Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 201910 Framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi eru nú komnar langt á veg og áætlað er að afhenda fyrri hluta framkvæmdanna í næsta mán- uði. Fyrirtæki Eiríks j. Ingólfssonar húsasmíðameistara, EjI ehf., hefur séð um verkið síðasta árið og hefur gengið vel og allt samkvæmt áætl- un að sögn Kristófers Ólafssonar, verkstjóra framkvæmdanna. „Það hefur gengið vonum framar hjá okkur og við erum á fullu að leggja lokahönd á þennan fyrri áfanga,“ segir Kristófer ánægður en fer þó varlega í að áætla sérstaka dagsetn- ingu. „Það eina sem hefur tafið okkur er í rauninni að við erum að bíða eftir efni og slíku. Þrátt fyrir það þá hefur gengið vel og öll starf- semi verður komin á fullt í þessum nýja og uppfærða hluta skólans í ágúst,“ bætir hann við. í fyrri áfanga var gert ráð fyr- ir viðbyggingu sem inniheldur sal skólans og eldhús ásamt björtu kennslurými fyrir yngsta stig skól- ans á annarri hæð. Allar list- og verkgreinastofur skólans verða end- urgerðar á fyrstu hæð, en þar verða stofur fyrir heimilisfræðikennslu, smíðakennslu, textíl- og mynd- menntakennslu. Verður öll aðstaða til kennslu fyrir nemendur og starfs- fólk til fyrirmyndar. Stefnt verður að því að efna til nafnasamkeppni á sal skólans meðan nemenda og kennara þegar skólinn hefst í haust. Þegar skólastarf er komið vel á veg verður íbúum Borgarbyggðar einn- ig boðið að koma í heimsókn og skoða nýju viðbygginguna. glh Fyrirhugað er að gera íbúðalána- sjóði kleift að bjóða nýjar tegund- ir lána til uppbyggingar íbúðar- húsnæðis á landsbyggðinni. Ás- mundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur birt minnisblað þess efnis í samráðs- gátt stjórnvalda. Þar eru kynnt- ar þær aðgerðir sem fyrirhugað er að ráðast í til að svo megi verða. „Fyrirhugaðar eru breytingar á lögum um almennar íbúðir, sem m.a. er ætlað að bregðast við mis- vægi milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs á landsbyggðinni. Markmið breytinganna er að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins,“ segir í tilkynningu. Víða ekkert byggt lengi Niðurstöður tilraunaverkefnis íbúðalánasjóðs, sem hrundið var af stað í desember, sýna markaðs- brest á húsnæðismarkaði víða um land, að því er fram kemur í til- kynningunni. Stöðnun á íbúða- markaði er mjög algengt vanda- mál á landsbyggðinni. „Víða hef- ur ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi. Mun meira var byggt á landsbyggðinni frá aldamótum og fram að hruni, heldur en síðustu ár. Sérfræðingar íbúðalánasjóðs sjá merki um mark- aðsbrest á mörgum svæðum enda ráðast fáir í að reisa nýtt íbúðar- húsnæði þrátt fyrir að atvinna sé víðast hvar næg og eftirspurn eftir íbúðum mikil,“ segir í tilkynning- unni. „Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveitarfélögum koma oft á tíðum að lokuðum dyrum á lána- markaðnum.“ Dýr og erfið fjár- mögnun, skortur á byggingarað- ilum og misræmi húsnæðisverðs og byggingarkostnaðar hefur gert það að verkum að lítið eða jafnvel ekkert er byggt af nýju íbúðarhús- næði. Næg eftirspurn „Niðurstöður tilraunaverkefnis íbú- ðalánasjóðs sýna að það ríkir mark- aðsbrestur á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni,“ segir Ásmund- ur Einar Daðason, félags- og barna- málaráðherra. „Enginn er að svara eftirspurninni þrátt fyrir að næg kaupgeta sé fyrir hendi hjá íbúum í þessum sveitarfélögum. ég tel að það þurfi aðgerðir af hálfu stjórn- valda til að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hefur í húsbyggingum á lands- byggðinni,“ bætir hann við. „Ef við lítum til baka þá sést að hrun- ið hafði meiri eftirköst í för með sér fyrir húsnæðismarkaðinn úti á landi heldur en á suðvesturhorninu. Ný- byggingar hafa verið sjaldséðar utan stærstu atvinnusvæða en fólk sem býr utan þessara svæða þarf líka nýtt húsnæði. Það er uppgangur í nýjum atvinnugreinum á landsbyggðinni og oft er skortur á húsnæði helsta vandamál fólks sem ræður sig í þau störf,“ segir Ásmundur Einar Daða- son. kgk Afhending fyrri áfanga verður í ágúst Grunnskóli Borgarness eins og hann lítur út í dag en langt er komið á veg með framkvæmdir. Kristófer Ólafsson, verkstjóri framkvæmdanna við Grunnskólann í Borgarnesi. Efri hæðin í skólanum. Þar sem áður var textílkennsla fyrir breytingarnar verður nú kennslurými fyrir yngsta stig skólans. Horft niður í nýja sal skólans sem er með tignarlegt útsýni yfir íþróttasvæði Borgarness. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Markaðsbrestur víða um land Fyrirhugað að ÍLS bjóði nýjar tegundir lána Byggingakrani. Sums staðar á landsbyggðinni hefur ekki verið byggt nýtt íbúðarhúsnæði í einn til tvo áratugi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.