minn ég hef misst
hann var nefndur Lappi.
Austurlenska eldhúslist
æfi ég nú af kappi.
Víst ég átti vinnumann
var hann býsna langur.
Upp á fjöll hann ætíð rann
er ég gerðist svangur.
Griðkonan mín Gudda hét
gikt var henni að bana.
Vordag einn hún lífið lét
leiður át ég hana.
Örlög bóndans eru ljót
allt með sama sniði.
Hráan át ég af mér fót
upp að mjaðmaliði.
Alltaf þurfum við að taka til okkar einhverja
næringu með einhverjum hætti þó við verð-
um nú kannske ekki eins matlystug og sá sem
þennan brag setti saman. Flestir vilja heil-
brigt fóður og vottað af þar til bærum stofn-
unum sem gnægð er af í ESB og víðar. Fyrir
einhverja tilviljun uppgötvaðist fyrir nokkr-
um árum að þrátt fyrir þykkan vottorðab-
unka reyndist nautakjöt sem Evrópubúum var
selt vera af hrossum að verulegu leyti og varð
Guðmundi Stefánssyni tilefni eftirfarandi
hugleiðingar:
Blesa var báglega reitt
og Branda, hún mjólkað’ei neitt.
Svo var þeim slagtað
en slátrið ei vaktað.
Í hakkinu urðu þau eitt.
Glúmur Gylfason sá það hinsvegar fyrir
sér að vegna hnattlægrar stöðu vorrar myndi
óhægt að komast hjá ýmsu af því sem við telj-
um nauðsynjar þó jafnvel sé talið lúxus með
öðrum þjóðum:
Úr því byggjum ekki Spán
ættu menn að vita
að vart er hægt að vera án
vatns og ljóss og hita.
Það sér nú hver maður að án ljóss og hita
getur okkur orðið kalt á veturna og þá er
ósköp notalegt að kúra sig hjá hlýjum rúm-
félaga. Pétur Stefánsson taldi sig þó verða fyr-
ir vonbrigðum:
Grær og dafnar gremjustund,
gengur fátt að vonum,
eiginkonan á sér hund
og er að strjúka honum.
Páll Ásgeir Ásgeirsson orti um mágkonu
sína Halldóru Jónsdóttur í Grímshúsum Að-
aldal sem sat um hríð í stjórn KÞ auk þess að
vera bæði stórbóndi, kennari og kirkjuþings-
fulltrúi:
Ber af öðrum fögrum frúm
fremst í sveitaranni,
stjórnar bæði kirkju og kúm
kaupfélagi og manni.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
En eignarfall af sjálfum sér - samt hann ætti að kunna!
Um níu af hverjum tíu nemend-
um í grunnskólum líður vel og
flestir bera mikið traust til kenn-
ara. Þetta sýnir ný rannsókn sem
Rannsóknastofa í tómstundafræð-
um við Háskóla Íslands birti í síð-
ustu viku um líðan grunnskóla-
nemenda. Rannsóknin nefnist
Heilsa og lífskjör skólanema og er
unnin að tilstuðlan Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar. Niðurstöð-
urnar byggja á svörum rúmlega
7.000 nemenda á landinu öllu sem
þátt tóku í rannsókninni á síðasta
ári. Rannsókni þessi er lögð fyrir á
fjögurra ára fresti fyrir nemendur í
6., 8. og 10. bekk. Rannsóknin er
ein viðamesta rannsókn samtím-
ans á sviði heilsu og heilsutengdr-
ar hegðunar ungs fólks en rúmlega
40 lönd tóku þátt í fyrirlögn henn-
ar árið 2018.
Tíunda hluta líður illa
Meðal niðurstaðna er að líðan nem-
enda er almennt góð samkvæmt
rannsókninni og flestum nem-
endum virðist líða vel eða þokka-
lega í skólanum en smávægileg-
ur breytileiki er á milli landshluta
og aldurshópa. Þannig svara um
90% nemenda að þeim líði þokka-
lega eða mjög vel í skólanum. Um
10% nemenda segjast ekki líða vel
í skólanum en 2,7-4,2% nemenda
líður mjög illa samkvæmt rann-
sókninni. Flestir nemendur telja að
kennurum sé annt um sig eða um
81% nemenda í 6. bekk og 65% í
10. bekk sem er jákvæð niðurstaða
og rímar vel við almenna vellíðan
nemenda í skólum landsins. Lang-
flestir treysta kennara sínum vel
og virðist það eiga við nemendur
í öllum landshlutum.“
Dregur úr hreyfingu
með hækkandi aldri
Í rannsókninni var spurt um lík-
amsrækt og hreyfingu. Ef litið er
til landsins í heild þá kemur í ljós
að flestir nemendur í öllum ald-
urshópum hreyfa sig reglulega.
