Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 20192 Um næstu helgi er ein stærsta ferðamannahelgi landsins, versl- unarmannahelgin. Búast má við þungri umferð á þjóðvegum landsins. Gott er að minna veg- farendur á að sýna þolinmæði í umferðinni svo allir skili sér heil- ir á leiðarenda, hver sem hann kann að vera. Á morgun verður léttskýjað og hiti 14 til 22 stig. Á föstudag og laugardag verður austlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og víða 14 til 20 stig. Á sunnudag og mánudag, frídegi verslunar- manna, má búast við austlægri átt, skýjað með köflum og líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 10 til 18 stig. Í liðinni viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu oft í viku þværðu á þér hárið?“ 33% svör- uðu daglega, 22% annan hvern dag og 19% þrisvar í viku. 11% sögðu einu sinni í viku, 6% sögðu 4-7 sinnum og sami fjöldi sagð- ist ekki hafa hár. Fæstir svarenda sögðu sjaldnar en vikulega, eða 4%. 499 tóku þátt í könnuninni. Í næstu viku er spurt: Hvað gerirðu þegar sólin skín? Rætt er við Skagamanninn Andra Snæ Axelsson í blaði vik- unnar en hann hlaut heiðursvið- urkenningu á Ólympíuleikunum í stærðfræði. Andri Snær er Vest- lendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Ekki blað í næstu viku SKESSUHORN: Starfsfólk Skessuhorns verður í viku sumarleyfi frá og með degin- um í dag til miðvikudagsins 7. ágúst nk. Kemur því EKKI út blað 7. ágúst. Næsta blað verður gefið út miðvikudag- inn 14. ágúst. -mm Skagapassinn gefinn út AKRANES: Skagapassinn er orðinn að veruleika, en um er að ræða samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og veit- ingamanna í bænum. Pass- inn veitir aðgang handahafa fyrir einn að jaðarsbakka- laug á Akranesi, Akranesvita og Byggðasafninu í Görðum. Auk þess fylgir passanum 15% afsláttur af mat á fimm veit- ingastöðum á Akranesi. Um er að ræða tilraunaverkefni sem mun standa út árið 2020. Passinn kostar 1.500 kr. og verður til að byrja með seld- ur í Akranesvita, jaðarsbakka- laug og á Byggðasafninu, að því er fram kemur á vef Akra- neskaupstaðar. -kgk Umhverfisvænni losun garðúr- gangs GRUNDARFJ: Nú er tími vinnuskólannna og er eitt af verkefnum hans að slá garða og opin svæði, snyrta í kringum beð og ýmislegt fleira. Þessu fylgir mikill garðaúrgngur sem þarf að fjarlægja og í það verk- efni hefur Grundarfjarðarbær kosið að nota saltpoka sem svo eru tæmdir á góðum stað. Er þetta góð nýting á pokunum og umhverfisvænni kostur en plastpokar sem oft hafa verið nýttir í þessum tilgangi. –arg Tveggja milljóna styrkur GRUNDARFJ: Bréf vega- gerðarinnar vegna umsóknar Grundarfjarðarbæjar í styrk- vegasjóð var lagt fram á síðasta fundi byggðarráðs. Fékk bær- inn úthlutað samtals tveimur milljónum króna úr sjóðnum til framkvæmda í Kolgrafafirði og austan Eyrarfjalls. -kgk Verkalýðsfélag Akraness og Sam- band íslenskra sveitarfélaga hafa komist að samkomulagi um ein- greiðslu til félagsmanna VLFA sem starfa hjá Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit. Einnig var samið um að 1,5% hækkun á launatöflu og mun sú viðbótar koma til viðbót öðrum hækkunum á launatöflu. Eingreiðslan nemur 105 þúsund krónum og kemur til útborgunar 1. ágúst. Hún greiðist í hlutfalli við