Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 31.07.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Costa del hvar sem er Ég elska sól, eins og mér hefur orðið tíðrætt um hér í leiðurum Skessu- horns í gegnum tíðina. Þegar „sú gula“ eins og góður vinur minn kallar hana alltaf er sem hæst á lofti uni ég hag mínum sérstaklega vel í sólbaði. Mér finnst gaman að vera sólbrúnn. Og ég er ekki sá eini. Það voru svo margir á Langasandi síðdegis á mánudaginn að ég komst ekki í sjóinn. Það var bara ekki pláss fyrir fleiri. Varð ég því að gera mér að góðu að láta sól- ina baka mig þar sem ég lá í Guðlaugu (sæl, Guðlaug). Æj og ó, það sem á mann er lagt. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að veðrið hefur leikið við okkur hér í landshlutanum undanfarið. Mikið er þetta búið að vera dásam- legt. Haaaa! Spáin fram yfir helgi er heldur ekki af verri endanum. útlit er fyrir að víða um land verði álíka heitt og á Kanaríeyjum. Þegar ég sá spána varð mér hugsað til landa minna sem liggja þar ófáir núna. Talandi um að kaupa köttinn í sekknum. Kennir þeim að vera ekki að hendast svona um hnöttinn að óþörfu. Áður en farið er í næsta strandferðalag er rétt að minna sig á að þegar allt kemur til alls svífur sólin líklega bara um himininn til að minna okkur á myrkrið sem býr innra með okkur. Óumflýjanlegur fylgifiskur blíðviðrisins sem hefur gripið landann eins og stormsveipur eru deilingar efnis á grammið, snappið og feisbúkk. Fólk er mikið að njóta og öll þurfum við að sýna og sanna fyrir öðrum að við séum svo sannarlega að fokking njóta. Eitt sem hefur gripið mig og eflaust fleiri er að þegar sólin gubbar geislum sínum yfir okkur tekur fólk gjarnan upp ný örnefni fyrir bæi og byggðir. „Flórída-Skaginn“ læðist alloft fram af vörum bæjarbúa hér á Akranesi og jafnvel má finan dæmi í rituðu máli. Þykir mér það alltaf jafn leim og um leið pínu fyndið. Af þeim sökum hef ég tekið upp á því að nota þennan frasa óspart sjálfur. „Costa del Akranes“ hef ég heyrt líka, „Costa del Grundarfjörður“ hef ég séð, sem og reyndar „Costa del Stykkishólmur“, „Costa del Borgarnes“, „Costa del Húsafell“, „Costa del Ólafsvík“ og „Costa del Skarðsstöð“. Allt saman svo ótrúlega lummó að ég get ekki annað en tekið þetta upp á mína arma. Spurður um heimilisfang á góðviðrisdegi segi ég nú hiklaust; „Costa del Heiðarbraut 40, íbúð 104,“ og kemst ekki einu sinni í póstnúmerið fyrir hlátri. Annað sem fylgir sólinni eru sólgleraugun. Af þeim er ég hrifinn. Þau gera svo mikið fyrir mann á myndum. Þar sem maður kjagar kasjúal um í fögru landslagi á fallegum sólardegi gera sólgleraugun myndirnar, sem maður tekur til að sýna fólki hvað maður er mikið að njóta, afslappaðar en um leið kúl. Láta líta út fyrir að manni sé drull um allt nema sjálfan sig, um leið og maður kallar á athygli frá öðrum. Talandi um myndir af sjálf- um sér; ég á mjög margar myndir af sjálfum mér og pósta þeim reglulega á grammið. Instagram er uppáhalds samfélagsmiðillinn minn. Hann er svo dásamlega sjálfhverfur. Þar draga flestallir upp frekar stílhreina glansmynd af sjálfum sér og eigin lífi. Ég tek að sjálfsögðu þátt í því og geng líklega lengra en flestir aðrir. Engan má svo mikið sem gruna hvaða mann ég hef að geyma í raun og veru. Kæri lesandi, hér hefur verið farið nokkuð víða en samt ekki talað um neitt. Ég á ekki von að þú sért nokkurs vísari eftir lesturinn. Það er undir- ritaður svo sannarlega ekki. Hann situr inni á skrifstofu, lemur á lyklaborð og hugsar dreyminn til sólargeislanna. Þeirra ætlar hann að njóta um leið og hann fær tækifæri til. Vonar hann að þú sért nú þegar að njóta þeirra, á Costa del hvar sem fokking er. Kristján Gauti Karlsson Katrín jakobsdóttir forsætisráð- herra hefur skipað dr. Ásgeir