Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Bág kjör sveitar- stjórnarfólks Í samráðsgátt ríkisins er nú opið fyrir að gera athugasemdir við þingsálykt- unartillögu sem ráðherra sveitarstjórnarmála hefur lagt fram. Plaggið er kall- að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og því fylgir aðgerðaáætlun til fimm ára. Nú er lagt til að lágmarksfjöldi íbúa verði 250 þegar við kosningar til sveitarstjórna 2022 og við kosningarnar fjórum árum síð- ar verði íbúafjöldi hvergi undir eitt þúsund. Það vakti athygli að á aukafundi hjá samtökum sveitarfélaga var tillaga ráðherrans samþykkt. Að vísu hreyfðu ein- hverjir mótmælum, töldu að óskynsamlegt væri hægt að lögbinda sveitarfélög til sameiningar með þessum hætti. Engu að síður er nú kominn breiður póli- tískur vilji til breytinga á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað sem fáir stjórnmála- menn hafa þorað að taka slaginn um. Kristján Möller var að vísu með óljósar hugmyndir í þessa veru, en Ögmundur sem tók við keflinu sópaði þeim snar- lega út af borðinu. Samkvæmt mínum heimildum er nú sífellt minni hljómgrunnur fyrir að sveit- arfélög geti verið svo fámenn að þau nái vart upp í fjölda í einum grunnskólabekk á höfuðborgarsvæðinu. Flestir viðurkenna að slík sveitarfélög eru vart starfhæf og þurfa að treysta á aðstoð annarra við ýmsa málaflokka sem undir sveitarfé- lög heyra. Menn hafa ekki lengur umburðarlyndi gagnvart slíkri væntumþykju. Reyndar held ég að krafa um 250 manna lágmarksfjölda leysi ekkert og raunar má setja spurningamerki við hvort þúsund manna lágmarkið dugi til að kalla megi þetta skynsamlega tillögu. En spurningin hlýtur að vera sú hvort viðkom- andi stjórnsýslueining dugi til að veita þá lögbundnu þjónustu sem ætlast er til og íbúar setja kröfu um. Fremur neðarlega í þeim tillögum sem ráðherra hefur nú lagt fram er fjallað um starfsaðstæður kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa. Sagt að vinna beri að grein- ingu á starfsaðstæðum og starfskjörum kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og niðurstaðan borin saman við aðstæður annars staðar á Norðurlöndum. „Sérstak- lega verði hugað að orsökum mikillar endurnýjunar í ljósi þess að stór hluti kjör- inna fulltrúa gefur ekki kost á sér aftur eftir að hafa setið eitt kjörtímabil.“ Þarna rataði kjöftugum satt orð á munn. Sífellt hefur verkefnum sveitarfélaga nefni- lega verið fjölgað, án þess þó að starfsaðstæður sveitarstjórnarfólks hafi endilega batnað, heldur þvert á móti. Það að taka að sér setu í sveitarstjórn er býsna eril- samt og erfitt hlutskipti, en er þó ekki tæklað launalega sem meira en lítið hluta- starf. Viðkomandi fulltrúi í sveitarstjórn þarf því að vinna fyrir sér á öðrum vett- vangi til að sjá sér og fjölskyldunni farborða. Þá vandast málið. Hver á að hafa slíka manneskju í vinnu? Viðkomandi er gert að mæta á fundi, viðburði, ráð- stefnur og sinna nefndarstörfum í tíma og ótíma. Á meðan þarf viðvera á „hin- um“ vinnustaðnum, aðalstarfinu, að sitja á hakanum. Dæmi eru af þessum sökum um að sveitarstjórnarfulltrúa hafi hreint ekkert gengið að fá aðra launaða vinnu. Vegna þessa er um 60% brottfall þeirra við næstu kosningar. Viðkomandi þakkar fyrir sig og lætur af störfum fyrir hið opinbera strax og færi gefst. Nýbúinn að koma sér inn í hið flókna og margþætta starf sveitarstjórnarmannsins. Það þekkist í nágrannalöndum okkar fyrirkomulag sem líta mætti til. Þegar kosin er fjölmenn sveitarstjórn sem kemur saman til funda þetta 2-4 sinnum á ári. Þess á milli starfar framkvæmdaráð í umboði sveitarstjórnar. Í því situr fólk sem hefur fulla atvinnu af að stýra daglegum sveitarstjórnarmálum. Vísir