Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 201918 Reykhóladagar að baki Reykhóladagar voru haldnir hátíðlegir um liðna helgi, frá föstudegi til sunnudags. Gestir sem heimamenn skemmtu sér í þarabolta og kassabílarallýi, kíktu á markað í íþróttahúsinu og karnival í Hvanngarðabrekku. Hin árlega dráttarvélasýn- ing og keppni í dráttarvélafimi var að sjálfsögðu á sínum stað sem og kvöldvaka og dansleikur, svo fátt eitt sé nefnt. Sunnudagurinn var helgaður 200 ára minningu jóns Thor- oddsens. Katrín jakobsdóttir, forsætisráðherra og langalang- afabarn skáldsins, flutti erindi um skáldsögur jóns og gítar- leikarinn Björn Thoroddsen, sem jafnframt er langalangaf- abarn jóns, flutti lög við ljóð hans ásamt söngkonunni Heru Björk Þórhallsdóttur. kgk Kátir krakkar á Reykhóladögum. Hekla Karen Steinarsdóttir beitir hér öllum tiltækum ráðum til að sprengja blöðru í dráttarvélafimini. Tryggvi Harðarson sveitarstjóri ók fremstur í flokki að þessu sinni þegar dráttarvélunum fornu var ekið inn í þorpið. Ljósm. Svanborg Guðbjörnsdóttir. Guðþór Sverrisson veghefilstjóri, jafnan kallaður Gussi, sýndi lipra takta í þrautabrautinni. Jóhanna Ösp Einarsdóttir átti veg og vanda að skipulagningu Reykhóladaga eins og undanfarin ár. Sunnudagurinn var helgaður minningu Jóns Thoroddsens. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf athöfnina á því að leggja blómsveig að minnsivarða Jóns á Reykhólum. Naut hún liðsinnis Gunnlaugs Thoroddsens, annars afkomanda skáldsins. Þórgunnur Ríta Gústafsdóttir heldur betur einbeitt á svip í einu leiktækjanna á karnivalinu. Stórsöngkonan Hera Björk söng lög við ljóð Jóns Thorodd- sens við undirleik Björns Thóroddsens gítarleikara, sem jafnframt er afkomandi skáldsins. Ávarp oddvita á kvöldvökunni var með óhefðbundnu sviði þetta árið. Boðnar voru upp tíu rjómatertur og þurfti Ingimar Ingimarsson oddviti að hætta framsögu þegar öllum tertunum hafði verið kastað í hann. Notið í brekkunni yfir brekkusöngnum. Krakkarnir tóku lagið á kvöldvökunni í Hvanngarðabrekku. Ung stúlka dansar á hnjánum á móður sinni undir brekku- söngnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.