Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 2019 9 ÚTSALA Enn meiri verðlækkun: Nú 50% afsláttur af öllum útsöluvörum ATH: Lokað laugardaginn 3. ágúst. OPNUNARTÍMI: Mánudaga - föstudaga kl. 10-18 Laugardaga kl. 10-15 Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6 Borgarnesi, 433 7200 Verði breytingar á dagskrá verður það kynnt á www.safnahus.is Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Hvað er samtímalist og hvers vegna er svona erfitt að skilja hana? Fyrirlestur í Hallsteinssal fimmtudaginn 8. ágúst 2019, kl. 19.30. Upptaktur að listahátíðinni Plan-B. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir (f. 1993) er sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri. Í erindi sínu fer hún á léttum nótum yfir hvað samtímalist er og hvers vegna erfitt getur reynst að skilja hana. Verið velkomin! EEE Fyrirlesturinn tekur um klukkutíma, svo verður spjallað og heitt á könnunni. Undanfarið hefur óvenju- lega fjölskrúðugt fuglalíf verið við strendur Akra- ness. Mávager hafa til dæmis verið áberandi á sjónum út af Langasandi og þá er krían harðdugleg við ætisöflun. Aðrir fugl- ar atast svo í kríunni eft- ir að hún hefur náð feng sínum og reyna að ræna þær. Þá er talsvert af lunda einnig, en lítið hefur verið um hann á undanförnum árum. Ástæða þessa fugla- gers er sú að óvenjulega mikið er af síli nærri landi. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá virðu- legan lunda með sjö eða átta síli í sínum litskrúðuga goggi. Hins vegar er mynd sem sýnir mávager þegar stór hópur þeirra barðist um ljúffenga fæðuna undir yfirborðinu. mm/ Ljósm. Guðbjörg Ólafsdóttir. Veisluhöld hjá sjófuglunum við Akranes Á dögunum var undirritaður samn- ingur um stuðning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Landssamtök íslenskra stúdenta. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Sonja Björg jóhannsdóttir, forseti fram- kvæmdastjórnar LíS, undirrituðu samninginn. „Með samningnum vill mennta og menningarmála- ráðuneyti stuðla að öflugum sam- starfsvettvangi háskólastúdenta og að LíS sé öflugur tengiliður stjórn- valda við íslenska háskólastúdenta í umræðu um skipulag og stefnu- mótun háskólastigsins,“ segir í til- kynningu. LíS eru samtök háskólanema á íslandi og íslenskra háskólastúd- enta sem nema á erlendri grundu. Að LíS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Há- skólann á Bifröst, Landbúnað- arháskóla íslands á Hvanneyri, Listaháskóla íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla íslands og íslenska stúd- enta erlendis. Hlutverk samtak- anna er að standa vörð um hags- muni stúdenta og skapa samstarfs- vettvang fyrir íslensk stúdenta- félög. kgk Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti framkvæmdastjórnar LÍS og Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, við undirritun samningsins. Ljósm. Stjórnarráðið. Ráðuneytið styður við LÍS Á laugardaginn var Extreme Triat- hlon haldið á Snæfellsnesi. Um er að ræða þríþraut þar sem byrjað var á að synda um 3 kílómetra í Kolg- rafarfirði. Því næst hjóluðu kepp- endur umhverfis Snæfellsnes sem er 180 kílómetra leið. Að lokum var hlaupið fram og til baka yfir jök- ulhálsinn, samtals 42,2 kílómetrar. 52 keppendur hófu keppni en tveir kláruðu ekki. í karlaflokki var Geir Ómarsson fyrstur til að ljúka keppni á tímanum 10:09:43. í kvennaflokki var Erin Green frá Bandaríkjunum fyrst í mark á tímanum 15:34:39. arg Keppt var í þríþraut á Snæfellsnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.