Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 2019 23
Aldís Róbertsdóttir og Huginn
Hilmarsson fögnuðu sigri í ein-
staklingskeppni í Álmanninum sem
haldinn var á Akranesi á miðviku-
dagskvöld. Liðið Hrikalegir bar
sigur úr býtum í liðakeppni.
Álmaðurinn er þríþraut sem
samanstendur af hjólreiðum, fjalla-
hlaupi og sjósundi. Hjólað er frá
íþróttahúsinu við jaðarsbakka að
Akrafjalli og hlaupið upp á Háa-
hnjúk og niður aftur. Þaðan er hjól-
að til baka að Langasandi og syntir
400 metrar í sjónum. í einstaklings-
keppninni reynir hver og einn sig
við allar þrautirnar, en í liðakeppni
skipta þrír með sér verkum; einn
hjólar, annar hleypur og sá þriðji
syndir.
Aldís Birna Róbertsdóttir sigraði
í kvennaflokki á 1:21,53 sekúndum.
Mikil barátta var um annað sæt-
ið. Steinnunn Leifsdóttir stakk sér
fram fyrir Silvíu Llorens við enda-
línuna og var aðeins sjónarmun á
undan, en báðar luku þær keppni á
1:28,05 sekúndum.
Huginn Hilmarsson sigraði í
karlaflokki á 1:13,02 sekúndum.
Ingvar Svavarsson varð annar á
1:16,50 sek. og Ásbjörn Egilsson
þriðji á 1:18,07 sekúndum.
Hrikalegir sigruðu liðakeppn-
ina á 1:18,06 sek., lið Skagafrétta
hreppti annað sætið sæti 1:31, 19.
sek. rétt á undan Gamla liðinu sem
kom í mark á 1:31,31 sekúndu.
kgk Snæfell þurfti að sætta sig við sitt
fyrsta tap á tímabilinu þegar lið-
ið heimsótti Kormák/Hvöt á í ell-
eftu umferð 4. deildar karla síðasta
laugardag. Leikið var á Hvamms-
tangarvelli.
í fyrri umferð íslandsmótsins
skildu liðin jöfn á Stykkishólms-
velli en fyrir utan þann leik voru
Snæfellingar eingöngu með sigur-
leiki á bakinu og því mátti búast við
hörkuviðureign.
Eina mark leiksins kom á 45.
mínútu eftir að vítaspyrna var
dæmd á Snæfellinga. Diego Mo-
reno Minguez fór á punktinn fyrir
sína menn, skilaði boltanum í netið
og kom þeim yfir. Leiddu heima-
menn 1-0 í hálfleik. Ekkert mark
var skorað í þeim síðari og urðu það
því lokatölur leiksins.
Sigurinn var mikilvægur fyrir
Kormák/Hvöt sem situr í 3. sæti
og með sigrinum minnka þeir bil-
ið á milli sín og Snæfellinga niður í
tvö stig. Snæfellingar missa 1. sætið
til Hvíta Riddarans en eru þó með
jafn mörg stig eftir ellefu umferðir.
Næsti leikur Snæfells verður gegn
KM laugardaginn 10. ágúst og
hefst hann klukkan 16:00.
glh/ Ljósm. úr safni/ sá.
Káramenn riðu ekki feitum hesti
frá viðureign sinni gegn Völsungi
þegar liðin mættust í 2. deild karla í
knattspyrnu á laugardaginn. Leikið
var á Húsavík og það voru heima-
menn sem höfðu sigur, 3-0.
Völsungur komst yfir á 23. mín-
útu með marki frá Bjarka Baldvins-
syni. Káramenn fengu vítaspyrnu á
30. mínútu og kjörið tækifæri til að
jafna metin. Kristófer Daði Garð-
arsson fór á punktinn en misnotaði
spyrnuna. Skömmu síðar kom Ás-
geir Kristjánssno heimamönnum í
2-0 og þannig var staðan í hálfleik.
Hann var síðan aftur á ferðinni á
63. mínútu þegar hann innsiglaði
3-0 sigur heimamanna.
Kári hefur ellefu stig í ellefta sæti
deildarinnar. Skagaliðið er fjórum
stigum á eftir KFG í sætinu fyrir
ofan en hefur fimm stigum meira
en botnlið Tindastóls.
Næsti leikur Kára er gegn Vestra
í dag, miðvikudaginn 31. júlí. Sá
leikur fer fram á Akranesi.
kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélag
Kára.
