Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 2019 15 Á Sturlureykjum í Reykholtsdal búa þau Hrafnhildur Guðmundsdóttir og jóhannes Kristleifsson og hafa rekið þar hestatengda ferðaþjón- ustu til margra ára. jonni er fædd- ur og uppalinn á Sturlureykjum og hefur fjölskyldan hans búið þar í um eina og hálfa öld. „Þetta byrj- aði þegar ég fór út til Þýskalands að vinna á haustin og þar var fólk sem vildi koma til íslands í hesta- ferðir og báðu mig um að græja slíkt fyrir sig. Fyrsti hópurinn kom svo árið 1992,“ segir jonni um það hvernig hann byrjaði með hesta- ferðir á Sturlureykjum. „Svo hefur þetta verið stanslaust síðan,“ bæt- ir Hrafnhildur við. Sjálf er Hrafn- hildur alin upp á Bjarnastöðum í Hvítársíðu þar sem einnig var rek- in hestaleiga. „Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur og við erum bæði búin að lifa og hrærast í þessu í fjölda- mörg ár,“ segir Hrafnhildur. Merkileg saga Sturlureykja Á Sturlureykjum voru Hrafnhild- ur og jonni um árabil með lengri hestaferðir þar sem ferðamenn komu og voru hjá þeim í viku í senn og fór í lengri ferðir. Þeim langaði svo að breyta til og ákváðu að hætta með þessar hestaferðir og tóku sér pásu frá ferðaþjónustunni um tíma á meðan þau íhuguðu næstu skref. „Okkur langaði að minnka þetta aðeins og gera eitthvað einfalt og persónulegt fyrir ferðamenn. Hug- myndin var strax að flétta hesta- mennsku saman við sögu Sturlu- reykja og líf okkar sem hér búum. Saga Sturlureykja er nefnilega stór- merkileg á margan hátt, bæði því hér hefur sama fjölskyldan búið svo lengi og vegna jarðhitans sem hér er að finna og söguna sem tengist honum,“ segir Hrafnhildur, en á Sturlureykjum var Erlendur Gunn- arsson bóndi fyrstur manna til að leiða gufu úr hver inn í hús til upp- hitunar á íslandi. Fá að taka „hestaselfie“ í júní 2017 var enn á ný opnuð hestaleiga á Sturlureykjum en þá með breyttum áherslum. í dag er aðeins tekið á móti fólki í heimsókn í hesthús og í stutta reiðtúra. „Við höfum verið að þróa þetta hægt og rólega og pössum að víkja aldrei frá upprunalegu hugmyndinni um að hafa þetta fyrst og fremst einfalt en persónulegt,“ segir Hrafnhildur og jonni tekur undir það. Þau hafa byggt aðstöðuna upp hægt og ró- lega síðustu ár og eru nú með góða kaffistofu þar sem þau taka á móti gestum. Fyrir framan kaffisistof- una er stórt bílaplan og gerði fyr- ir hestana sem taka á móti gestun- um. „Við byrjum á að bjóða fólk velkomið inni á kaffistofunni okkar þar sem við segjum aðeins frá okkur og hestunum okkar og sögu Sturlu- reykja, sýnum smá myndband þar sem við fléttum inn í sögu Sturlu- eykja, hestana okkar, heita vatn- ið og gangtegundirnar fimm sem íslenski hesturinn hefur upp á að bjóða. Síðan er gestum boðið inn í hesthús þar sem við hittum hest- ana í eigin persónu, þar segjum við aðeins frá hverjum og einum, hvað þeir heita, hvernig skapgerð, klöpp- um, tökum myndir og skoðum síð- an heita hverinn okkar. Héðan fer enginn nema taka alvöru „hestasel- fie“,“ segir Hrafnhildur og brosir. „Við ræktum og temjum hestana okkar sjálf og allir hestar sem fólk er að hitta eru í okkar eigu þann- ig við þekkjum þá afar vel, eflaust hægt að segja að þetta séu eins og börnin okkar og þeir vita vel að þeir eru partur af fjölskyldunni hérna, hestarnir eru nefninlega bara eins og við mannfólkið, enginn þeirra er eins og það er okkar að skilja þá en ekki öfugt.“ Finna alltaf hest sem hentar Eftir hvern reiðtúr er alltaf fyrst hestum boðið upp á hressingu eða sérstakt hestanammi og síðan er knöpum boðið upp á kaffi eða heitt súkkulaði í kaffistofunni. „Við bjóðum líka öllum upp á heimabak- að hverarúgbrauð sem við bökum hér í hvernum, auðvitað borið fram með miklu smjöri,“ segir Hrafn- hildur. Aðspurð segja þau alla sína hesta vera part af ferðaþjónust- unni. „Við erum ekki með sérstaka hesta fyrir gesti og aðra fyrir okk- ur. Við leggjum mikla áherslu á að finna alltaf rétta hestinn fyrir hvern og einn knapa og gefum okkur að- eins tíma í upphafi til að spjalla við fólk og þannig finna hestinn sem hentar. Þess vegna koma alltaf allir hestarnir okkar til greina, líka bestu hestarnir. Mér þykir til dæmis rosa- lega skemmtilegt að lána uppáhalds keppnishestinn minn ef það hent- ar, enda er góður hestur sá sem all- ir geta riðið,“ segir hún brosandi að lokum. arg/ Ljósm. úr einkasafni Úr reiðtúr í góðu veðri. „Enda er góður hestur sá sem allir geta riðið“ - segir Hrafnhildur á Sturlureykjum Jonni og Hrafnhildur á Sturlureykjum í Reykholtsdal. Ljósm. arg. Þegar ferðamenn koma að Sturlureykjum taka hestarnir í gerðinu á móti þeim. Áður en farið er á bak fá gestirnir fræðslu um hestana, Sturlureyki og heita vatnið sem þar er. Áður en gestirnir fara er þeim alltaf boðið upp á rúgbrauð sem bakað er í hvernum á bænum. Hér er verið að smyrja rúgbrauð og hundarnir á bænum fylgjast vel með. Hér er verið að græja hestana fyrir reiðtúr. „Héðan fer enginn nema taka alvöru „hestaselfie“.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.