Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 201916 Meistaraflokkur kvenna í körfu- knattleik hjá Skallagrími hef- ur endurnýjað samninga sína við þær Árnínu Lenu Rúnarsdóttur og Örnu Hrönn Ámundadóttur. Munu þær spila með liðinu í Dom- ino‘s deildinni á komandi tímabili. Árnína kom frá Njarðvík fyr- ir síðasta tímabil og var hún fasta- maður í liðinu með 4,6 stig að með- altali í leik. Hún er 25 ára og leikur stöðu framherja. Arna Hrönn er 17 ára og uppal- inn Skallagrímskona. Hún leikur stöðu bakvarðar og hefur verið í meistaraflokki undanfarin tímabil og tekið góðum og jöfnum fram- förum. Á meðfylgjandi myndum má sjá þær Árnínu og Örnu hand- sala samninga sína við Guðveigu Lind Eyglóardóttur hjá meistara- flokksráði kvenna. glh/Ljósm. Skallagrímur. Knattspyrnumaðurinn Hallur Flosason hefur endurnýjað samning sinn við íA til eins árs og mun því leika með liði Skaga- manna út sumarið 2020. Hallur er fæddur árið 1993 og á að baki 103 deildar- og bikarleiki fyr- ir íA. í þeim hefur hann skorað sex mörk. Sigurður Þór Sigur- steinsson, framkvæmda- stjóri KFíA, lýsir yfir ánægju sinni með því að samningur félagsins við Hall hafi verið endur- nýjaður. „Hallur hefur verið mikilvægur hluti af liði íA á síðustu árum og ávallt staðið fyrir sínu. Það er því fagnaðarefni að hann skuli hafa fram- lengt samning sinn við félagið,“ segir Sigurður Þór. kgk Knattspyrnufélag íA hefur sam- ið við króatíska markvörðinn Dino Hodzic um að leika með liði Skaga- manna út sumarið. Hann er fæddur árið 1995 og kemur til íA frá liðinu Mezökövesd í Ungverjalandi. Hann hefur áður á sínum ferli m.a. spil- að með Vejle og Fredericia í Dan- mörku. Dino þykir efnilegur mark- vörður og er hugsaður sem vara- markvörður til að veita Árna Snæ Ólafssyni góða samkeppni, að því er fram kemur á vef KFíA. kgk Reykholtshátíð var haldin í 23. sinn um síðustu helgi og voru margir sem lögðu leið sína á þessar sögu- frægu slóðir í Borgarfirði til að fylgjast með fjölbreyttum atriðum tónlistarlistamanna. Oddur Arnþór jónsson opnaði hátíðina á föstu- dagskvöldinu með Önnu Guðnýu Guðmundsdóttur ásamt strengja- kvartett, þar sem flutt voru nokkur vel valin verk. í fyrsta sinn á Reyk- holtshátíðinni kom fram kvenna- kór. Kvennakórinn Vox fem- inae flutti alíslenska efnisskrá fyr- ir gesti hátíðarinnar á laugardegin- um, undir stjórn Hrafnhildar Árna- dóttur Hafstað, en efnisskráin var samsett af bæði þekktum kórperl- um og öðrum minna þekktum. Síð- ar um kvöldið voru kammertón- leikar undir yfirskriftinni Rétttrún- aður og rómantík. Sérstakur gest- ur þeirra tónleika var hollenski lág- fiðluleikarinn Anna Magdalena den Herder sem var jafnframt að koma í fyrsta skipti fram á hátíð- inni. Hátíðinni lauk svo með tón- leikunum Heimskringla og hetju- dáð. Þar komu fram allir hljóðfæra- leikarar hátíðarinnar saman ásamt Oddi Arnþóri og Hrafnhildi, sópr- an og Guja Sandholt, mezzó-sópr- an sem flutti stystu óperu í heimi, King Harald‘s Saga eftir judith Weir í leikstjórn Árna Kristjáns- sonar. Flutt var Píanókvartett í F- moll eftir Brahms og lagaflokkur Tryggva M. Baldvinssonar við texta Þórarins Eldjárns. Kynnir hátíð- arinnar var Guðni Tómasson, út- varpsmaður á Rás 1, og gaf hann nánari innsýn í efnisskrána með sögumolum og frásögnum. „Hjart- ans þakkir til allra áheyrenda, þeirra sem komu fram á hátíðinni og ann- arra sem lögðu sitt af mörkum til að allir fengju notið hátíðarinnar sem best,“ kom fram í tilkynningu frá hátíðarhöldurum eftir helgi. glh/Ljósm. Reykholtshátíð. Kristinn Guðbrandsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks Skalla- gríms í fótbolta. Þeir Viktor Már jónasson og Sölvi G. Gylfason hafa tekið við sem nýtt þjálfarateymi liðsins og munu stýra liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Viktor Már hefur verið leikmaður liðisins á tímabilinu en færir sig nú í þjálf- arahlutverkið. Sölvi er fyrrum leik- maður Skallagríms og snýr nú aftur sem þjálfari en hann er vel kunn- ugur liðinu. „Markmiðið er að fá menn til að hafa gaman af leikn- um og fá meiri trú á verkefnið. Við þurfum að líta á hvern leik sem úr- slitaleik. Við stefnum á að halda liðinu uppi, en brekkan er vissu- lega brött,“ segir Sölvi. „Við lítum á þetta sem áskorun. Leikirnir hafa verið jafnir hingað til, það vantar bara herslumuninn fyrir okkur að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á strákunum. Það er nóg af leikjum eftir til að bæta okkar stöðu,“ bæt- ir hann ákveðinn við og segir þá Viktor jafnframt vera spennta fyr- ir áskoruninni og verkefninu fram- undan. glh Margir áheyrendur mættur á hátíðina. Reykholtshátíð haldin í tuttugasta og þriðja sinn Eitt af mörgum tónlistaratriðum sem komu fram á hátíðinni. Guðveig Lind og Arna Hrönn. Árnína og Arna áfram hjá Skallagrími Guðveig Lind og Árnína Lena. Hallur Flosa endurnýjar samninginn Dino Hodzic markvörður. Ljósm. Fredericia Dagblad. Króatískur markvörður til ÍA Sölvi G Gylfason og Viktor Már Jónasson stýrðu liðinu þegar Skallagrímur mætti Augnabliki í síðustu viku. Sölvi og Viktor teknir við Skallagrími

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.