að þessu hér á landi eru bæjarráð eða byggðarráð, en vinna þar er einnig hluta- starf. Á þessum augljósa galla er að mínu viti ekki tekið í þeirri þingsályktun sem lögð hefur verið fram. Því vakti það furðu mína að sveitarstjórnarfólk hafi ekki nýtt tækifærið og kvartað þegar það bauðst á fundi í síðustu viku. Það hlýtur nefnilega að vera marmið að skapa viðunandi starfsaðstæður og kjör til að allir sem einhver töggur er í geti sóst eftir að starfa í sveitarstjórnum. Hafi hreinlega efni á því. Magnús Magnússon Björgunarskipin Kobbi Láka frá Bolungarvík og Gísli Jóns frá Ísa- firði fóru í Aðalvík á Hornströnd- um aðfararnótt þriðjudags vegna mannlauss báts sem rekið hafði upp í fjöru. Legufæri bátsins hafði losn- að fyrr um daginn. Þegar báturinn var dreginn á flot lagðist hann á hliðina og lak mikið af sjó um borð. Dæla þurfti sjó úr bátnum áður en hægt var að draga hann til Ísafjarð- ar. Sex manns voru í landi og voru þeir sóttir á léttabát og fluttir til Ísafjarðar með björgunarskipi. Klukkan þrjú um nóttina kom Gísli Jóns með fólkið og bátinn til hafnar á Ísafirði þar sem báturinn var strax hífður á land talsvert laskaður. mm Klukkan 00:12 aðfararnótt þriðju- dags barst stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar neyðarkall frá 12 metra handfærabáti sem var strandaður rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. tveir menn voru um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar send í loftið en auk þess héldu björgunarbátar frá Þórshöfn og Bakkafirði og nærstödd skip á vettvang. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsa- vík sendar landleiðina. Um kl. 01:20 kom fiskibátur á svæðið en hann gat ekki athafnað sig. Þá var ágætis veður, bjart en nokkur sjór. Björgunarbátur frá Bakkafirði kom á staðinn um kl. 02:30 en ekki var talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó sökum sjó- lags. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar en strandstaður var undir bjargi. Þyrla Landhelgis- gæslunnar tF-EIR kom á vettvang um kl. 02:35 og kl. 02:52 var búið að bjarga báðum mönnunum um borð í þyrluna. mm Fimmtudaginn 5. september bauð Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grund- arfjarðarbæjar til óformlegs spjall- fundar um útivistarsvæðið í Þrí- hyrningi sem er opið svæði sem afmarkast af Grundargötu, Borg- arbrautar og Hlíðarvegs í Grund- arfirði. Ágætis mæting var á fund- inn og voru menn sammála um að bæta svæðið svo að það myndi nýtast bæjarbúum sem best. Hug- myndir eru uppi um að nýta svæðið fyrir grunn- og leikskóla bæjarins með útikennslusvæði. Einnig eru hugmyndir um einhverskonar af- þreyingu á svæðið eins og leiktæki, minigolf og annað þess háttar. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu á þessum græna reit. tfk Á síðasta ári fékk Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull úthlutað peningum úr Innviðaáætlun ríkisstjórnarinn- ar til uppbyggingu á fjölmörgum ferðamannastöðum. Meðal þeirra framkvæmda sem farið var í fyr- ir fjármagnið sem fékkst var end- urnýjun á útsýnispalli við Gatklett á Arnarstapa, en þar er gríðarleg- ur fjöldi ferðamanna sem kemur á ári hverju. Byggingaverktakinn Kvistfell sá um verkið og var nýr og stærri útsýnispallur tilbúinn á mið- vikudaginn. arg Frá aðgerðum í Aðalvík. Ljósm. Landsbjörg. Bát rak upp í fjöru í Aðalvík Mannbjörg þegar bátur strandaði við Langanes Fundur um framtíð Þríhyrningsins Nýr og stærri útsýnispallur við Gatklettinn á Arnarstapa er tilbúinn. Ljósm. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Útsýnispallur tilbúinn við Gatklettinn á Arnarstapa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.