Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 2019 17
Á góðri stund í Grundarfirði
Bæjarhátíðin Á góðri stund fór fram um liðna helgi og ekki var annað að sjá en að gestir hátíðarinnar hafi skemmt sér
vel. Hátíðin fór vel fram og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi af glæsilegri dagskrá hátíðarinnar. ljósm. tfk
Þétt á hátíðarsvæðinu eftir hina mögnuðu skrúðgöngu.
Hreimur Örn Heimisson fékk nokkra aðstoðarmenn upp á svið í brekkusöngnum
til að krydda flutninginn.
Páll Óskar Hjálmtýsson var leynigestur á tónleikunum á fimmtudagskvöldinu þar sem að Stefán Jakobsson, karlakórinn Kári,
Stúlknabandið MÆK og Bryndís Ásmundsdóttir ásamt hljómsveit voru með magnaða skemmtun.
Stúlknabandið MÆK var með garðtónleika í garðinum hjá Óla Sigga og Sjöfn og
var fjöldi manns sem mætti til að hlusta á þessa frábæru söngvara.
Diljá Pálsdóttir sýndi mikil tilþrif á danssýningunni á laugardaginn.
Söngkeppni barna var haldin á laugardagsmorguninn þar sem að krakkarnir létu
ljós sitt skína í hátíðartjaldinu.
Hamradrottningn sjálf lét sig ekki vanta á brekkusönginn
en hérna er hún Guðlaug Halldóra Guðmundsdóttir eða
Lauga á Hömrum með dóttur sinni Hrönn Harðardóttur.
Halla Karen Gunnarsdóttir, Freydís Bjarnadóttir og Ragnar
Smári Guðmundsson voru hress í sjoppu Ungmennafélags
Grundarfjarðar.
Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir og Trausti Leó Gunnarsson tróðu
upp á hátíðarsvæðinu að loknum skemmtiatriðum og héldu
uppi fjörinu.
Guðjón Elísson klæddi sig upp í tilefni dagsins en það þarf
líklega ekki að taka það fram að hann er búsettur í rauða
hverfinu.
Keppt var í ýmsum þrautum á milli hverfa og þarna er Kol-
brún Líf Jónsdóttir í hörku keppni í kókosbolluáti. Hún stóð
uppi sem sigurvegari að lokum.
Þessi unga dama skemmti sér vel í froðugamani slökkviliðs-
ins á föstudaginn.
Skrúðgangan á laugardeginum var ansi mögnuð.
Þessi ungi drengur á leið í skrúðgönguna á laugardeginum
vopnaður stóru rauðu hjarta í tilefni dagsins.