jóns- son í embætti seðlabankastjóra. Skipunin gildir til fimm ára frá 20. ágúst næstkomandi og tekur hann við starfinu af Má Guðmundssyni. Embættið var augýst laust til um- sóknar í febrúar síðastliðnum. Alls bárust 16 umsóknir, en þrír drógu umsóknir sínar til baka. Alls voru því 13 umsóknir, frá ellefu körlum og tveimur konum. Hæfisnefnd mat fjóra umsækj- endur mjög vel hæfa til að gegna starfinu; Arnór Sighvatsson, Ás- geir jónsson, Gylfa Magnússon og jón Daníelsson. Forsætisráðherra boðaði alla þessa umsækjendur til viðalta, sem og fimm umsækjendur sem höfðu verið metnir vel hæfir. Auk þess að meta faglega þekkingu mat lagði ráðherra mat á persónu- bundna þætti umsækjenda, svo sem stjórnunarhæfileika og hæfni í sam- skiptum. Að viðtölum forsætisráð- herra loknum var það mat hans að Ásgeir jónsson væri hæfastur um- sækjenda. Ásgeir jónsson er doktor í hag- fræði frá Indiana háskóla í Banda- ríkjunum. Hann lauk doktors- prófi árið 2001 með alþjóðafjár- mál, peningamálahagfræði og hag- sögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð hans fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hag- kerfi. Ásgeir hefur starfað við hag- fræðideild Háskóla íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dós- ent. Hann hefur verið deildarfor- seti hagfræðideildar frá 2105. Sam- hliða störfum sínum við Háskóla íslands hefur Ásgeir verið með- al efnahagsráðgjafa Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrðgarstörfum, m.a. verið for- maður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðing- ur Kaupþings og síðar Arion banka fr´2004 til 2011. Þar áður, frá 2000 til 2004, var hann sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og stundakennari við Háskóla íslands. kgk Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið hefur birt til umsagn- ar drög að grænbók um stefnu ís- lenskra stjórnvalda í flugrekstri og trengdri starfsemi hér á landi. Þar eru settar fram tillögur að áherslum í flugmálum til framtíðar á 21 sviði málaflokksins. Meðal þess sem þar er lagt til er að framtíðaruppbygging fyrir alþjóðaflugvöll á næstu árum verði í Keflavík nema annar staður verði talinn hagkvæmari og öruggari. Lagt er til að innanlandsflug verði skilgreint sem hluti inniviða landsins og gjaldtaka þar verði í samræmi við það sem tíðkast um aðra samgöngumáta. Miðstöð in- nanlandsflugs verði áfram í Vat- nsmýrinni í Reykjavík þar til an- nar eða betri kostur er tilbuínn. Þó skuli halda áfram að greina aðra valkosti en Vatnsmýrina en engu að síður tryggja að starfsemin þar hafi tækifæri til uppbyggingar, svo lengi sem aðrir kostir eru ekki í boði. Þá er tefnan að íslenskur fl- ugiðnaður verði í fararbroddi þe- gar kemur að orkuskiptum í flugi og stefnan sett á að ísland verði fyrsta landið þar sem meirihluti flugvéla í almanna- og kennsluflugi verði rafmagnsknúnar eða tvinn. kgk/ Ljósm. Wikimedia Commons/ Algkalv. Greint var frá vali á íbúa ársins í Reykhólahreppi á hátíðinni Reyk- hóladögum sem haldin var um liðna helgi. íbúi ársins að þessu sinni er Guðmundur Ólafsson á Grund. Var hann tilnefndur fyrir greiðvikni sína og hjálpsemi, auk þess að hafa í áranna rás gegnt fjölda trúnaðar- starfa í samfélaginu, sem oddviti, slökkviliðsstjóri og fleira. Fjölmargar tilnefningar bárust og því var ákveðið að þessu sinni að heiðra jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum sérstaklega líka. Nýverið gaf hann út bókina Á Eylenduslóð- um, þar sem sagt er frá ýmsu sem tengist lífinu og tilverunni í Breiða- fjarðareyjum. kgk Guðmundur á Grund íbúi ársins Guðmundur Ólafsson á Grund. Drög að flugstefnu kynnt Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur. Ásgeir Jónsson er nýr seðlabankastjóri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.