Skagakonur fóru fýluferð í Hafn-
arfjörðinn á fimmtudag þegar þær
töpuðu með einu marki gegn þrem-
ur á móti toppliði FH í tíundu um-
ferð 1. deildar kvenna. Mikið rú og
stú hefur verið í kringum íA liðið
síðustu vikur. Fyrst þurfti Banda-
ríski markvörðurinn, Tori Ornela,
frá að hverfa og í kjölfarið óskaði
þjálfarateymið, Helena Ólafsdóttir
og Aníta Lísa Svansdóttir, eftir því
að láta af störfum með liðið. Ný-
lega var þó tilkynnt að Unnar Þór
Garðarson myndi taka við liðinu
sem þjálfari og Aron Ýmir Péturs-
son sem aðstoðarþjálfari. Var leikur-
inn á fimmtudagskvöld sá fyrsti sem
liðið spilar undir þeirra stjórn.
Skagakonur komu ákveðnar til
leiks í Hafnarfirðinum og þurftu
FH-ingar að hafa sig alla við. Heima-
stúlkur náðu þó að snúa leikum sér
í hag eftir því sem leið á og gerð-
ust mun áræðnari við mark gestina.
Á 34. mínútu fengu FH-ingar horn-
spyrnu og áttu Skagakonur í vand-
ræðum með að koma boltanum í
burtu úr eigin teig. Nýtti Birta Ge-
orgsdóttir sér þetta og potaði bolt-
anum í markið. Leiddi FH með einu
marki í hálfleik.
íA mætti beitt til leiks í síðari
hálfleik. Uppskáru Skagastúlkur á
55. mínútu þegar Bryndís Rún Þór-
ólfsdóttir jafnaði metin eftir horn-
spyrnu. Birta Georgsdóttir var aftur
á ferðinni á 62. mínútu þegar hún
átti góða sendingu inn á liðsfélaga
sinn, Helenu Ósk Hálfdánardótt-
ur, sem var alein í teig íA og skil-
aði boltanum snyrtilega í fjærhorn-
ið. 2-1 fyrir FH. Bættu FH konur
sínu þriðja marki við á 70. mínútu
þegar Selma Dögg Björgvinsdótt-
ir átti þrumufleyg í mark íA. Ekki
urðu mörkin fleiri og FH sigur stað-
reynd.
íA er í áttunda sæti eftir tíu um-
ferðir með 11 stig á meðan FH trón-
ir á toppi deildarinnar með 25 stig.
Næsti leikur íA verður gegn Fjölni
á Akranesi næstkomandi þriðjudag.
Hefst sá leikur klukkan 19:15. glh
Knattspyrnumaðurinn Þórður Þor-
steinn Þórðarson hefur leikið sinn
síðasta leik fyrir íA. Fram kom í
tilkynningu frá félaginu síðastlið-
inn miðvikudag að samkomulag
hafi náðst um samningslok Þórðar.
„Eftir miklar vangaveltur höfum ég
og Knattspyrnufélag íA ákveðið að
nú skilji leiðir,“ segir Þórður Þor-
steinn. „Ég skil sáttur við klúbbinn
minn þar sem ég hef alist upp og
átt allan minn feril fram til þessa.
Hvað tekur við er ekki ákveðið,“
bætir hann við.
Þórður Þorsteinn er fæddur árið
1995 og hefur og leikið samtals
102 meistaraflokksleiki fyrir
íA í efstu og næstefstu deild og
bikarkeppninni. í þeim leikjum
hefur hann skorað 14 mörk. „Mig
langar að þakka íA og öllum sem
koma að klúbbnum og strákunum
í meistaraflokki sérstaklega fyrir
frábær ár. Stuðningsmönnum íA
vil ég svo færa sérstakar þakkir fyrir
stuðning og hvatningu öll þessi ár,“
segir hann.
Fótbolti.net greindi síðan frá
því á föstudag að Þórður hefði
samið við FH-inga um að leika
með Hafnarfjarðarliðinu út
keppnistímabilið 2020. kgk
Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði eina mark ÍA í tapinu gegn FH. Hér er hún í
baráttunni í fyrri viðureign liðanna í sumar. Ljósm. gbh.
Tap í Kaplakrikanum
Hörð barátta um þriðja sætið í karlaflokki.
Aldís og Huginn sigruðu Álmanninn
Ingvar Svavarsson kemur kátur í mark, en hann hafnaði í öðru sæti í karlaflokki.
Aldís Róbertsdóttir að koma í mark, fyrst kvenna.
Kári tapaði gegn Völsungi
Þórður Þorsteinn hættur hjá ÍA
Samdi við FH
Þórður Þorsteinn Þórðarson fagnar marki í leik með ÍA. Ljósm. úr safni/ gbh.
Fyrsta tap Snæfellinga