Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 20196 Aflatölur fyrir Vesturland 20.-26. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 15 bátar. Heildarlöndun: 17.817 kg. Mestur afli: Erla AK: 2.420 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 11 bátar. Heildarlöndun: 11.240 kg. Mestur afli: Heppinn AK: 1.665 í tveimur róðrum. Grundarfjörður: 12 bátar. Heildarlöndun: 17.768 kg. Mestur afli: Steini HU: 4.603 kg í tveimur róðrum. Ólafsvík: 24 bátar. Heildarlöndun: 40.680 kg. Mestur afli: Brynja SH: 14.537 kg í þremur löndunum. Rif: 14 bátar. Heildarlöndun: 12.729 Mestur afli: Muggur SH: 1.576 kg í þremur róðrum. Stykkishólmur: 20 bátar. Heildarlöndun: 138.935 kg. Mestur afli: Blíða SH: 18.623 kg í sex róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Brynja SH - ÓLA: 9.499 kg. 25. júlí. 2. Gísli Gunnarsson - STY: 4.537 kg. 22. júlí. 3. Blíða SH - STY: 4.367 kg. 23. júlí. 4. Magnús HU - STY: 4.267 kg. 20. júlí. 5. Júlli Páls - ÓLA: 4.010 kg. 25. júlí. -kgk Rólegt í umdæmi lögreglunnar VESTURLAND: Verk- efni Lögreglunnar á Vest- urlandi síðustu viku tengd- ust að mestu umferð. Eitt- hvað var um hraðakstursbrot og tveir voru teknir fyrir ölv- un við akstur og einn undir áhrifum fíkniefna og með lít- ið magn af fíkniefnum í fórum sínum. Að sögn lögreglunnar fóru bæjarhátíðir í umdæminu um síðustu helgi vel fram en bæði voru Reykhóladagar og Á góðri stund í Grundarfirði. -arg Fjórar milljónir úr styrkvegasjóði DALABYGGÐ: Byggðarráð Dalabyggðar fagnaði á síðasta fundi sínum auknu framlagi til styrkvega. Sveitarfélagið sendi umsókn í styrkvegasjóð og fékk úthlutað fjórum millj- ónum króna. Samþykkt var á fundinum að úthluta 200 þús. kr. í Reykjadalsveg, einni milljón í Ljárskógarfjallsveg, 400 þús. kr. í Skarðsstöðvar- veg, 100 þús. kr. í Brekkudals- veg, 50 þús. kr. í Villingadals- veg, 300 þús. kr. í Hvamms- dalskot, 100 þús. kr. í Flekku- dal, 400 þús. kr. í Efribyggð- arveg og 200 þús. kr. í Efri- byggðarveg. Alls verður 650 þús. krónum varið til annarra verka og 200 þús. kr. í vinnu frá áhaldahúsi. -kgk Megrunarkaffi til skoðunar LANDIÐ: Matvælastofnun hefur tekið til skoðunar megr- unarkaffi sem er til sölu hér á landi eftir að ábendingar bár- ust um að kaffið innihéldi am- fetamínskylt efni. Morgun- blaðið greindi fyrst frá en þar kemur fram að í kaffinu er meðal annars efnið Pheny- lethylamine sem er á bann- lista hjá Alþjóðalyfjaeftirlit- inu WADA. Efnið er amfeta- mínskylt örvandi efni sem tal- ið er hættulegt heilsu fólks. En umrætt kaffi hefur mikið ver- ið auglýst á samfélagsmiðlum undanfarið sem töfralausn til að hjálpa fólki að slökkva syk- urlöngun og að grennast. -arg Erindi Brekkubæjarskóla á Akranesi um aukna þjónustuþörf var tekið fyrir öðru sinni á fundi bæjarráðs síðasta fimmtudag. Bæjarráð hafði áður afgreitt erindið með ófull- nægjandi hætti og var það því lagt fyrir að nýju, að því er fram kemur í fundargerð. Niðurstaðan var sú að bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun upp á 4,2 milljónir króna, vegna aukinnar þjónustuþarfar skólans fyrir kom- andi skólaár. útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé. Rakel Óskarsdóttir er bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks og á jafn- framt sæti í bæjarráði. Hún sat hjá við afgreiðsluna og gagnrýndi vinnu- brögð meirihlutans. í bókun Rakel- ar er rifjað upp að bæjarstjórn hafi samþykkt reglur um gerð viðauka á fundi sínum í lok maí síðastliðins, með það að markmiði að skýra ferli við gerð slíkra viðauka og áhrif þess á fjárhagsáætlanir og ársreikninga. „Samkvæmt sveitarstjórnarlögum og reglugerð um bókhald, fjárhags- áætlun og ársreikninga sveitarfé- laga er fjárhagsáætlun bindandi fyr- ir yfirstandandi ár og óheimilt að víkja frá áætlun nema bæjarstjórn hafi samþykkt viðauka við fjárhags- áætlun,“ segir í bókun Rakelar. „Á fundi bæjarráðs Akraness þann 11. júlí sl. samþykkti bæjarráð Akraness með atkvæði eins fulltrúa Samfylk- ingarinnar auka fjárútlát að upp- hæð 10.025.180,- kr., vegna auk- inna stöðugilda í Brekkubæjarskóla, án samþykktar eða gerð viðauka við fjárhagsáætlun bæjarins. Framsókn með frjálsum kölluðu þá ekki inn varamann vegna vanhæfi formanns bæjarráðs,“ segir í bókuninni. Rakel gagnrýnir að ekki hafi verið gerður viðauki vegna ráðstöfunarinnar. „í öðru lagi er kveðið á um í reglugerð um viðauka að ávallt skuli leitast við að finna svigrúm innan viðkomandi deildar/málaflokks sem ráðstöf- unin varðar áður en leitað skuli að svigrúmi annars staðar. í þessu til- felli var það ekki gert, né ákvörðun tekin um hvaðan fjármunirnir fyrir ráðstöfuninni áttu að koma.“ Enn fremur segir í bókuninni að beiðn- in hafi komið inn til bæjarráðs frá skóla- og frístundaráði án afstöðu fagráðsins til málsins. „í fjórða lagi gerir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins at- hugasemdir við það að einn fulltrúi bæjarráðs (í umboð bæjarstjórnar) geti tekið ákvörðun um ráðstöfun slíkra fjármuna.“ kgk/ Ljósm. úr safni. Gerir athugasemdir við vinnubrögð meirihluta ReyCup meistarar í 3. flokki kvenna 2019. Ljósm. fengin af vef KFÍA. Sigruðu á ReyCup Lið íA/Skallagríms í 3. flokki kvenna fagnaði sigri á alþjóðlega knattspyrnumótinu ReyCup sem lauk á sunnudaginn. Vestur- landsliðið lék gegn norska lið- in Gjelleråsen IF í úrslitaleikn- um sem leikinn var á Laugar- dalsvelli. Þær norsku voru ósigraðar fyrir lokaleik mótsins og náðu forystunni í úrslitaleiknum. Það var síðan Lilja Björg Ólafsdót- tir sem jafnaði metin þegar hún gerði sér lítið fyrir og lét vaða á markið af 40 metra færi. Staðan var jöfn að leik loknum og úrslitin réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Þar sko- raði íA/Skallagrímur úr öllum sínum spyrnum á meðan norska liðið misnotaði eina og stóð því uppi sem sigurvegari. kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.