Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 201922
Íslenski veturinn skartaði sínu feg-
ursta þegar blaðamaður Skessu-
horns renndi í hlað á Laufskálum
í Borgarfirði fyrir helgina. Þar býr
Sindri Arnfjörð Sigurgarðarsson
ásamt eiginkonu sinni, Ásu Erlings-
dóttur. Sindri er fæddur í Reykja-
vík en hann ólst upp í Kópavogi.
Það var ástin sem lokkaði hann
í Borgarfjörðinn árið 1986. Árið
1980 byrjaði Sindri fyrir tilviljum
að starfa í garðyrkju þegar hann
fékk starf undir handleiðslu Krist-
jáns Inga Gunnarssonar, garðyrkju-
stjóra Kópavogs. Það var aldrei ætl-
unin að gera garðyrkjuna að ævi-
starfi en tæplega fjórum áratugum
síðar starfar hann enn á því sviði og
hefur í nærri þrjátíu ár rekið garða-
þjónustuna Sigur-garða. „Garð-
yrkjan kom eiginlega óvænt upp í
hendurnar á mér,“ segir Sindri og
hlær.
Nafnið kom ekki strax
Eins og fyrr segir fékk Sindri vinnu
við garðyrkju hjá Kópavogsbæ árið
1980. „Þetta var í raun bara atvinnu-
bótavinna og ég hafði aldrei leitt hug-
ann að því að vinna við garðyrkju.
Hann Kristján Ingi sá bara eitthvað í
mér og tók mig að sér. Hann kenndi
mér í rauninni að vinna,“ segir
Sindri. Þegar Sindri flutti í Borgar-
fjörðinn árið 1986 hélt hann áfram
á sama starfsvettvangi og tók til
starfa við skrúðgarðyrkju og gróð-
urhúsavinnu hjá Kára Aðalsteins-
syni á Laufskálum. Árið 1990 stóð
hann svo á krossgötum þegar Kári
hætti störfum. „Þarna þurfti ég að
ákveða hvort ég vildi fara aftur suð-
ur eða taka við af Kára. Ég var búinn
að vera í reiðileysi í nokkurn tíma og
átti ekkert fast heimili í Borgarfirði.
Ég var líka farinn að taka að mér
verkefni aftur á vegum Kristjáns svo
það lá í raun beinast við að fara aft-
ur þangað. En það voru einnig mörg
stór verkefni framundan hér í Borg-
arfirði sem mig langaði að taka. Ég
ákvað því að taka slaginn og tók við
af Kára,“ segir Sindri og bætir því
við að fyrst um sinn hafi fyrirtækið
verð nafnlaust eða þar til Ólöf mág-
kona hans benti honum á fullkom-
ið nafn. „Ég vissi ekkert hvaða nafn
ég ætti að velja á fyrirtækið en auð-
vitað var nafnið hans pabba full-
komið fyrir fyrirtæki í þessari
grein,“ segir Sindri og hlær. Pabbi
hans hét Sigurgarðar og fékk fyrir-
tækið því nafnið Sigur-garðar. Árið
1997 keyptu þau Sindri og Ása garð-
yrkjustöðina af Kára á Laufskálum
og byrjuðu að rækta plöntur, ber og
grænmeti. „Markmiðið er að Sigur-
garðar geti verið eins sjálfbært fyrir-
tæki og hægt er og því ræktum við
sjálf allar plöntur sem við setjum
niður,“ útskýrir Sindri. Á Laufskál-
um er hann einnig búinn að koma
upp viðurkenndu eldhúsi þar sem
Herdís, tengdamóðir hans, gerir
sultur, síróp, pestó og fleira úr upp-
skerunni í gróðurhúsunum. Herdís
hafði áður unnið hjá Sigur-görðum
en sér nú um Græna garðinn sem er
á vegum Sigur-garða. „Afurðina frá
henni er hægt að kaupa í Ljóma-lind
í Borgarnesi,“ segir Sindri.
Myndi vilja sjá fleiri
garðaþjónustufyrirtæki
Á næsta ári verða 30 ár liðin frá því
Sindri stofnaði Sigur-garða og seg-
ir hann reksturinn alltaf hafa geng-
ið mjög vel. Hann tekur að sér öll
garðyrkjuverkefni, allt frá garð-
slætti, trjáklippingum, hellulögn-
um til jarðvegsskipta auk ýmissa
vélavinnu og jarðvegsflutninga. Þá
hannar Sindri sjálfur um helming
þeirra verkefna sem Sigur-garðar
sjá um. „Ég hef ekki sérhæft mig í
neinu sérstöku og sé um alla flór-
una,“ segir Sindri. Sigur-garðar er
eina fyrirtækið í Borgarfirði sem
sinnir allri garðaþjónustu. „Borg-
arfjörðurinn er stórt starfssvæði og
yfirgripsmikið svo fyrirtækið nær
ekki að anna öllum þeim verkefn-
um sem koma upp, sem leiðir af
sér að eðlilega koma fyrirtæki ann-
ars staðar frá til að sinna þeim. Þó
það hafi vissulega á stundum verið
önnur fyrirtæki sem sinntu sams-
konar þjónustu. Ég myndi vilja sjá
fleiri hér á þessu svæði, því sam-
keppni er alltaf af hinu góða,“ segir
Sindri og brosir. Hann hefur einn-
ig verið að taka að sér verkefni víð-
ar í landshlutanum og jafnvel í öðr-
um landshlutum. „Ég hef verið að
taka verkefni á Reykhólum, Snæ-
fellsnesi, Bláskógabyggð, Reykjavík
og allt þar á milli. Það er því alveg
af nógu að taka og nóg pláss fyrir
fleiri,“ segir hann.
