Skessuhorn - 23.01.2019, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 27
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Leikið var í átta liða úrslitum Geysi-
sbikars kvenna í körfuknattleik á
sunnudag. Snæfell tryggði sér far-
seðilinn í undanúrslit með sigri á
Haukum í hörkuleik í Stykkishólmi
en Skallagrímur hefur lokið þátttöku
sinni eftir stórt tap gegn Stjörnunni
á útivelli.
Fundu sig ekki
í sókninni
Fyrsti leikur dagsins var viðureign
Skallagríms og Stjörnunnar. Borg-
nesingar fundu aldrei almennilega
taktinn í sókninni og töpuðu að lok-
um stórt, 71-49. Skallagrímskonur
byrjuðu betur en Stjarnan náði und-
irtökunum snemma leiks og leiddi
með sex stigum eftir fyrsta leikhluta,
20-14. Skallagrímskonur byrjuðu
annan fjórðunginn illa og heima-
liðið jók forskot sitt. Borgnesingar
komu til baka og átta stigum mun-
aði í hálfleik, 37-29.
Skallagrímskonur mættu ákveðnar
til síðari hálfleiks og fylgdu Stjörn-
unni hvert fótmál. En um miðjan
þriðja leikhluta tók Stjarnan góðan
sprett sem skilaði þeim 17 stiga for-
ystu fyrir lokafjórðunginn, 56-39.
Þær héldu Skallagrími í skefjum og
um það bil sama forskoti það sem
eftir lifði leiks og sigruðu að lokum
með 22 stigum, 71-49. Skallagrímur
hefur þar með lokið þátttöku sinni í
bikarkeppninni að þessu sinni.
Brianna Banks skoraði 17 stig og
tók sex fráköst fyrir Skallagrím og
Shequila Joseph var með 16 stig og
13 fráköst en aðrar komust ekki í
tveggja stafa tölu á stigatöflunni.
Danielle Rodriguez var atkvæða-
mest í liði Stjörnunnar með 20 stig,
sex fráköst og níu stoðsendingar og
Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 17
stig.
Hörkuleikur
í Hólminum
Annar leikur dagsins var viðureign
Snæfells og Hauka í Stykkishólmi,
jafn og spennandi leikur þar sem
hart var barist frá fyrstu mínútu.
Snæfellskonur voru sterkari undir
lokin og tryggðu sér sigurinn með
góðum kafla í upphafi fjórða leik-
hluta, 72-68.
Mikið jafnræði var með liðunum
strax í upphafi leiks. Gestirnir höfðu
heldur yfirhöndina í fyrsta leikhluta
en undir lok hans náði Snæfell góð-
um spretti og átta stiga forskoti,
26-18. Snæfellskonur voru áfram
sterkari framan af öðrum, en þegar
nær dró hálfleiknum tóku gestirnir
við sér. Með góðum kafla minnkuðu
Haukar muninn í þrjú stig áður en
flautað var til hálfleiks, 40-37.
Haukar gerðu tvisvar sinnum
harða atlögu að forystunni í þriðja
leikhluta. Snæfellskonur stóðu hana
af sér í bæði skiptin og leiddu með
tveimur stigum fyrir lokafjórðung-
inn, 53-51. Snæfell náði síðan frá-
bærum 12-0 kafla í fjórða leikhluta
og breyttu stöðunni í 65-51. En
fjörið var ekki búið því Haukar tóku
mikinn. Haukar lögðu allt í sölurnar
og tókst af mikilli baráttu að minnka
muninn í fjögur stig undir lok leiks.
En nær komust þær ekki og Snæfell
fór með sigur af hólmi, 72-68.
Kristen McCarthy var atkvæða-
mest í liði Snæfells með 33 stig og
níu fráköst og Gunnhildur Gunn-
arsdóttir skoraði 19 stig og tók átta
fráköst.
Lele Hardy skoraði 16 stig og tók
18 fráköst í liði gestanna, Klaziena
Guijt var með 13 stig og fimm stoð-
sendingar og Þóra Kristín Jónsdótt-
ir skoraði tíu stig og tók sjö fráköst.
Með sigrinum tryggðu Snæ-
fellskour sér farseðilinn í undanúr-
slit bikarsins, ásamt Val, Breiðabliki
og Stjörnunni. Undanúrslitaleikirn-
ir fara báðir fram í Laugardalshöll-
inni í Reykjavík miðvikudaginn 13.
febrúar.
kgk
Snæfell áfram í bikarnum en Skallagrímur úr leik
Gunnhildur Gunnarsdóttir átti góðan leik þegar Snæfell tryggði sér farseðilinn í
undanúrslit bikarsins. Ljósm. sá.
Skallagrímur krækti í mikilvæg stig
í Domino‘s deild kvenna þegar lið-
ið sigraði Breiðablik, 84-74, í Borg-
arnesi á miðvikudagskvöld.