Athygli vekur hve margir nem-
endur hreyfa sig a.m.k. 60 mínút-
ur fjóra daga í viku eða oftar í öll-
um aldurshópum sem verður að
teljast mjög jákvæð niðurstaða.
Nokkuð dregur úr hreyfingu með
hækkandi aldri og í 10. bekk svör-
uðu 8,2% nemenda því til að þau
hefðu ekki hreyft sig undanfarna
sjö daga. Matarvenjur nemenda
virðast einnig vera nokkuð góð-
ar en ávaxta- og grænmetisneysla
er mjög almenn meðal nemenda
og mjög lítill hluti þeirra segist
aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt
skýrslunni virðist vera aukning á
neyslu orkudrykkja með hækkandi
aldri á milli kannana.
Álag og líðan
Námsálag eykst á milli 6. og 10.
bekkjar en 9,5% nemenda í 6.
bekk telja álag í námi vera mikið
en rétt tæpur fjórðungur nemenda
í 10. bekk telja námsálag vera mik-
ið. Einnig er spurt um heilsu nem-
enda en talsverð aukning er á milli
fyrirlagna á tíðni höfuðverkja með-
al nemenda og fer tíðni verkja vax-
andi frá 6. bekk. Lítill sem enginn
munur er á milli landssvæða.
Um 70% nemenda í öllum ár-
göngum telja sig finna sjaldan eða
aldrei fyrir depurð. Hins vegar ber
að skoða þessar niðurstöður vel því
marktæk hækkun er milli fyrirlagna
í 6. og 10. bekk þar sem 10-15%
nemenda í 6. bekk segjast upplifa
depurð einu sinni eða oftar í viku
en um 20% nemenda í 10. bekk
grunnskóla. Þetta er aukning frá
árinu 2006 þegar 5,8% nemenda
í 10. bekk kváðust upplifa depurð
daglega en árið 2018 er það hlut-
fall komið í 7,6%. Séu niðurstöður
skoðaðar eftir kyni nemenda kem-
ur í ljós að stelpur eru mun líklegri
til að finna fyrir depurð á hverjum
degi og ástandið versnar eftir því
sem unglingar eldast.
Örlítið virðist draga úr svefnörð-
ugleikum með hækkandi aldri þátt-
takenda en engu að síður segjast
um 10% allra nemenda í 10. bekk
eiga erfitt með svefn á nærri því
hverri nóttu. Í raun má segja að að-
eins rétt rúmlega helmingur ung-
linganna eigi sjaldan í vandræðum
með svefn, þ.e. mánaðarlega eða
sjaldnar.
Einelti og áfengis- og
vímuefnaneysla
Nokkur breytileiki er milli lands-
hluta á tíðni þolenda eineltis sem al-
mennt er frekar lítið en tíðni dregst
saman eftir því sem ungmenni eld-
ast. Því má segja að vel hafi tekist
til í eineltisforvörnum í íslenskum
skólum.
Áfengis- og vímuefnaneysla ung-
menna á Íslandi er almennt lítil
og um 70% nemenda hafa aldrei
smakkað áfengi. Hins vegar reykja
5% nemenda í 10. bekk að staðaldri
og 25% nemenda í 10. bekk hafa
prófað rafrettur og er það hlutfall
nokkuð misjafnt milli landshluta.
Niðurstöður kannana Rannsókna
og greiningar hafa einnig sýnt
fram á góðan árangur í forvörnum
á undanförnum áratugum. Eigi að
síður þarf að viðhalda þeim árangri
með áframhaldandi forvarnarstarfi
þar sem nýjar áskoranir verða ávallt
til staðar. mm
Könnuðu ýmsa þætti sem hafa
áhrif á líðan grunnskólabarna