Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 2019 19 Sumarlesari vikunnar Áfram heldur sumarlesturinn á Bókasafni Akraness. Að þessu sinni er það Særós Erla sem er kynnt til leiks. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul ? Særós Erla jóhönnudóttir, 9 ára. Í hvaða skóla ertu? Brekkubæjarskóla. Hvaða bók varstu að lesa? Ég var að lesa Þegar Hermann kom í heiminn, Lóa nr. 3, jólin með Láru og Hefðarkettina. Hvar er best að vera þegar þú ert að lesa? Uppi í rúminu hennar mömmu með hundana mína. Hvernig bækur finnast þér skemmtilegastar? Drungalegar, spennandi og skrítnar, annars nenni ég ekki að lesa þær. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Uppáhalds rithöfundurinn er Kristín Helga Gunnarsdóttir og besta bókin mín er Gæsahúð 9, Skugginn í kjallaranum. Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? Nei, þetta er í annað sinn sem ég tek þátt í Sumarlestrinum. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Vera með fjölskyldunni minni, fara norður og fara út á sjó. Og lesa meira. Ef þú þú hittir galdrakarl og hann ætlar að gefa þér ofur- krafta, hvað myndir þú velja? Krafta til að geta lesið hraðar, því ég elska að lesa. Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vakin á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessu- horn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu- horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausn- ir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn senda tvo miða á tónleika Ragga Bjarna 85 ára í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 1. september næstkomandi. Lausnin á síðustu krossgáta var: „Orðaleikur“. Heppinn þátttakandi er: Anna Hallgrímsdóttir, Hamri í Þverárhlíð, 311 Borgarnes. Eilífur Fótskör Ískrar Vein Ögn Gaffall Kambur Surg Dynur Mæða Mjúk Goð Alda Rögg- semi Mögl Röð Kaka Læti Latur 4 Skaði Spyrja Kák 6 Skyld Nefnd Nafn- laus Natnin Þreyfir Eysill Brak Þátt- taka 1 Elska Ras Refur Pabbi Gæfa And- mæla Afar Beita Virði Dvel Samtök Skyldir 8 Milda 51 Harð-indi Púkar Reið Dráttur Rösk Næði Vísa Óvænt Röð Héla Afl Ákall Spurn 3 Múli Mjöll Fugl Tannar Áhald Lin Ekki Hreyf- ing Brún Ólíkir Hás Vissa Slit- þol Spilið Lærðu Erfiði Fjöldi Skal Þegar 9 Dýki Frekur Féll Gat 5 Tölur Óróa Tölur Tíni Eins um R Grípa Drykk- ur Þófi Snúin Flan Öfugur tvíhlj. Hljóð- færi Kjáni Alltaf Más Snáð- inn 7 Bogi 2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 F E F T I R L Æ T I G A U K A N A R T A M T Á Ð U R E R G R Ú S K A T R A F A L I F U M M Y N D A D R A G A M I M A L L A D R O P I N N U S Á L R A K K U R D R Ó E T L A M A G N R A U S N R U N N U A R I T I G N A R R I M Ó L N A N Ó I I R I F T A E N N I S L Æ G A R R I R N A A L E L N A T T A K T U R T Ó G A G N M A R R R Ó K N Á A L A L A U S N S K I N N R Ó L S E K K I R K Æ R A R N A T I K K N N A N A R H A O K A U N D P A Ð F R R A Ð A R R Á Ð O R Ð A L E I K U R L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Pennagrein í fyrstu setningu málefnasamnings Samfylkingarinnar og Framsókn- ar og frjálsra í bæjarstjórn Akraness segir að lögð verði áhersla á gott samstarf allra flokka í bæjarstjórn, vandaða og faglega stjórnsýslu og þróun á virku íbúalýðræði. Einföld og afar skýr stefna. Á dögunum greindi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður norð- vesturkjördæmis, frá því á sam- félagsmiðlum að hann hefði átt góðan vinnudag á Akranesi þar sem hann fundaði meðal annars með bæjarfulltrúum. Ráðherrafund- ir sem þessir eru ávallt kærkomnir enda í mörg horn að líta í rekstri sveitarfélaga og samskiptum þeirra við ríkisvaldið. Birti ráðherrann fundi þessum til staðfestingar myndir af glaðbeittum ráðherra og bæjarfulltrúum. Reyndar bara bæj- arfulltrúum meirihlutans. Þrátt fyr- ir setninguna góðu í málefnasamn- ingnum var bæjarfulltrúum minni- hlutans ekki boðið til fundarins og voru því fulltrúar 42% kjósenda sniðgengnir. Tæpast hefur þessi fundur verið skyndihugdetta meirihlutans eða ráðherrans því eins og allir vita eru þeir önnum kafnir og skipuleggja sig langt fram í tímann. Þessi framkoma meirihlutans er nýlunda í bæjarstjórn Akraness því síðasti meirihluti bæjarstjórnar lagði sig fram að kalla ávallt til full- trúa minnihlutans þegar hagsmuna- mál bæjarbúa voru til umræðu. Það er dapurlegt að velta því fyrir sér hvaða mál það voru, sem ræða þurfti við ráðherrann og meirihlut- inn taldi þurfa að leyna fyrir minni- hlutanum. Brjóta þannig eigin mál- efnasamning. Af því höfum við bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tals- verðar áhyggjur. Skilaboðin geta vart verið skýrari. Þegar ræða skal öll þau viðkvæmu mál er heyra undir félags- og jafn- réttismálaráðherra kemur fulltrú- um tæplega helmings kjósenda þau mál ekki við. Aukið íbúalýðræði og vönduð stjórnsýsla er bara í orði en ekki á borði meirihlutans. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Rakel Óskarsdóttir Sandra Margrét Sigurjónsdóttir Einar Brandsson Ólafur Adolfsson Skýr skilaboð meirihlutans! Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.