starfstíma og starfshlutfall á tíma- bilinu 1. apríl 2019 til og með 30. júní 2019. Starfsmenn í fæðingar- orlofi og tímakaupsfólk mun einnig eiga rétt á eingreiðslu. Miðast ein- greiðslan hjá tímakaupsfólki við unnar vinnustundir á sama tímabili. „Umrædd eingreiðsla er tilkomin vegna þess að samningaviðræður hafa dregist, en eins og flestir vita þá rann samningur milli samnings- aðila út 31. mars. Þessi eingreiðsla er innágreiðsla vegna væntanlegs kjarasmanings á milli aðila sem verður trúlega kláraður um miðjan ágústmánuð, nema eitthvað óvænt komi upp í viðræðum milli aðila,“ segir á heimasíðu VLFA. „Formað- ur félagsins er afar ánægður með að hægt hafi verið að tryggja að félags- menn VLFA fengju umrædda ein- greiðslu um næstu mánaðarmót og einnig að hægt hafi verið að tryggja að 1,5% komi til hækkunar á launa- töflu til viðbótar öðrum launahækk- unum sem á eftir að semja um.“ Krafa Verkalýðsfélags Akraness í samningaviðræðunum við Sam- band íslenskra sveitarfélaga er að launahækkanir verði sambærilegar við þær sem samið var um í lífs- kjarasamningunum, sem og að þar verði kveðið á um svokallaðan hag- vaxtarauka, að því er fram kemur á heimasíðu félagsins. kgk Hún tók óvænta stefnu mótorkross ferðin hjá nokkrum félögum frá Grundarfirði er þeir voru að leika sér í mótorkrossbrautinni í Kolg- rafafirði. Þeir félagar komu auga á haförn sem var í vandræðum og var augljóslega grútarblautur. Þeir gerðu sér lítið fyrir og hófu björg- unaraðgerðir enda allir starfandi í þeim geira, þrír sjúkraflutninga- menn og einn í áhöfn þyrlu Land- helgisgæslunnar. Erfiðlega reyndist að nálgast örninn enda fuglinum lítt gefið um þennan félagsskap sem reyndi að nálgast hann ofur varlega. Að end- ingu fældist fuglinn út í sjó þar sem hann reyndi að svamla frá þeim. Gísli Valur Arnarson gerði sér þá lítið fyrir og óð út í sjóinn í öllum mótorkrossklæðnaði sínum á eftir erninum. Á tímabili náði hann ekki til botns og þurfti að synda á eftir honum. Að lokum náði Gísli Valur fuglinum og kom með hann í land þar sem þeir gátu komið honum í búr sem þeir fengu frá Grundar- firði. Þá var haft samband við Ró- bert Arnar Stefánsson hjá Náttúru- stofu Vesturlands sem tók svo við fuglinum um kvöldið. Að sögn Róberts er um sjö ára gamlan kvenfugl að ræða sem var merkt í hreiðri á Mýrunum árið 2012. Assan verður flutt til Reykja- víkur þar sem hún verður þvegin og metin hvort eitthvað annað ami að. „Assan er meidd á væng. Ekkert sást í fyrstu skoðun en þegar prófað var að sleppa henni í bandi kom í ljós að hún flaug ekki. Hún étur vel en þarf að vera áfram til rannsóknar og endurhæfingar,“ segir Róbert í samtali við fréttaritara. Til stendur að sleppa fuglinum aftur við fyrsta tækifæri á svipuðum slóðum og henni var bjargað. tfk F.v. Gústav Alex Gústavsson, Aron Orrason, Gísli Valur Arnarson og Magnús Jósepsson með fuglinn grútarblauta. Komu grútarblautum erni til bjargar Gísli Valur Arnarson sigmaður hjá Landhelgisgæslunni er nokkuð vanur björgun úr sjó þó hún hafi verið óvenjuleg í þetta skiptið. Hér er hann með fuglinn eftir að hann kom í land. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ljósm. úr safni. Félagsmenn VLFA fá eingreiðslu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.