Grunnurinn mikilvægur
Aðspurður hver séu helstu verk-
efnin sem fyrirtækið tekur að sér
segir Sindri það vera hellulagnir. „Í
hellulögn skipta smáatriðin máli og
þá vill fólk fá fagaðila. En við sjáum
einnig um garða fyrir mörg fyrir-
tæki og höfum til að mynda séð um
nærumhverfi Norðuráls í nokkurn
tíma.“ En hver eru helstu mistök-
in sem fólk gerir í garðinum? „Að
vanda ekki til verka við hellulögn.
Þar skiptir miklu máli að vel sé stað-
ið að jarðvegsskiptum og þjöppun
áður en hellurnar eru lagðar. Þetta
er eins og þegar fólk byggir hús,
það vita allir að grunnurinn skipt-
ir mestu máli, það sama á við um
hellulögn,“ útskýrir Sindri. Margir
sem eru með hellur í görðunum hjá
sér hafa orðið varir við hvimleiðan
gróður sem vex upp á milli hellna.
Er eitthvað sem fólk getur gert til
að koma í veg fyrir að þessi gróð-
ur nái þarna fótfestu? „Það er erf-
itt en ekki ómögulegt. Því miður er
ekkert sem þú getur gert áður en þú
leggur hellurnar til að koma í veg
fyrir gróðurinn því fræið kemur að
ofan. Þau detta niður á milli hellna
og spíra í sandinum þar. Eina leið-
in til að koma í veg fyrir þetta er
að sópa stéttarnar reglulega,“ segir
Sindri og bætir því við að með góðri
umgengni um hellulagðar stéttar er
hægt að halda þeim eins og nýjum
í fjölda ára. „Þetta er alveg eins og
með allt annað, það þarf að halda
því við til að það endist. Að sópa og
þrífa getur hjálpað til að koma í veg
fyrir þennan gróður. En ef gróður-
inn er þegar kominn er hægt dreifa
salti yfir stéttina eða láta heitt vatn
renna á hana til að drepa gróður-
inn.“Er með uppeldisstöð
Yfir veturinn eru fjórir starfsmenn
hjá Sigur-görðum en á sumrin fjór-
faldast starfsmannahópurinn. En
hvað gera starfsmenn garðaþjón-
ustu yfir veturinn? „Það fer mik-
ið eftir árferði en núna í vetur gát-
um við unnið í hellulögn alveg fram
undir jól. Í janúar og febrúar sinn-
um við viðhaldi á tækjum en þau
verða alltaf að vera í topp standi
þegar vertíðin byrjar. Ef vel viðr-
ar getum við vel unnið úti stóran
hluta af vetrinum en það er helst
stuttur birtutími sem háir okkur,“
svarar Sindri en starfsmenn hans
hafa verið að helluleggja við nýja
húsbyggingu við Digranesgötu 4 í
Borgarnesi og við Sýsluskrifstofuna
það sem af er vetri. „Það er verk sem
við komumst langt með fyrir jól og
klárum í mars.“ Á sumrin starfa hjá
Sigur-görðum ungmenni sem eru í
skóla á veturna og segist Sindri allt-
af hafa verið heppinn með starfsfólk.
Sama fólkið komi mörg sumur í röð.
„Ég er með svona uppeldisstöð fyrir
ungmenni áður en þau halda áfram
„Garðyrkjan kom eiginlega
óvænt upp í hendurnar á mér“
Segir Sindri Arnfjörð, eigandi Sigur-garða í Borgarfirði
Sindri Arnfjörð Sigurgarðarsson ætlaði sér aldrei að vinna við garðyrkju en hefur nú rekið garðaþjónustuna Sigur-garða í
nærri þrjá áratugi.
Sindri er um þessar mundir að byggja 663 fermetra skemmu á Laufskálum. Hér má
sjá grunninn á skemmunni.
Hér er verið að laga til á leikskólalóð.
Hellulögn er stór hluti af því sem gert er hjá Sigur-görðum. Hér er verið að leggja torf á þak.