Borgnesingar byrjuðu leikinn
af krafti og komust í 13-3 áður en
upphafsfjórðungurinn var hálfnað-
ur. Þá tóku Blikar við sér og minnk-
uðu muninn, en Skallagrímskonur
höfðu áfram yfirhöndina og leiddu
með sjö stigum eftir fyrsta leik-
hluta, 24-17. Þegar leið á annan
leikhluta tóku Skallagrímskonur
góðan sprett og náðu að auka for-
skot sitt í 17 stig áður en flautað
var til hálfleiks. Staðan í hléinu var
50-33.
Skallagrímskonur voru mjög öfl-
ugar í þriðja leikhluta og rúlluðu
yfir gestina. Jafnt og þétt juku þær
forystuna í 26 stig, leiddu 74-48 eft-
ir þriðja leikhluta og úrslit leiksins
ráðin. Skallagrímskonur náðu sér
ekki á strik í lokafjórðungnum en
það kom ekki að sök. Blikar náðu
að minnka muninn í tíu stig seint
í leiknum en gerðu aldrei neina al-
vöru atlögu að forystu Skallagríms-
kvenna. Lokatölur urðu 84-74,
Skallagrími í vil.
Ines Kerin var stigahæst í liði
Skallagríms með 24 stig og gaf hún
fimm stoðsendingar að auki. Bri-
anna Banks var með 23 stig, sex frá-
köst og átta stoðsendingar, Sigrún
Sjöfn Ámundadóttir 13 stig og tíu
fráköst og Shequila Joseph 13 stig
og átta fráköst.
Í liði gestanna var Ivory Craw-
ford með 21 stig, sjö fráköst og
fimm stolna bolta. Thelma Lind
Ásgeirsdóttir skoraði 15 stig, Sanja
Orazovic skoraði 13 stig, tók sex
fráköst og gaf sjö stoðsendingar og
Björk Gunnarsdóttir var með tíu
stig og fimm stoðsendingar.
Með sigrinum kræktu Skalla-
grímskonur í tíunda stig sitt í vetur.
Liðið er í áttunda sæti, tveimur stig-
um fyrir ofan Hauka í sætinu fyr-
ir neðan en átta stigum frá Stjörn-
unni í sætinu fyrir ofan. Næst leika
Skallagrímskonur í kvöld, miðviku-
daginn 23. janúar, þegar þær mæta
toppliði Keflavíkur suður með sjó.
kgk
Mikilvægur sigur Skallagrímskvenna
Ines Kerin átti góðan leik í mikilvægum sigri Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur.
Skagamenn unnu góðan sigur
á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin
mættust í elleftu umferð í 2. deildar
karla í körfuknattleik. Leikið var á
Akranesi á sunnudagskvöld.
Gestirnir byrjuðu betur, höfðu
heldur yfirhöndina framan af fyrsta
leikhluta en ÍA var aldrei langt und-
an. Stál-úlfur leiddi með sex stigum
eftir upphafsfjórðunginn, 27-33.
Skagamenn þjörmuðu að gestunum
í öðrum leikhluta og náðu að jafna
í 52-52 seint í fyrri hálfleik. Þeir
komust síðan yfir með góðum leik
og leiddu með fimm stigum í hálf-
leik, 64-59.
Skagamenn voru áfram sterkari
í síðari hálfleik. Þeir náðu góðum
kafla um miðjan þriðja leikhluta og
leiddu með 21 stigi fyrir lokafjórð-
unginn, 103-82. Gestirnir voru
ákveðnir í fjórða leikhluta og náðu
að minnka muninn í átta stig þeg-
ar rúmar tvær mínútur voru eftir.
Skagamenn áttu hins vegar loka-
orðið, skoruðu tíu stig gegn þremur
síðustu tvær mínúturnar og sigruðu
að lokum með 17 stigum, 126-109.
Chaz Franklin átti stórleik fyrir
ÍA, skoraði 37 stig og gaf níu stoð-
sendingar, Hjalti Ásberg Þorleifs-
son skoraði 27 stig og tók sjö frá-
köst, Jerome Cheadle skoraði 22
stig og tók ellefu fráköst í sínum
fyrsta leik fyrir Skagamenn, Ragn-
ar Sigurjónsson var með 18 stig og
Jón Frímannsson tólf stig og tíu
fráköst.
Skagamenn sitja í fjórða sæti
deildarinnar með 12 stig, jafn mörg
og B-lið KR í sætinu fyrir ofan og
Valur B í sætinu fyrir neðan. ÍA
leikur næst gegn Reyni S. föstu-
daginn 25. janúar næstkomandi. Sá
leikur fer fram í Sandgerði.
kgk
Góður sigur ÍA
Sigurreifir Skagamenn eftir leikinn gegn Stál-úlfi á sunnudagskvöld.
Ljósm. Körfuknattleiksfélag ÍA.